Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Laugardagurinn 29. janúar 2011

«
28. janúar

29. janúar 2011
»
30. janúar
Fréttir

Stefán Haukur lýsir bjartsýni um aðild Íslands á ESB-fundi í Brussel

Stefán Haukur Jóhannesson, formaður ESB-viðræðu­nefndar Íslands, sagði á fundi með fiskveiði­nefnd ESB-þingsins 25. janúar í Brussel að stuðningur Íslendinga við aðild að ESB héldist „sterkur“ („remains strong“), eins of Martin Banks blaðamaður The Parliament orðar það. Vísaði Stefán Haukur þar í skoð...

Jóhanna ræðir ekki efni ESB-aðildar heldur lofar enn atkvæða­greiðslu

„Og öll vitum við að það er forysta jafnaðarmanna í ríkis­stjórn sem ein getur tryggt að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðild að Evrópu­sambandinu,“ sagði Jóhanna Sigurðar­dóttir á flokk­stjórnar­fundi Samfylkingar­innar laugardaginn 29. janúar 2011 um 18. mánuðum eftir að ríkis­stjórn hennar sótti um aði...

„Agnar-áhugaverðar“ norðurslóðir fyrir ESB - aðild Íslands ekki beint guðsgjöf

Í ályktunum leiðtogaráðs ESB, framkvæmda­stjórnar ESB og ESB-þingsins þar sem getið er um aðildar­viðræðurnar við Ísland er þess alls staðar látið getið, að aðildin skipti miklu fyrir ESB, þar sem með henni stækki ESB-yfirráða­svæðið og brúarsporður fáist inn á norðurslóðir.

Gífurleg verðhækkun framundan á ávaxta­söfum

Framundan er gífurleg hækkun á ávaxta­söfum segir Daily Telegraph, svo mikil að slíkir safar, sem fólk um víða veröld neytir við morgunverðarborðið geta orðið lúxus, sem fáir hafi efni á. Búizt er við 80% hækkun á appelsínusöfum og 60% hækkun á eplasöfum á þessu ári.

Cameron spáir meiri spennu á evru­svæði

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta spáir meiri spennu á evru­svæðinu á næstunni að því er fram kemur í fréttum frá Davos og segir að ein af ástæðunum sé sú, að Þjóðverjar geti ekki gert upp við sig hversu langt þeir vilji ganga í að veita öðrum þjóðum aðstoð.

Bjartsýni í Bandaríkjunum

Nokkurrar bjartsýni gætir um efnahagsþróun í Bandaríkjunum eftir að tölur um aukningu vergrar landsframleiðpslu á síðasta ársfjórðungi 2010 sýndu 3,2% hagvöxt á ársgrundvelli. Hagvöxtur á árinu öllu varð 2,9%, sem er mesti hagvöxtur í Bandaríkjunum frá árinu 2005 að sögn Reuter-fréttastofunnar.

Olíuverð í 100 dollara-lokast Súez-skurður?

Ein af afleiðingum átaka í Egyptalandi og óeirða í Túnis er að olía hefur hækkað verulega í verði á heims­markaði síðustu daga og komst verðið upp í nær 100 dollara á tunnu í gær, föstudag.

Leiðarar

Ekki eru allir viðhlæjendur vinir við viðræðuborðið í Brussel

Frakkinn Jean-Claude Piris var um langt skeið yfirmaður lagasviðs ráðherraráðs Evrópu­sambandsins. Það er lykilembætti innan sambandsins. Þegar stjórnmálamenn lenda í öngstræti innan ESB, kemur í hlut lög­fræðinganna að finna útgönguleið í sáttmálum ESB eða lagabálki.

Í pottinum

Steingrímur J. við Jóhönnu: Hættu að „hræra í innyflum“ VG

Jafnvel Steingrími J. Sigfússyni hefur ofboðið, þegar hann hafði fréttir af ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á flokks­stjórnar­fundi Samfylkingar í gær. Steingrímur setti ofan í við Jóhönnu í samtali við Smuguna og sagði: “Ég held, að forysta Samfylkingar­innar ætti að taka unga jafnaðarmenn sér til ...

Nú vill Jóhanna tala við „íhaldið“ -af hverju?

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, stóð í ræðustól Alþingis sl. þriðjudag, barði í stólinn, æpti og öskraði og úthúðaði því sem hún kallaði „íhaldið“, sem er gamalt uppnefni vinstri manna á Sjálfstæðis­flokknum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS