« 6. febrúar |
■ 7. febrúar 2011 |
» 8. febrúar |
Afhjúpun á misnotkun á ESB-landbúnaðarstyrkjum í Austurríki
Svartbók austurrísks landbúnaðar: leynimakk landbúnaðarstjórnmála, The Black Book of Austrian Agriculture: the intrigue of agricultural politics, Schwarzbuch Landwirtschaft – Die Machenschaften der Agrarpolitik, heitir bók sem hefur að geyma lýsingu á því hvernig Austurríkismenn nota og misnota sameiginlega landbúnaðarstyrki Evrópusambandsins.
Dagljósabúnaður í bíla frá evrópskum bílasmiðjum
Nýir bílar og litir flutningabílar sem smíðaðir eru hjá evrópskum framleiðendum verða með sjálfvirkum dagsljósabúnaði frá og með mánudegi 7. febrúar í því skyni að auka öryggi í umferðinni. Stórir vöruflutningabílar og langferðabílar verða með dagljósabúnað frá með ágúst 2012. Þetta er liður í aðg...
ESB setur skilyrði um afnám gjaldeyrishafta - býður „tæknilega aðstoð“
Afnám gjaldeyrishafta á Íslandi er skilyrði fyrir aðildarsamningi milli Íslands og ESB samkvæmt því sem Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, sagði á blaðmannafundi með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra í Brussel, mánudaginn 7. febrúar. Rehn bauð „tæknilega aðstoð“ ESB við að afnema gj...
Fjórða hverjum dönskum banka lokað síðan 1. janúar 2007
Fjórða hverjum banka í Danmörku hefur verið lokað síðan 1. janúar 2007. Segir danska blaðið Berlingske Tidende að kvæði á borð við Tíu litla negrastráka lýsi því best hvernig stöðunni sé háttað hjá dönskum fjármálastofunum. Nokkrir bankar hafa orðið gjaldþrota, nú síðast Amager-bankinn sunnudaginn...
Hvatt til þess að Bretar slíti tengsl við mannréttindadómstólinn í Strassborg
Ríkisstjórnin ætti að slíta tengslin við mannréttindadómstól Evrópu sem sífellt er að taka til sín meiri völd segir í nýrri skýrslu sem birt hefur verið í Bretlandi og gefin er út af hægrisinnaðri hugveitu, Policy Exchange.
Fjölskylduauður Mubaraks talinn nema allt að 70 milljörðum dollara
Samkvæmt mati sérfræðinga er talið að auður Mubarak-fjölskyldunnar í Egyptalandi nemi allt að 70 milljörðum dollara þegar litið er til samstarfs hennar við erlend fyrirtæki.
Fianna Fail boðar pólitískar umbætur
Finna Fail, írski stjórnmálaflokkurinn, sem leitt hefur ríkisstjórn landsins síðustu ár en er spáð afhroði í kosningunum í lok febrúar leggur nú áherzlu á pólitískar umbætur í kosningabaráttunni. Í dag mun flokkurinn kynna helztu áherzluatriði sín fyrir kosningar.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands svaraði spurningu sjónvarpsstöðvar um helgina um það, hvort Bretar mundu taka þátt í að efla neyðarsjóð Evrópusambandsins á þann veg, að þeir væru ekki skuldbundnir til þess. Vandamál einstakra ríkja evrusvæðisins væru þeim óviðkomandi, þar sem þeir væru ekki aðilar að evrunni. Þeir hefðu ekki tekið á sig neinar slíkar skuldbindingar.
Hvers vegna hlífa sjálfstæðisþingmenn Steingrími J?
í Morgunblaðinu 7. febrúar má lesa: "Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sjá ekki ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Í umfjöllun u...
Atkvæðagreiðsla meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna?
Það virðist vera einhver ágreiningur um það hver afstaða almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum er til þeirrar ákvörðunar meirihluta þingflokks og formanns Sjálfstæðisflokksins að styðja Icesave III. Margir telja augljóst, að bullandi óánægja sé í grasrótinni í flokknum. Formaður flokksins t...