Miðvikudagurinn 11. desember 2019

Þriðjudagurinn 3. maí 2011

«
2. maí

3. maí 2011
»
4. maí
Fréttir

Þingmenn ræða íhlutun frá Brussel í störf þingmanna­nefndar

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis­flokksins, vakti máls á því á alþingi 3. maí að í drögum að ályktun sem samin hefðu verið í Brussel til samþykktar á fundi sameiginlegrar nefndar ESB-þingmanna og alþingis­manna 27. apríl sl. hefði verið vegið að innviðum íslenskrar stjórnsýslu með kröfum um...

Íhaldsmenn í Kanada auka áherslu á málefni Norðurslóða

Áhersla stjórnvalda í Kanada á sjálfstæði heimskautasvæða og olíuborun á hafi úti mun styrkjast eftir að Stephen Harper, forsætis­ráðherra landsins, hefur náð langþráðum meirihluta íhaldsmanna á þinginu í Ottawa, höfuðborg Kanda. Þetta er mat sérfæðinga vefsíðunnar BarentsObserver sem helgar sig málefnum norðurslóða.

Nýr banka­stjóri Bundesbank boðar hefðbundna peningapólitík

Nýr banka­stjóri þýzka seðlabankans, Bundesbank, hefur tekið við starfi. Hann heitir Jens Weidmann, eins og áður hefur komið fram hér á Evrópu­vaktinni og var áður efnahagsráðgjafi Angelu Merkel en þar áður starfsmaður Bundesbank.

Fjármálakerfi ESB enn í hættu-fjármálakreppan ekki afstaðin

Fjármálakerfi ESB-ríkjanna er enn í mikilli hættu og fjármálakreppan í heiminum mun standa í mörg ár enn að mati æðstu eftirlits­stofnunar ESB, sem nefnist European Systemic Risk Board, sem er ný stofnun, staðsett í Frankfurt, sem á að hafa eftirlit með fjármálakerfum innan ESB. Annar varaformaðu...

Íhalds­flokkurinn sigrar í Kanada

Fyrstu tölur benda til þess að Íhalds­flokkur Stephen Harper, forsætis­ráðherra Kanada nái meirihluta á kanadíska þinginu. Nýi lýðræðis­flokkurinn sem er vinstri sinnaður verði í öðru sæti og Frjálslyndi flokkurinn í hinu þriðja.

Leiðarar

Forsæti Pólverja innan ESB og íslenskur raunveruleiki

Mikolaj Dowgielewicz aðstoðar­utanríkis­ráðherra Póllands sem sér um Evrópumál var hér á landi á dögunum.

Í pottinum

Var þjóðin áhorfandi að leiksýningu 1. maí?

Hvað er að gerast í kjarasamningunum? Viðbrögð vinnuveitenda við hugmyndum ríkis­stjórnar­innar um breytingar á fiskveiði­stjórnar­kerfinu, sem þeim voru kynntar í síðustu viku benda til þess, að þeir telji sig geta unað við þær með einhverjum hætti. Tónninn í þeim breyttist.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS