Þingmenn ræða íhlutun frá Brussel í störf þingmannanefndar
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því á alþingi 3. maí að í drögum að ályktun sem samin hefðu verið í Brussel til samþykktar á fundi sameiginlegrar nefndar ESB-þingmanna og alþingismanna 27. apríl sl. hefði verið vegið að innviðum íslenskrar stjórnsýslu með kröfum um...
Íhaldsmenn í Kanada auka áherslu á málefni Norðurslóða
Áhersla stjórnvalda í Kanada á sjálfstæði heimskautasvæða og olíuborun á hafi úti mun styrkjast eftir að Stephen Harper, forsætisráðherra landsins, hefur náð langþráðum meirihluta íhaldsmanna á þinginu í Ottawa, höfuðborg Kanda. Þetta er mat sérfæðinga vefsíðunnar BarentsObserver sem helgar sig málefnum norðurslóða.
Nýr bankastjóri Bundesbank boðar hefðbundna peningapólitík
Nýr bankastjóri þýzka seðlabankans, Bundesbank, hefur tekið við starfi. Hann heitir Jens Weidmann, eins og áður hefur komið fram hér á Evrópuvaktinni og var áður efnahagsráðgjafi Angelu Merkel en þar áður starfsmaður Bundesbank.
Fjármálakerfi ESB enn í hættu-fjármálakreppan ekki afstaðin
Fjármálakerfi ESB-ríkjanna er enn í mikilli hættu og fjármálakreppan í heiminum mun standa í mörg ár enn að mati æðstu eftirlitsstofnunar ESB, sem nefnist European Systemic Risk Board, sem er ný stofnun, staðsett í Frankfurt, sem á að hafa eftirlit með fjármálakerfum innan ESB. Annar varaformaðu...
Íhaldsflokkurinn sigrar í Kanada
Fyrstu tölur benda til þess að Íhaldsflokkur Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada nái meirihluta á kanadíska þinginu. Nýi lýðræðisflokkurinn sem er vinstri sinnaður verði í öðru sæti og Frjálslyndi flokkurinn í hinu þriðja.
Forsæti Pólverja innan ESB og íslenskur raunveruleiki
Mikolaj Dowgielewicz aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sem sér um Evrópumál var hér á landi á dögunum.
Var þjóðin áhorfandi að leiksýningu 1. maí?
Hvað er að gerast í kjarasamningunum? Viðbrögð vinnuveitenda við hugmyndum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu, sem þeim voru kynntar í síðustu viku benda til þess, að þeir telji sig geta unað við þær með einhverjum hætti. Tónninn í þeim breyttist.