Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Föstudagurinn 28. janúar 2011

«
27. janúar

28. janúar 2011
»
29. janúar
Fréttir

Aung San Suu Kyi sendir ákall til ráð­stefnunnar í Davos

Aung San Suu Kyi, lýðræðisfrömuður í Búrma og friðarverðlauna hafi Nóbels, las boðskap á heimili sínu í Búrma og sendi til World Economic Forum í Davos í Sviss þar sem fésýslumenn, stjórnmálamenn og hvers kyns áhrifamenn hvaðanæva að úr heiminum koma saman þessa daga. Bað hún þá að leggja sig fram um að tryggja lýðræði í Búrma og stuðla að einagrun þjóðar­innar á alþjóða­vettvangi.

ESB sagt vega að menningarlegum fjölbreytileika með afskiptum af réttinda­greiðslum

Framkvæmda­stjórn ESB leitar leiða til að setja reglur um samtök á borð við STEF á Íslandi, sem annast gæslu höfundar- og flutningsréttar fyrir tónlistarmenn að því er haft er eftir háttsettum ESB-embættismanni á vefsíðunni EUobserver 27. janúar. Þar kemur jafnframt fram að tónskáld og tónlistarmenn ...

Atvinnuleysi á Spáni eykst á ný

Atvinnuleysi á Spáni fer vaxandi á ný eftir að hafa lækkað lítillega á þriðja ársfjórðungi og stendur nú í 20,3%. Það þýðir að 4,7 milljónir manna voru atvinnulausar á Spáni undir lok síðasta árs. Á síðasta ársfjórðungi 2010 fækkaði störfum um 138 þúsund. Mikill munur er á atvinnuleysi eftir svæ...

AGS: Bandaríkin og Japan verða að lækka skuldir

Bæði Bandaríkin og Japan verða að leggja fram trúverðuga áætlun um niðurskurð á fjárlagahalla og skuldastöðu ríkjanna, segir Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn, ella muni fjármála­markaðir missa þolinmæðina og verðfella skulda­bréf þeirra. Þetta kemur fram á Reuters.

Leiðarar

Af hverju feluleikur með viðræður við ESB?

Hér á Evrópu­vaktinni hafa sl. hálfan mánuð eða svo birtast fréttir um afar flókna og undarlega meðferð mála, sem varða landbúnað sérstaklega en einnig sjávar­útveginn í samskiptum utanríkis­ráðuneytis Íslands og Evrópu­sambandsins. Þessi málsmeðferð virðist vera svo flókin að það er erfitt að festa hendur á henni. Eitt er þó alveg skýrt.

Í pottinum

NYTimes, Guardian og Wikileaks

Maður heitir Bill Keller og er rit­stjóri hins merka blaðs The New York Times. Hann hefur skrifað formála að rafrænni bók, þar sem birtar eru fréttir blaðsins um Wikileaks-skjölin. Í formálanum fjallar hann um samskipti blaðsins og brezka blaðsins Guardian við Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Þar gekk á ýmsu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS