« 13. apríl |
■ 14. apríl 2011 |
» 15. apríl |
Ótti við greiðslufall hjá Grikkjum eykst - Rehn segir hann óþarfan
Vextir á grískum ríkisskuldabréfum hækka jafnt og þétt og ótti við ríkisgjaldþrot Grikklands vex. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, hafnar því hins vegar að greiðslufall verði á grískum skuldum vegna þessa vanda og til að létta á honum.
Skýrsla til ESB-þingsins: „sífellt tilgangslausari“ viðræður við Íslendinga
Birt hefur verið skýrsla um stjórnmál á Íslandi, dagsett í apríl 2011, sem samin er fyrir stækkunarnefnd ESB-þingsins og þá sem fjalla um málefni evrópska efnahagssvæðisins.
Garðyrkjubændur álykta gegn ESB-aðild
Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var 11. apríl 2011 lýsti andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við stefnu og starf Bændasamtaka Íslands í málinu. Segjast garðyrkjubændur ætla að standa þétt að baki samtökunum í báráttunni framundan. ...
Cameron vill takmarka fjölda innflytjenda
Cameron, forsætisráðherra Breta, segir í ræðu, sem hann flytur í dag, að fólksflutningar til Bretlands hafi verið of miklir, nauðsynlegt sé að takmarka þá, þannig að í stað þess að hundruð þúsunda innflyjenda komi til Bretlands ár hvert verði þeir ekki fleiri en nokkrir tugir þúsunda.
Berlusconi ætlar að hætta 2013
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu kveðst ekki muni leita eftir endurkjöri á árinu 2013, þegar kjörtímabilið rennur út. Þetta kemur fram á BBC í dag. Berlusconi segir jafnframt að hann muni ekki sækjast eftir því að verða forseti Ítalíu. Eins og kunnugt er stendur Berlusconi í ströngu vegna málaferla á hendur honum. Auðævi hans eru talin nema um 9 milljörðum Bandaríkjadala.
Gífurleg fjárþörf evrópskra banka
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir, að bankar í heiminum standi frammi fyrir að þurfa að endurfjármagna 3,6 trilljónir dollara á næstu tveimur árum og séu í samkeppni við ríkisstjórnir um að finna það fé. Sjóðurinn segir að evrópskir bankar séu í mestri þörf fyrir endurfjármögnun og nefnir þar sérstaklega þýzka banka og þá írsku.
Mistök Steingríms J. - fer hann fram af ESB-brúninni?
Við myndun ríkisstjórnarinnar með Jóhönnu Sigurðardóttur urðu Steingrími J. Sigfússyni á tvö stórpólitísk mistök. Í fyrsta lagi tók hann Icesave-málið í fangið og gerði það að sínu með því að velja fornvin sinn og samherja, Svavar Gestsson, sem formann samninganefndar. Í öðru lagi samþykkti hann að ...
Hverjir hafa hagsmuni af ESB aðild?
Aðildarsinnar hafa komið með ýmis rök fyrir því, að okkur sé lífsnauðsyn að ganga í ESB, en á síðustu misserum, hafa meginrök þeirra orðið að engu.
Jón Gnarr sýnir þýskum flotaforingjum dónaskap í nafni friðar
Þrjú þýsk herskip sigldu inn á ytri höfnina í Reykjavík að morgni 14. apríl. Skipin, herskipið Berlin og freigáturnar Brandenburg og Rheinland-Pfalz, eru í kurteisisheimsókn í Reykjavík. Þau komu hingað frá Skotlandi. Sea King þyrla herskipsins Berlin verður á bakvakt fyrir þyrlu landhelgisgæslun...
Gylfi og Vilhjálmur verða að skýra mál sitt
Fyrir síðustu helgi sögðu bæði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að yrði Icesave III-samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu væru kjarasamningar til þriggja ára, sem unnið hefði verið að í uppnámi og engar líkur á að af þeim gæti orðið vegna þeirrar óvissu, sem slík úrslit hefðu í för með sér.