Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Sunnudagurinn 10. apríl 2011

«
9. apríl

10. apríl 2011
»
11. apríl
Fréttir

Finnar hafa fengið nóg af því að greiða skuldir annarra - ESB-andúð vex

Ábyrgðarskuldbindingar vegna skuldugra evru-ríkja eru orðnar að helsta átakamáli í þingkosningabaráttunni í Finnlandi, þar sem vaxandi óánægju gætir meðal kjósenda yfir því að slíkar skuldbindingar séu lagðar á þá vegna mistaka annarra þjóða við stjórn fjármála sinna.

Bretar: Höldum áfram að reyna að fá peningana

Aðstoðar­ráðherra í fjármála­ráðuneytinu í London, Danny Alexander segir í viðtali við BBC, að úrslit þjóðar­atkvæða­greiðslunnar á Íslandi hafi valdið vonbrigðum og Icesave-deilan fari nú fyrir dómstóla. Alexander segir að Bretar muni halda áfram að reyna að fá peningana endurgreidda. Í Bretlandi sé erfitt efnahagsástand og Icesave-peningarnir mundu hjálpa til.

Telegraph: Osborne styður að fjármála­markaðir axli eigin töp

Á morgun, mánudag, er gert ráð fyrir að svo­nefnd óháð banka­nefnd í Bretlandi skili fyrstu tillögum sínum og þar á meðal sé lagt til að í framtíðinni verði eigendur skulda­bréfa banka að taka á sig töp, sem skattgreiðendur hafa orðið að greiða fram til þessa.

ESB hafnar bráðabirgðaaðstoð við Portúgal

Evrópu­sambandið hefur hafnað því að veita Portúgal bráðabirgðaaðstoð fram yfir þingkosningar, sem þar fara fram í byrjun júní.

Leiðarar

Ísland í forystu meðal þjóða

Með úrslitum þjóðar­atkvæða­greiðslunnar, sem fram fór í gær, hefur Ísland tekið forystu meðal þjóða heims í baráttu fólks gegn alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem hafa leitazt við að láta skattgreiðendur borga fyrir mistök fjármálamannanna sjálfra og notið til þess stuðnings pólitískra forystumanna og annarra ráðandi afla í hverju landinu á fætur öðru.

Pistlar

Icesave og ESB - raunveruleiki og skýringar utanríkis­ráðuneytisins

Aðdragandi þjóðar­atkvæða­greiðslunnar um Icesave dró enn fram tengslin milli Icesave og ESB. Augljóst er að fyrir atkvæða­greiðsluna var rætt um málið af meira raunsæi og hreinskilni en gert hefur verið frá því að ESB-aðildarumsóknin var samþykkt. Af hálfu utanríkis­ráðuneytis Íslands hefur því markvis...

Í pottinum

Kosningar eru „skelfileg tilhugsun“ fyrir Jóhönnu - að hennar sögn

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, sagði í Silfri Egils nú áðan, að það væri skelfileg tilhugsun, ef það yrðu kosningar á næstunni. Skelfileg tilhugsun fyrir hverja? Fyrir þjóðina? Varla Fyrir hana? Vafalaust. Jóhanna sagði líka að það mundi taka einhverja mánuði að ljúka Icesave-málinu. Hvað á hún við? Ætlar hún að taka upp nýjar viðræður við Breta og Hollendinga?

Þau eru ófær um að taka til varna fyrir Ísland

Það var ömurlegt að fylgjast með þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það var rétt hjá Bjarna Benediktssyni að þau reyndu og reyndu að koma afleiðingum eigin gerða yfir á aðra. Og svo sagði forsætis­ráðherra að nú yrði ríkis­stjórnin að einbeita sér að ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS