Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Föstudagurinn 29. apríl 2011

«
28. apríl

29. apríl 2011
»
30. apríl
Fréttir

Ströng innflytjendalög spara Dönum margra milljarða útgjöld - verða hert frekar

Ströng innflytjendalög Danmerkur hafa leitt til 6,7 milljarða evru sparnaðar í útgjöldum danska ríkisins segir í skýrslu danska innflytjenda­ráðuneytisins sem samkvæmt frétt SpiegelOnline 29. apríl. Sparnaðurinn felst í minni útgjöldum en ella til hvers kyns velferðarmála. Skýrslan hefur leitt til þe...

Fundir sameiginlegrar þingmanna­nefndar eiga að vera öllum opnir-engar upplýsingar um það hér

Fundir hinnar sameiginlegu þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins eiga að vera opnir öllum almenningi og þar af leiðandi eru öll gögn, sem þar eru lögð fram öllum opin. Þetta kemur fram í reglum um meðferð mála á vegum nefndarinnar, sem Evrópu­vaktin hefur séð.

Atvinnuleysi á Spáni aldrei meira - 21,29% - tæpar 5 milljónir manna

Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira á Spáni en á fyrsta fjórðungi ársins. Nú eru rúmlega 4,9 milljónir manna án atvinnu þar syðra.

Merkel styður Draghi

Angela Merkel hefur ákveðið að styðja Mario Draghi frá Ítalíu sem næsta banka­stjóra Seðlabanka Evrópu. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Merkel hefur ekki skýrt opinberlega frá þessari ákvörðun sinni og segir blaðið að hún hafi áhyggjur af því, að þessari ákvörðun verði ekki vel tekið í þýzkum fjölmiðlum.

Leiðarar

Varðstaða um íslenzka hagsmuni-nýr og óvæntur vandi

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu standa frammi fyrir óvæntum vanda. Svo virðist sem lítið sem ekkert eftirlit sé með því sem frá Evrópu­sambandinu kemur og tengist aðildarviðræðum. Þess vegna er hætta á að textar verði samþykktir, sem augljóslega á ekki að samþykkja frá sjónarhóli þeirra, sem andvígir eru aðild.

Í pottinum

Hvers vegna hefur Árni Þór ekki sagt frá því að fundirnir eigi að vera opnir?

Í frétt hér á Evrópu­vaktinni er frá því sagt að fundir hinnar sameiginlegu þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins, sem Evrópu­vaktin hefur fjallað um síðustu daga eigi að vera öllum opnir. Það þýðir, að öll gögn, sem þar eru lögð fram eru öllum opin þar á meðal þau ályktunardrög, sem lögð voru fram á fundi nefndarinnar en ekki afgreidd vegna andstöðu nokkurra íslenzkra þingmanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS