ESB-þingmenn vilja samþykkt Icesave, lausn makríldeilu, bann hvalveiða
Ályktun byggð á fyrstu áfangaskýrslu um aðildarviðræður Íslands við ESB var samþykkt á ESB-þinginu fimmutdaginn 7. apríl með 544 atkvæðum, 29 greiddu atkvæði gegn ályktuninni og 41 sat hjá. ESB-þingið fagnar væntanlegri aðild Íslands að ESB enda sé landið eitt elsta lýðræðisríki Evrópu auk þess sem ...
Óheiðarlegt að fórna tíma og peningum í ESB-viðræður
„Það er óheiðarlegt af okkur Íslendingum gagnvart aðildarríkjum ESB að fórna tíma og peningum okkar og þeirra í könnunarviðræður um samning sem þjóðin kærir sig ekki um,“ sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í setningarræðu á aðalfundi samtakanna í Bændahöllinni 7. apríl....
ESB-þingmenn hafna tillögu um að ferðast á almennu flugfarrými
ESB-þingmenn vilja hækka fjárveitingar til ESB-þingsins um 2,3% á árinu 2012. Þingmennirnir hafna tillögum um að þeir eigi að nýta sér almenn flugfarrými meira en þeir gera núna. Við afgreiðslu á fjárlagatillögunum í þinginu miðvikudaginn 6. apríl höfnuðu þingmennirnir tillögu um að þeir nýttu sér ...
Tengsl á milli þunglyndis og fjármálakreppu
Notkun þunglyndislyfja hefur aukizt um 43% frá árinu 2006 í Bretlandi og er aukningin rakin til fjármálakreppunnar og að fólk hafi áhyggjur af skuldum sínum að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag, sem byggir frétt sína á BBC. Sérfræðingur, sem blaðið talar við segir að fleiri komi til heim...
Athygli fjármálamarkaða beinist nú að Spáni eftir að Portúgal óskaði eftir aðstoð frá Evrópusambandinu í gær. Elena Salgado, efnahagsráðherra Spánar útilokaði í morgun að til þess mundi koma og sagði að mörkuðum væri orðið ljóst að Spánn væri í sterkri stöðu. Aðrir telja líklegt að röðin komi að Spáni næst.
Pútín í heimsókn til Danmerkur
Gert er ráð fyrir að Pútín, forsætisráðherra Rússlands, komi í heimsókn til Danmerkur í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Medvedev, forseti Rússlands var á ferð í Danmörku fyrir ári en Pútín hefur ekki komið þangað áður. Blaðið segir, að heimsóknin muni fyrst og fremst snúast um að efla viðskipti á milli Danmerkur og Rússlands.
Framkvæmdastjórn ESB vill „skjóta niðurstöðu“ í Icesave
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist vilja „skjóta niðurstöðu“ (swift resolution) í Icesave-deiluna.
Nei - hreinar línur í Icesave gagnvart ESB, Bretum og Hollendingum
Hér á Evrópuvaktinni hefur verið sagt frá því að rúmenski ESB-þingmaðurinn Cristian Dan Preda, sem fer fyrir Íslands-nefnd á vegum utanríkismálanefndar ESB-þingsins, hafi nýlega lagt fram áfangaskýrslu um framvindu ESB-viðræðnanna. Hann telur að þær séu í réttum farvegi.