„Við viljum opna faðminn,“segir Ögmundur um nýja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar
„Við viljum opna faðminn,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í Kastljósi 9. maí, þegar rætt var við hann um hælisleitendur á Íslandi og reglur sem gilda um afgreiðslu hælismála. Hann sagði að horfið yrði frá „lagahyggju og vinnumarkaðshyggju“ og mál einstaklinga yrðu afgreidd með tilliti ...
„Ponzi-kerfi“ komið á fót til að bjarga evrunni segir leiðtogi Sannra Finna
Timo Soini, formaður Sannra Finna, stjórnmálaflokksins sem vann stórsigur í þingkosningunum í Finnlandi á dögunum, ritar langa grein í The Wall Street Journal mánudaginn 9. maí, þar sem hann segist hafa gefið hátíðlegt kosningaloforð um að berjast gegn neyðarlánum til evru-ríkja. Slík lán séu bölvun...
Bretar ekki gjaldgengir í stofnunum ESB vegna lítillar málakunnáttu
Vegna lélegrar tungumálakunnáttu eiga Bretar undir högg að sækja ef þeir sækja um störf hjá Evrópusambandinu.
Le Pen vill gera pólitík Þjóðarhreyfingarinnar markaðsvænni
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðarhreyfingarinnar er þeirrar skoðunar að sögn brezka tímaritsins The Economist að línur á milli vinstri og hægri í stjórnmálum séu ekki jafn skýrar og áður og að ný skipting sé að verða til á milli þeirra annars vegar sem trúi á þjóðríki og hinna sem trúi á alþjóðavæðingu, alþjóða stjórn og opin landamæri.
Bretar ekki aðilar að nýjum aðgerðum í þágu Grikkja
Bretar munu ekki taka þátt í björgunaraðgerðum II í þágu Grikkja, sem til umræðu var á fundi fjármálaráðherra fimm evru-ríkja sl. föstudag. Þetta kemur fram á BBC í dag. Á fundinum voru ráðherrar frá Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. George Osborne, fjármálaráðherra Breta sagði í samtali við BBC að Bretar mundu ekki verða aðilar að nýjum aðgerðum í þágu Grikkja.
Sjálfstæðishreyfing Skota er að fá byr í seglin. Í svæðisbundnum kosningum í Bretlandi sl. fimmtudag fengu skozkir þjóðernissinnar meirihluta á skozka þinginu. Sá meirihluti þýðir, að á nýju kjörtímabili munu Skotar taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort þeir vilji rjúfa tengslin við England og stofna sjálfstætt skozkt ríki.
Marine Le Pen, hinn nýi leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar frönsku vill að Frakkland gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Það kann að koma einhverjum á óvart að þessi krafa komi frá flokki, sem talinn er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. En svo þarf ekki að vera. Með þessum málflutningi er Marine Le Pen að höfða til ákveðinna sjónarmiða í frönsku samfélagi, sem lengi hafa átt sterkan hljómgrunn.