« 12. janúar |
■ 13. janúar 2011 |
» 14. janúar |
Lene Espersen segir af sér formennsku í danska Íhaldsflokknum
Lene Espersen, formaður danska Íhaldsflokksins, sagði af sér formennsku í flokknum á 19 mínútna löngum blaðamannafundi að kvöldi fimmtudagsins 13. janúar. Hún sagðist taka ákvörðun sína af tilliti til flokksins. Hún heldur áfram sem utanríkisráðherra. Þingflokkur íhaldsmanna komst að þeirri niðurst...
Stjórnlagadómstóll Ítalíu sviptir ráðherra friðhelgi í sakamálum
Æðsti dómstóll Ítalíu, stjórnlagadómstóllinn, hafnaði fimmtudaginn 13. janúar að hluta lögum sem hafa gert Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, kleift að komast undan ákæru á meðan hann situr í embætti sínu. Dómstóllinn segir að forsætisráðherrann geti ekki sjálfkrafa borið fyrir sig þá „lögmætu ...
Cameron segir Breta ekki koma að sjóðum til stuðnings evru
Bretar hafna því að gerast aðilar að nokkrum sjóðum sem ætlað er að styrkja evruna eða ríki á evru-svæðinu sagði David Cameron fimmtudaginn 13. janúar þegar François Fillon, forsætisráðherra Frakklands, heimsótti London. „Bretar hafa hag af því að evru-svæðið sé öflugt og þróist á farsælan hátt, vi...
Sarkozy krefst hækkunar á fyrirtækjaskatti á Írlandi
Írar eiga ekki að njóta frekari aðstoðar Evrópusambandsins ef þeir hækka ekki tekjuskatt á félög og fyrirtæki, sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fimmtudaginn 13. janúar. „Ég virði sjálfstæði írskra vina okkar af heilum huga og við höfum gert allt í okkar valdi til að aðstoða þá,“ sagði Sar...
ESB kynnir refisaðgerðir vegna makrílákvarðana íslenskra stjórnvalda í Brussel 14. janúar
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslendingum vegna makrílákvarðana íslenskra stjórnvalda verður kynnt á fundi sameiginlegrar nefndar EES í Brussel föstudaginn 14. janúar að sögn Olivers Drewes, talsmanns Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Maria Damanaki tilk...
FT: Þjóðverjar styðja stækkun neyðarsjóðs
Financial Times segir í dag, að Þjóðverjar muni styðja stækkun neyðarsjóðs ESB jafnvel þótt það þýði auknar fjárhagslegar skuldbindingar þeirra sjálfra. En slíkri stækkun sjóðsins mundi fylgja aukin samræming á efnahagsstefnu og ríkisfjármálastefnu evruríkjanna að sögn blaðsins. Hugsanlegt er að slíkar aðgerðir verði samþykktar á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í febrúar.
Verg landsframleiðsla í Þýzkalandi jókst um 3,6% á síðasta ári, sem er mesta aukning frá sameiningu þýzku ríkjanna að því er fram kemur í New York Times í dag.
Joschka Fischer: Bandaríki Evrópu eina leiðin
Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýzkalands segir að Bandaríki Evrópu séu eina leiðin til að bjarga fullveldi Evrópuríkja. Þetta kom fram á fundi í svonefndum Spinelli-hópi í gær, sem er hópur sambandssinna, sem telja, að sameining Evrópuríkja sé eina leiðin til þess að leysa vandamál þeirra.
Verður Íslandi bjargað frá ESB-flökunarvélinni?
Allt frá því að alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009 hefur þeim sem þekkja til mála verið ljóst að í samþykktinni fælist að íslensk stjórnvöld væru til þess búin að laga sig að skilyrðum sambandsins. Þessi skilyrði hafa verið nefnd aðlögunarskilyrði á íslensku. Þ...