« 27. janúar |
■ 28. janúar 2011 |
» 29. janúar |
Aung San Suu Kyi sendir ákall til ráðstefnunnar í Davos
Aung San Suu Kyi, lýðræðisfrömuður í Búrma og friðarverðlauna hafi Nóbels, las boðskap á heimili sínu í Búrma og sendi til World Economic Forum í Davos í Sviss þar sem fésýslumenn, stjórnmálamenn og hvers kyns áhrifamenn hvaðanæva að úr heiminum koma saman þessa daga. Bað hún þá að leggja sig fram um að tryggja lýðræði í Búrma og stuðla að einagrun þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.
ESB sagt vega að menningarlegum fjölbreytileika með afskiptum af réttindagreiðslum
Framkvæmdastjórn ESB leitar leiða til að setja reglur um samtök á borð við STEF á Íslandi, sem annast gæslu höfundar- og flutningsréttar fyrir tónlistarmenn að því er haft er eftir háttsettum ESB-embættismanni á vefsíðunni EUobserver 27. janúar. Þar kemur jafnframt fram að tónskáld og tónlistarmenn ...
Atvinnuleysi á Spáni eykst á ný
Atvinnuleysi á Spáni fer vaxandi á ný eftir að hafa lækkað lítillega á þriðja ársfjórðungi og stendur nú í 20,3%. Það þýðir að 4,7 milljónir manna voru atvinnulausar á Spáni undir lok síðasta árs. Á síðasta ársfjórðungi 2010 fækkaði störfum um 138 þúsund. Mikill munur er á atvinnuleysi eftir svæ...
AGS: Bandaríkin og Japan verða að lækka skuldir
Bæði Bandaríkin og Japan verða að leggja fram trúverðuga áætlun um niðurskurð á fjárlagahalla og skuldastöðu ríkjanna, segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ella muni fjármálamarkaðir missa þolinmæðina og verðfella skuldabréf þeirra. Þetta kemur fram á Reuters.
Af hverju feluleikur með viðræður við ESB?
Hér á Evrópuvaktinni hafa sl. hálfan mánuð eða svo birtast fréttir um afar flókna og undarlega meðferð mála, sem varða landbúnað sérstaklega en einnig sjávarútveginn í samskiptum utanríkisráðuneytis Íslands og Evrópusambandsins. Þessi málsmeðferð virðist vera svo flókin að það er erfitt að festa hendur á henni. Eitt er þó alveg skýrt.
NYTimes, Guardian og Wikileaks
Maður heitir Bill Keller og er ritstjóri hins merka blaðs The New York Times. Hann hefur skrifað formála að rafrænni bók, þar sem birtar eru fréttir blaðsins um Wikileaks-skjölin. Í formálanum fjallar hann um samskipti blaðsins og brezka blaðsins Guardian við Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Þar gekk á ýmsu.