Lífssýni úr DSK á skyrtuflibba herbergisþernunar
Lífssýni (DNA) úr Dominique Strauss-Kahn fundust á fötum herbergisþernunar sem kærði hann fyrir kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar samkvæmt því sem sagt var mánudaginn 23. maí á vefsíðum sjónvarpsstöðvanna France 2 og NBC í Bandaríkjunum. „Þessar upplýsingar sem koma frá heimildarmönnum...
Meiri tollfrjáls bjór í fríhöfnum til að bjarga fjárhag Isavia ohf.
Fjármálaráðuneytið telur nauðsynlegt að rýmka heimildir til að flytja inn tollfrjálsan bjór um komuverslarnir í fríhöfnum í Leifsstöð, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum til að auka tekjur fyrirtækisins Fríhafnar. Markmiðið er að bæta fjárhagsstöðu Isavia ohf. sem ber ábyrgð á rekstri Fríhafnar í nafni ríkisins. Nettótap ríkisins vegna þessara breytinga er áætlað um 150 milljónir króna.
Flugstjórinn hljóp í stjórnklefann rétt áður en Air France þotan fórst
Upptökur leiða í ljós að flugstjórinn hljóp til baka inn í stjórnklefa Air France þotunnar 447 þegar hún lenti í erfiðleikum á leið frá Rio de Janeiro til Parísar 1. júní 2009. Þotan fórst þá með 228 mönnum. Tveir „svartir kassar“ flugvélarinnar fundust fyrir fáeinum vikum á hafsbotni. Samkvæmt upp...
Per Sanderud hættir hjá ESA - sætti gagnrýni á Íslandi vegna Icesave-afstöðu sinnar
Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lætur nú af störfum hjá ESA í Brussel. Oda Helen Sletnes, sendiherra Noregs gagnvart ESB, tekur við af honum.
Spánn: Mótmælendur halda áfram-sækja innblástur til Íslands og arabíska vorsins
Mótmælendur á Spáni ætla að halda aðgerðum sínum áfram í a.m.k. viku í viðbót að því er fram kemur á euobserver í dag. Vefmiðillinn segir að mótmælendur sæki innblástur til Íslands annars vegar og til arabíska vorsins hins vegar. Regnhlífarsamtökin, sem hafa skipulagt mótmælin hafa notað samskip...
ESB er að taka yfir stjórn Grikklands
Evrópusambandið er að taka yfir stjórn Grikklands. Auðmýking Grikkja er alger. Þetta kemur skýrt fram í ummælum Jean-Claude Juncker, formanns ráðherranefndar evruríkjanna og sagt er frá hér á Evrópuvaktinni.