Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 3. mars 2011

«
2. mars

3. mars 2011
»
4. mars
Fréttir

ESB krefur Króata um umbætur á réttarkerfinu - skilyrði aðildar

Skortur á umbótum á réttarkerfi Króatíu er eina meginhindrunin á leið Króata inn í Evrópu­sambandið, sagði Viviane Reding, dómsmála­stjóri ESB, í Zagreb fimmtudaginn 3. mars. Króatar hafa lokað 28 af 35 köflum í aðildarviðræðunum við ESB. Ríkis­stjórn landsins stefnir að því að ljúka þeim endalega fyr...

Reglur ESB um veiðleyfi brjóta væntanlega gegn stjórnar­skrá Íslands

Íslenski viðræðuhópurinn við ESB um sjávar­útvegsmál segir reglur ESB á sviði sjávar­útvegs stangast í veigamiklum atriðum á við íslenskar reglur um sama efni.

Írland: Dökk mynd blasir við

Fulltrúar írsku stjórnmála­flokkanna, Fine Gael og Verkamanna­flokksins, sem nú ræða sín í milli um myndun nýrrar ríkis­stjórnar á Írlandi segja, að þeir hafi fengið nýjar upplýsingar frá embættismönnum um stöðu efnahagsmála, sem þeir hafi ekki haft í höndum áður og dragi upp mjög dökka mynd af efnahagslegri stöðu Írlands. Flokkarnir tveir hafa 116 þingsæti af 166 sætum á írska þinginu.

Angela Merkel endurskipuleggur ríkis­stjórn sína

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands hefur endur­skipulagt ríkis­stjórn sína í kjölfar afsagnar Guttenbergs, fyrrum varnarmála­ráðherra. Thomas de Maiziére, sem er úr flokki Kristilegra demókrata (CDU) verður varnarmála­ráðherra en hann var áður innanríkis­ráðherra. Hans-Peter Friedrich, sem verið hefur formaður þing­flokks CSU (systur­flokks CDU)verður innanríkis­ráðherra.

Leiðarar

Lýðræðishalli eykst enn innan ESB vegna nýrra „comitology“-reglna

Mikilvægum hlekki í stjórnkerfi ESB er lýst með ESB-orðinu „comitology“. Á bakvið orðið felst heimild framkvæmda­stjórnar ESB til að útfæra lög eða reglur ESB í smáatriðum eftir að hafa leitað sérfræðiálits frá höfuðborgum ESB-ríkja eða ESB-þinginu. Nú er talið að um 300 nefndir starfi undir hatti „...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS