Laugardagurinn 16. janúar 2021

Þriðjudagurinn 1. febrúar 2011

«
31. janúar

1. febrúar 2011
»
2. febrúar
Fréttir

Tæplega 400.000 Bretar krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB

Stjórnendur breska blaðsins The Daily Express afhentu ríkis­stjórn Bretlands hinn 31. janúar lista með nöfnum 350 þúsund manns sem vilja að efnt verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu í Bretlandi um úrsögn úr Evrópu­sambandinu. Til viðbótar þeim sem skrifuðu undir skráðu 23. 000 nöfn sín á vefsíðu blaðsins....

Hækkandi matarverð neistinn sem kveikti bálið?

Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptarit­stjóri The Daily Telegraph, segir í blaði sínu í dag að hækkandi matarverð sé ekki orsök óeirðanna í Egyptalandi og öðrum Norður-Afríkulöndum en engu að síður sá neisti, sem kveikti bálið. Ríkis­stjórnir sem standi höllum fæti reyni nú að kaupa kornvörur og aðrar fæðuvörur.

Talsmaður LÍU kynnir ESB-þingmönnum 10 rök gegn ESB-aðild Íslands

Íslendingar munu missa stjórn á mikilvægustu auðlind sinni og lögheimildir Íslendinga yfir fiskimiðum þeirra munu færast frá íslenskum stjórnvöldum fari Ísland í ESB, sagði Kristján Þórarinsson, stofnvist­fræðingur hjá Lands­samband íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) á fundi með þingmönnum í fiskveiði- eða s...

Eldisfiskur sækir á-framleiðsluverðmæti meira en sjávar­afla

Eldisfiskur er nú orðinn um 46% af framboði á fiski á heimsvísu og hefur aukið hlut­deild sína úr 43% árið 2006. Hins vegar er talið líklegt að heildarverðmæti eldisfisks sé nú orðið meira en þess fisks sem veiddur er í sjónum. Talið er að verðmæti eldisfisks hafi á árinu 2008 numið 98,4 milljörðum...

Vaxandi verðbólga í evrulöndum

Verðbólga fer vaxandi í evrulöndum samkvæmt tölum, sem birtar voru í gær.

Leiðarar

Utanríkis­ráðuneytið hundsar stjórnlög í ESB-bröltinu

Þriðjudaginn 25. janúar efndi fiskveiði- eða sjávar­útvegs­nefnd ESB-þingsins til opins fundar um íslensk sjávar­útvegsmál og fiskveiði­stefnu. Enn hefur ekki verið minnst á þann fund á vefsíðu utanríkis­ráðuneytisins sem er ætlað að upplýsa þjóðina um ESB-viðræðurnar. Þar er til dæmis hvorki unnt að nál...

Í pottinum

Ólína um Lilju: sérlunduð, sjálfhverf og fer með níð um Jóhönnu

Nú er orðið þungt undir fæti í samskiptum Samfylkingar og Vinstri grænna. Ólína Þorvarðar­dóttir, þingmaður Samfylkingar spyr með nokkrum þjósti, hvort Ögmundur Jónasson ætli að starfa áfram undir verk­stjórn þess forsætis­ráðherra, sem hann saki um dómgreindarskort. Ef svarið verði já eigi innanríkis­ráðherra að draga orð sín til baka.

Baugsmálið og ásakanir um „pólitískan dóm“ Hæstaréttar

Talsmenn stjórnar­flokkanna hafa nú í heila viku gefið í skyn með einum eða öðrum hætti, að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp pólitískan dóm með niðurstöðu sinni í stjórnlagaþingsmálinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS