Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Fimmtudagurinn 17. mars 2011

«
16. mars

17. mars 2011
»
18. mars
Fréttir

Afdráttarlaus andstaða gegn ESB-aðild samkvæmt nýrri könnun MMR

Allir sérgreindir hópar sem spurðir eru um afstöðu til ESB-aðildar Íslands í nýrri könnun eru á móti henni nema þeir sem ætla að kjósa Samfylkinguna. Mest er andstaða meðal bænda og sjómanna, þar er enginn hlynntur aðild.

Clinton ætlar að vinna að framgangi kvenna í framtíðinni

Hillary Clinton ætlar ekki að sækjast eftir því að halda áfram í embætti sem utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna fari svo að Obama nái endurkjöri til forseta á árinu 2012. Hún ætlar heldur ekki að sækjast aftur eftir forsetaembættinu. Þetta kemur fram á Reuters í dag. Þar gefur Clinton til kynna að...

Kenny í Washington: Skattar á fyrirtæki verða ekki hækkaðir

Kenny, forsætis­ráðherra Írlands er í Washington til þess m.a. að hitta Obama, Bandaríkjaforseta og til þess að fullvissa bandarísk fyrirtæki, sem hafa fjárfest á Írlandi um að skattar á fyrirtæki verði ekki hækkaðir eins og ESB hefur krafizt. Kenny lýsir vöxtunum, sem Írum er ætlað að greiða af ...

Turner lávarður: Bankakerfið ekki úr hættu

Turner lávarður, formaður stjórnar brezka Fjármála­eftirlitsins FSA og einn af höfundum mikillar skýrslu um brezku bankana, sem út kom á árinu 2009, sagði í ræðu í gærkvöldi í Cass Business School í London, að fjármálakerfi heimsins stæði frammi fyrir nýjum hættum, þrátt fyrir umbætur á undanfönum misserum. Turner lávarður sagði að það væri blekking að halda að vandinn væri leystur.

Leiðarar

Þáttaskil innan ESB - aðildarsinnar á Íslandi þegja þunnu hljóði

Evrópu­sambandið tekur stakkaskiptum ef tillögur um aukna mið­stjórn í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og varðandi efnahags­stjórn þeirra ná fram að ganga.

Í pottinum

Hver er munurinn á Enda Kenny og Jóhönnu Sigurðardóttur?

Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig Enda Kenny, hinn nýi forsætis­ráðherra Írlands bregst við, þegar aðildarríki ESB með Þjóðverja og Frakka í fararbroddi beita þjóð hans refsivöxtum til þess að knýja fram lækkun skatta á fyrirtæki á Írlandi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS