« 16. febrúar |
■ 17. febrúar 2011 |
» 18. febrúar |
Þýski varnarmálaráðherrann segir ásakanir um ritstuld „fráleitar“
Karl-Theodor zu Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur hafnað fréttum um að hann hafi gerst sekur um ritstuld við gerð doktorsritgerðar sinnar. Hann fékk hæstu einkunn fyrir ritgerðina árið 2006 við Háskólann í Bayreuth. Í Süddeutsche Zeitung segir að svo virðist sem ýmsir langir kaflar í ritgerðinni hafi áður birst í verkum annarra manna.
Króatar berjast gegn spillingu til að komast í ESB árið 2012
Króatar hafa lagt hart að sér til að stemma stigu við spillingu og við endurbætur á réttarkerfinu til að laga sig að kröfum Evrópusambandsins í von um að unnt verði að ljúka ESB-aðlögunarviðræðunum samkvæmt því Drazen Bosnjakovic, dómsmálaráðherra landsins, sagði AFP-fréttastofunni. Ráðherrann sagði að háttsettir embættismenn hefðu verið sóttir til saka og stjórnendur opinberra fyrirtækja.
Stærsta dagblað Ungverjalands ósátt við breytingu á fjölmiðlalögum
Stærsta dagblað Ungverjalands, Nepszabadsag, segir fimmtudaginn 17. febrúar að breytingar á umdeildum ungverskum fjölmiðlalögum sem sætt hafa gagnrýni framkvæmdastjórnar ESB gangi ekki nógu langt. „Við fögnum því að fjórum ákvæðum verður breytt samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við ESB, en vi...
Andreas Fischer-Lescano, prófessor í lögum við Háskólann í Bremen, segist samkvæmt því, sem fram kemur í Spiegel hafa setzt niður sl. laugardagskvöld til þess að vinna umfjöllun um doktorsritgerð Guttenbergs, varnarmálaráðherra Þýzkalands og að venju við slíka vinnu sett ákveðna kafla í Google til þess að kanna, hvort einhver vandamál væru á ferðinni.
Merkel skipar náinn ráðgjafa bankastjóra Bundesbank
Angela Merkel hefur skipað náinn ráðgjafa sinn Jens Weidmann, aðalbankastjóra Bundesbank. Skipan hans hefur verið gagnrýnd innan og utan herbúða ríkisstjórnar kanslarans og talið að hinn nýi stjórnandi Bundesbank sé of náinn samstarfsmaður Merkel. Weidmann starfaði við Bundesbank áður en hann varð ráðgjafi Merkel.
Lánardrottnar danskra banka og stórir innistæðueigendur sitja uppi með töp
Dönsk stjórnvöld eru tilbúin til að láta eigendur skuldabréfa danskra banka og jafnvel suma innistæðueigendur sitja uppi með töp bankanna, segir Irish Times í dag og segir þetta skýringuna á því að lánshæfismat sumra danskra banka hefur verið lækkað. Í september sl. féll úr gildi innistæðutryggingakerfi í Danmörku, sem hefur tryggt eigendur bæði skuldabréfa banka og innistæður í dönskum bönkum.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og baráttumaður fyrir samningum við Breta og Hollendinga bendir á að 44 þingmenn eða ríflega tveir þriðju þingmanna hafi samþykkt lögin um Icesave III að lokum hinn 16. febrúar. Vill hann nota það sem rök gegn því að málið verði borið undir þjóðina í atkvæ...
Pólitísk barátta-þjóðleg gildi
Hér fer á eftir texti ræðu, sem flutt var efnislega á fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, miðvikudagskvöld 16. febrúar: Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir boðið um að tala hér í mínu gamla félagi. Það er bráðum hálf öld liðin frá því að ég var kjörinn formaður Heim...
Undirskriftasöfnunin sem ÞEIR þola ekki
Undirskriftasöfnun með áskorun á forseta Íslands að vísa Icesave III til þjóðaratkvæðis er til umfjöllunar í fjölmiðlum, sem hver á fætur öðrum, ekki þó allir, velta upp spurningum um áreiðanleik undirskriftanna. Hvað ætli valdi því að þessi tiltekna undirskriftasöfnun kallar á svo mikla umfjöllun um þessa hlið málsins?
Af hverju er Samfylkingin alltaf á móti þjóðaratkvæðagreiðslum?
Af hverju ætli Samfylkingin sé alltaf á móti þjóðaratkvæðagreiðslum? Þegar tillögur komu fram á Alþingi um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu máttu þingmenn Samfylkingar ekki heyra á það minnzt. Þeir brugðust ókvæða við, þegar forseti Íslands fyrir rúmu ári vísaði Icesave-málinu til þjóðaratkvæðis.