Mánudagurinn 18. janúar 2021

Mánudagurinn 7. febrúar 2011

«
6. febrúar

7. febrúar 2011
»
8. febrúar
Fréttir

Afhjúpun á misnotkun á ESB-landbúnaðarstyrkjum í Austurríki

Svartbók austurrísks landbúnaðar: leynimakk landbúnaðar­stjórnmála, The Black Book of Austrian Agriculture: the intrigue of agricultural politics, Schwarzbuch Landwirtschaft – Die Machenschaften der Agrarpolitik, heitir bók sem hefur að geyma lýsingu á því hvernig Austurríkismenn nota og misnota sameiginlega landbúnaðarstyrki Evrópu­sambandsins.

Dagljósabúnaður í bíla frá evrópskum bílasmiðjum

Nýir bílar og litir flutningabílar sem smíðaðir eru hjá evrópskum framleiðendum verða með sjálfvirkum dagsljósabúnaði frá og með mánudegi 7. febrúar í því skyni að auka öryggi í umferðinni. Stórir vöruflutningabílar og langferðabílar verða með dagljósabúnað frá með ágúst 2012. Þetta er liður í aðg...

ESB setur skilyrði um afnám gjaldeyris­hafta - býður „tæknilega aðstoð“

Afnám gjaldeyris­hafta á Íslandi er skilyrði fyrir aðildarsamningi milli Íslands og ESB samkvæmt því sem Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB, sagði á blaðmannafundi með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskipta­ráðherra í Brussel, mánudaginn 7. febrúar. Rehn bauð „tæknilega aðstoð“ ESB við að afnema gj...

Fjórða hverjum dönskum banka lokað síðan 1. janúar 2007

Fjórða hverjum banka í Danmörku hefur verið lokað síðan 1. janúar 2007. Segir danska blaðið Berlingske Tidende að kvæði á borð við Tíu litla negrastráka lýsi því best hvernig stöðunni sé háttað hjá dönskum fjármálastofunum. Nokkrir bankar hafa orðið gjaldþrota, nú síðast Amager-bankinn sunnudaginn...

Hvatt til þess að Bretar slíti tengsl við mannréttindadómstólinn í Strassborg

Ríkis­stjórnin ætti að slíta tengslin við mannréttindadómstól Evrópu sem sífellt er að taka til sín meiri völd segir í nýrri skýrslu sem birt hefur verið í Bretlandi og gefin er út af hægrisinnaðri hugveitu, Policy Exchange.

Fjölskylduauður Mubaraks talinn nema allt að 70 milljörðum dollara

Samkvæmt mati sér­fræðinga er talið að auður Mubarak-fjölskyldunnar í Egyptalandi nemi allt að 70 milljörðum dollara þegar litið er til samstarfs hennar við erlend fyrirtæki.

Fianna Fail boðar pólitískar umbætur

Finna Fail, írski stjórnmála­flokkurinn, sem leitt hefur ríkis­stjórn landsins síðustu ár en er spáð afhroði í kosningunum í lok febrúar leggur nú áherzlu á pólitískar umbætur í kosningabaráttunni. Í dag mun flokkurinn kynna helztu áherzluatriði sín fyrir kosningar.

Leiðarar

Aðild að ESB og evru kostar

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands svaraði spurningu sjónvarpsstöðvar um helgina um það, hvort Bretar mundu taka þátt í að efla neyðar­sjóð Evrópu­sambandsins á þann veg, að þeir væru ekki skuldbundnir til þess. Vandamál einstakra ríkja evru­svæðisins væru þeim óviðkomandi, þar sem þeir væru ekki aðilar að evrunni. Þeir hefðu ekki tekið á sig neinar slíkar skuldbindingar.

Í pottinum

Hvers vegna hlífa sjálfstæðis­þingmenn Steingrími J?

í Morgunblaðinu 7. febrúar má lesa: "Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra og formaður VG, og Þórunn Sveinbjarnar­dóttir, formaður þing­flokks Samfylkingar­innar, sjá ekki ástæðu til að efna til þjóðar­atkvæða­greiðslu um Icesave-frumvarpið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Í umfjöllun u...

Atkvæða­greiðsla meðal flokksbundinna Sjálfstæðis­manna?

Það virðist vera einhver ágreiningur um það hver afstaða almennra flokksmanna í Sjálfstæðis­flokknum er til þeirrar ákvörðunar meirihluta þing­flokks og formanns Sjálfstæðis­flokksins að styðja Icesave III. Margir telja augljóst, að bullandi óánægja sé í grasrótinni í flokknum. Formaður flokksins t...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS