Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Sunnudagurinn 8. maí 2011

«
7. maí

8. maí 2011
»
9. maí
Fréttir

Grísk ríkisfjármál enn á ný undir smásjá ESB og ASG - frekari aðgerða þörf

Enn ein nefnd háttsettra sér­fræðinga á vegum Evrópu­sambandsins, Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins og Seðlabanka Evrópu mun fara í saumana á tillögum grísku ríkis­stjórnar­innar um 26 milljarða sparnað á næstu þremur árum í því skyni að lækka himinháar ríkisskuldir Grikklands Með þessu er ætlunin að slá á fréttir um að Grikkir séu á leið út af evru-svæðinu.

Björgvin G. sakar Ögmund um að „laska“ ESB-umsóknarferlið

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar­innar, sakar Ögmund Jónasson innanríkis­ráðherra um að „gera allt sem hægt er til að laska umsóknarferlið“ gagnvart ESB. Í þessu ljósi sé undarlegt að Ögmundur vilji flýta ferlinu. Þá segir Björgvin G. að Ögmundur fari með „kostulegar rangfærslur“ þegar ...

Miliband höfðar til Frjálslyndra

Ed Miliband, hinn nýi leiðtogi Verkamanna­flokksins í Bretlandi höfðar nú til óánægðra meðlima Frjálslynda flokksins um að taka upp samstarf við Verkamanna­flokkinn gegn Íhalds­flokknum. Observer segir í dag, að ósigur Verkamanna­flokksins í Skotlandi í sveitar­stjórnar­kosningunum sl.

Írar breyti skattagrunni gegn vaxta­lækkun

Evrópu­sambandið mun fallast á kröfu Íra um lækkun vaxta á björgunarláni því, sem Írland fékk fyrir nokkrum mánuðum. Þetta kemur fram á BBC, sem hins vegar hefur ekki upplýsingar um hvað lækkunin verður mikil né hvað kemur í staðinn af hálfu Íra. Angela Merkel hefur sagt að Írar verði að leggja eitthvað á móti til þess að fá vaxta­lækkun.

Í pottinum

Ríkir lýðræði í röðum atvinnurekenda?

Nýgerðir kjarasamningar hafa fengið afar misjafnar móttökur, ekki sízt í hópi atvinnurekenda, þeirra, sem eiga að greiða umsamdar launahækkanir. Yfirleitt eru samningar, sem gerðir eru með þessum hætti samþykktir umsvifalaust í viðkomandi félaga­samtökum. Þó eru dæmi um það að einstaka samningar séu felldir í atkvæða­greiðslum í verkalýðsfélögum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS