Mánudagurinn 18. janúar 2021

Mánudagurinn 9. maí 2011

«
8. maí

9. maí 2011
»
10. maí
Fréttir

„Við viljum opna faðminn,“segir Ögmundur um nýja útlendinga­stefnu ríkis­stjórnar­innar

„Við viljum opna faðminn,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkis­ráðherra, í Kastljósi 9. maí, þegar rætt var við hann um hælisleitendur á Íslandi og reglur sem gilda um afgreiðslu hælismála. Hann sagði að horfið yrði frá „laga­hyggju og vinnumarkaðs­hyggju“ og mál einstaklinga yrðu afgreidd með tilliti ...

„Ponzi-kerfi“ komið á fót til að bjarga evrunni segir leiðtogi Sannra Finna

Timo Soini, formaður Sannra Finna, stjórnmála­flokksins sem vann stórsigur í þingkosningunum í Finnlandi á dögunum, ritar langa grein í The Wall Street Journal mánudaginn 9. maí, þar sem hann segist hafa gefið hátíðlegt kosningaloforð um að berjast gegn neyðarlánum til evru-ríkja. Slík lán séu bölvun...

Bretar ekki gjaldgengir í stofnunum ESB vegna lítillar málakunnáttu

Vegna lélegrar tungumálakunnáttu eiga Bretar undir högg að sækja ef þeir sækja um störf hjá Evrópu­sambandinu.

Le Pen vill gera pólitík Þjóðarhreyfingarinnar markaðsvænni

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðarhreyfingarinnar er þeirrar skoðunar að sögn brezka tímaritsins The Economist að línur á milli vinstri og hægri í stjórnmálum séu ekki jafn skýrar og áður og að ný skipting sé að verða til á milli þeirra annars vegar sem trúi á þjóðríki og hinna sem trúi á alþjóða­væðingu, alþjóða stjórn og opin landamæri.

Bretar ekki aðilar að nýjum aðgerðum í þágu Grikkja

Bretar munu ekki taka þátt í björgunaraðgerðum II í þágu Grikkja, sem til umræðu var á fundi fjármála­ráðherra fimm evru-ríkja sl. föstudag. Þetta kemur fram á BBC í dag. Á fundinum voru ráðherrar frá Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. George Osborne, fjármála­ráðherra Breta sagði í samtali við BBC að Bretar mundu ekki verða aðilar að nýjum aðgerðum í þágu Grikkja.

Leiðarar

Sjálfstætt Skotland?

Sjálfstæðis­hreyfing Skota er að fá byr í seglin. Í svæðisbundnum kosningum í Bretlandi sl. fimmtudag fengu skozkir þjóðernissinnar meirihluta á skozka þinginu. Sá meirihluti þýðir, að á nýju kjörtímabili munu Skotar taka afstöðu til þess í þjóðar­atkvæða­greiðslu, hvort þeir vilji rjúfa tengslin við England og stofna sjálfstætt skozkt ríki.

Í pottinum

De Gaulle-Nato-Le Pen

Marine Le Pen, hinn nýi leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar frönsku vill að Frakkland gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Það kann að koma einhverjum á óvart að þessi krafa komi frá flokki, sem talinn er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. En svo þarf ekki að vera. Með þessum málflutningi er Marine Le Pen að höfða til ákveðinna sjónarmiða í frönsku sam­félagi, sem lengi hafa átt sterkan hljómgrunn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS