ESB krefur Króata um umbætur á réttarkerfinu - skilyrði aðildar
Skortur á umbótum á réttarkerfi Króatíu er eina meginhindrunin á leið Króata inn í Evrópusambandið, sagði Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, í Zagreb fimmtudaginn 3. mars. Króatar hafa lokað 28 af 35 köflum í aðildarviðræðunum við ESB. Ríkisstjórn landsins stefnir að því að ljúka þeim endalega fyr...
Reglur ESB um veiðleyfi brjóta væntanlega gegn stjórnarskrá Íslands
Íslenski viðræðuhópurinn við ESB um sjávarútvegsmál segir reglur ESB á sviði sjávarútvegs stangast í veigamiklum atriðum á við íslenskar reglur um sama efni.
Fulltrúar írsku stjórnmálaflokkanna, Fine Gael og Verkamannaflokksins, sem nú ræða sín í milli um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Írlandi segja, að þeir hafi fengið nýjar upplýsingar frá embættismönnum um stöðu efnahagsmála, sem þeir hafi ekki haft í höndum áður og dragi upp mjög dökka mynd af efnahagslegri stöðu Írlands. Flokkarnir tveir hafa 116 þingsæti af 166 sætum á írska þinginu.
Angela Merkel endurskipuleggur ríkisstjórn sína
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands hefur endurskipulagt ríkisstjórn sína í kjölfar afsagnar Guttenbergs, fyrrum varnarmálaráðherra. Thomas de Maiziére, sem er úr flokki Kristilegra demókrata (CDU) verður varnarmálaráðherra en hann var áður innanríkisráðherra. Hans-Peter Friedrich, sem verið hefur formaður þingflokks CSU (systurflokks CDU)verður innanríkisráðherra.
Lýðræðishalli eykst enn innan ESB vegna nýrra „comitology“-reglna
Mikilvægum hlekki í stjórnkerfi ESB er lýst með ESB-orðinu „comitology“. Á bakvið orðið felst heimild framkvæmdastjórnar ESB til að útfæra lög eða reglur ESB í smáatriðum eftir að hafa leitað sérfræðiálits frá höfuðborgum ESB-ríkja eða ESB-þinginu. Nú er talið að um 300 nefndir starfi undir hatti „...