« 20. febrúar |
■ 21. febrúar 2011 |
» 22. febrúar |
Kristilegir segja staðbundinn vanda valda afhroði þeirra í Hamborg
Afhroð flokks kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel, kanslara Þýsklands, í kosningunum í Hamborg sunnudaginn 20. febrúar, þegar flokkurinn fékk aðeins 21,9% atkvæða, er hið mesta sem hann hefur orðið fyrir síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Úrslitin lofa ekki góðu fyrir Merkel og flokk hennar í...
Cameron boðar byltingu í opinberum rekstri með stórauknum útboðum
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir í grein í The Daily Telegraph 21. febrúar að breyta beri opinberi þjónustu í Bretlandi og fela einstaka þætti hennar enn meira í hendur einkaaðila. Hann vill að mótuð sé almenn löggjöf um þetta efni svo að ekki þurfi að breyta lögum í hvert sinn sem ríkis...
Stóraukið laxeldi í Skotlandi-Áhyggjur af villta laxinum
Kínverjar eru að auka verulega kaup á eldislaxi frá Skotlandi. Nýir viðskiptasamningar þar um voru undirritaðir fyrir skömmu. Forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands hefur sagt að ef 1% Kínverja ákveði að borða skozkan eldislax verði Skotar að tvöfalda framleiðsluna.
Strauss-Khan í forsetaframboð?
Dominique Strauss-Khan, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gaf til kynna í París um helgina, að hann mundi ekki leita eftir öðru tímabili í starfi hjá AGS. Áður hafði eiginkona hans sagt opinberlega að hún hefði ekki áhuga á að hann héldi áfram þar og hann tekið fram, að sjónarmið hennar mundi...
Euobserver, vefmiðill, sem fjallar um málefni Evrópusambandsins, segir í dag, að ákvörðun forseta Íslands um Icesave setji spurningamerki við frekari greiðslur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til Íslands. Vefmiðillinn bendir á að AGS hafi áður sagt að engin tengsl væru á milli lánveitinga sjóðsins til Íslands og Icesave-deilunnar en segir jafnframt að greiðslur frá sjóðnum hafi tafizt áður.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands stóðst prófið og reyndist samkvæmur sjálfum sér.
Eftir að alþingi samþykkti Icesave III lýsti ég þeirri skoðun, að engu skipti þótt tveir þriðju þingmanna veittu málinu stuðning. Það veitti enga tryggingu fyrir því að Ólafur Ragnar Grímsson myndi ekki hafna lögunum að nýju.
Hver segir að Bretar og Hollendingar fari fyrir dómstóla?
Sumir lögfræðingar halda því fram í blöðunum í dag, að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave III snúizt um það hvort sá samningur verði staðfestur eða deilan fari fyrir dómstóla. Hvaðan kemur þeim sá vísdómur? Hver getur fullyrt að Bretar og Hoillendingar fari með málið fyrir dómstóla? Varla fara Íslendingar með málið þá leið verði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu!