« 11. janúar |
■ 12. janúar 2011 |
» 13. janúar |
Rússar segja pólska flugmenn ábyrga fyrir forseta-flugslysi í Smolensk
Rússar segja að flugslysið í Smolensk í apríl 2010 sem varð forseta Póllands að aldurtila og 95 öðrum megi rekja til mistaka pólsku flugmannanna. Þeir hafi haft viðvaranir vegna óveðurs að engu, af því að þeir óttuðust að þeir myndu vekja reiði hjá Lech Kaczynski, forseta Póllands, ef þeir reyndu ekki að lenda.
Uffe Ellemann-Jensen skorinn vegna krabbameins í blöðruhálskirtli
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, var mánudaginn 9. janúar skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Karen Ellemann, umhverfisráðherra, dóttir Uffe segir að aðgerðin hafi gengið vel og svo virðist sem unnt hafi verið að komast fyrir meinið á byrjunarstigi. Telur...
Bjarni Benediktsson segir sinnaskipti Árna Þórs gagnvart ESB „mikil tíðindi“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir „mikil tíðindi“ að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segi í Fréttblaðinu 12. janúar að viðræðum við ESB kunni að verða slitið þyki ástæða til og eftir því hvernig viðræðurnar þróist. Vekur Bjarni máls á því á fésbókarsíðu ...
Cameron stóðst fyrsta áhlaupið frá ESB-efasemdarmönnum eigin flokks
David Cameron, forsætisráðherra Breta, og ríkisstjórn hans stóðust fyrsta áhlaup ESB-efasemdarmönnum meðal þingmanna Íhaldsflokksins sem vilja herða ákvæði í lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um samskipti Bretlands og ESB. Frumvarpið gengur undir heitinu „þjóðaratkvæðagreiðslu-lásinn“ og þar segir a...
Írar vara við skattasamræmingu ESB-ríkja
Írar hafa varað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins við og segja, að hugmyndir um sameiginlegt skattakerfi ESB-ríkja, sem kynntar verði í marz, geti skaðað efnahag Íra og valdið því að endurreisn Írlands dragist umfram það, sem stefnt hefur verið að. Eitt af því, sem samræma á eru skattar á fyrirtæki, sem hafa verið mun lægri á Írlandi en í öðrum ESB-ríkjum.
Portúgal: leitum ekki eftir aðstoð
Portúgölsk stjórnvöld standa fast á því, að þau muni ekki leita aðstoðar ESB/AGS en innan Seðlabanka Portúgals eru skiptar skoðanir um málið. Einn fulltrúi í stjórn Seðlabankans hefur gefið til kynna að slík aðstoð væri skynsamleg fyrir Portúgal.
Heimssýn Gordons Brown og flokkur framtíðarinnar á Íslandi
Gordon Brown reyndist ekki farsæll forsætisráðherra Breta eða leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann þótti standa sig betur sem fjármálaráðherra. Hitt fer ekki á milli mála, þegar lesinn er grein eftir Brown, sem Morgunblaðið birti í gær, að hann hefur yfirsýn yfir heimsbyggðina alla og sterka sýn á stöðu Vesturlanda í efnahagsmálum.
Evrópusamtökin klóra í bakkann vegna orða Árna Þórs
Í Evrópusamtökunum, félagi ESB-aðildarsinna á Íslandi, eru menn áhyggjufullir yfir því að Bjarni Benediktsson hafi rétt fyrir sér þegar hann telur „mikil tíðindi“ að Árni Þór Sigurðsson, vinstri-grænn formaður utanríkismálanefndar alþingis, boðar hugsanleg viðræðurslit við ESB. Á vefsíðu Evrópusamta...
Útlínur samkomulags í VG - en setja andófsmenn skilyrði?
Forystumenn VG eru búnir að gera sér grein fyrir því, að þeir verða að semja við andófsmennina í þingflokki VG og útlínur þess samkomulags má sjá á forsíðu Fréttablaðsins í dag.