« 31. janúar |
■ 1. febrúar 2011 |
» 2. febrúar |
Tæplega 400.000 Bretar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Stjórnendur breska blaðsins The Daily Express afhentu ríkisstjórn Bretlands hinn 31. janúar lista með nöfnum 350 þúsund manns sem vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn úr Evrópusambandinu. Til viðbótar þeim sem skrifuðu undir skráðu 23. 000 nöfn sín á vefsíðu blaðsins....
Hækkandi matarverð neistinn sem kveikti bálið?
Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, segir í blaði sínu í dag að hækkandi matarverð sé ekki orsök óeirðanna í Egyptalandi og öðrum Norður-Afríkulöndum en engu að síður sá neisti, sem kveikti bálið. Ríkisstjórnir sem standi höllum fæti reyni nú að kaupa kornvörur og aðrar fæðuvörur.
Talsmaður LÍU kynnir ESB-þingmönnum 10 rök gegn ESB-aðild Íslands
Íslendingar munu missa stjórn á mikilvægustu auðlind sinni og lögheimildir Íslendinga yfir fiskimiðum þeirra munu færast frá íslenskum stjórnvöldum fari Ísland í ESB, sagði Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á fundi með þingmönnum í fiskveiði- eða s...
Eldisfiskur sækir á-framleiðsluverðmæti meira en sjávarafla
Eldisfiskur er nú orðinn um 46% af framboði á fiski á heimsvísu og hefur aukið hlutdeild sína úr 43% árið 2006. Hins vegar er talið líklegt að heildarverðmæti eldisfisks sé nú orðið meira en þess fisks sem veiddur er í sjónum. Talið er að verðmæti eldisfisks hafi á árinu 2008 numið 98,4 milljörðum...
Vaxandi verðbólga í evrulöndum
Verðbólga fer vaxandi í evrulöndum samkvæmt tölum, sem birtar voru í gær.
Utanríkisráðuneytið hundsar stjórnlög í ESB-bröltinu
Þriðjudaginn 25. janúar efndi fiskveiði- eða sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins til opins fundar um íslensk sjávarútvegsmál og fiskveiðistefnu. Enn hefur ekki verið minnst á þann fund á vefsíðu utanríkisráðuneytisins sem er ætlað að upplýsa þjóðina um ESB-viðræðurnar. Þar er til dæmis hvorki unnt að nál...
Ólína um Lilju: sérlunduð, sjálfhverf og fer með níð um Jóhönnu
Nú er orðið þungt undir fæti í samskiptum Samfylkingar og Vinstri grænna. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar spyr með nokkrum þjósti, hvort Ögmundur Jónasson ætli að starfa áfram undir verkstjórn þess forsætisráðherra, sem hann saki um dómgreindarskort. Ef svarið verði já eigi innanríkisráðherra að draga orð sín til baka.
Baugsmálið og ásakanir um „pólitískan dóm“ Hæstaréttar
Talsmenn stjórnarflokkanna hafa nú í heila viku gefið í skyn með einum eða öðrum hætti, að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp pólitískan dóm með niðurstöðu sinni í stjórnlagaþingsmálinu.