Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 24. maí 2011

«
23. maí

24. maí 2011
»
25. maí
Fréttir

Papandreou sagður ganga erinda framkvæmda­stjórnar ESB í viðræðum við aðra flokka

George Papanderou, forsætis­ráðherra Grikklands, vinnur nú að því, þrátt fyrir mikinn meirihluta að baki stjórn sinni á þingi, að skapa samstöðu meðal stjórnmála­flokka landsins um aðgerðir sem krafist er af framkvæmda­stjórn ESB. Anonis Samaras, formaður Nýja lýðræðis­flokksins, stærsta stjórnar­andstöð...

Ágreiningur innan ESB um lyktir aðildarviðræðna við Króata

Ágreiningur er milli ESB-ríkja um það hvenær Króatía skuli bætast í hóp þeirra. Sum ríkjanna vilja að komið verði á fót sérstöku eftirlitskerfi til að tryggja að Króatar fullnægi þeim skilyrðum sem þeim verða sett við aðildina.

Kínverjar styðja Lagarde

Kínverjar styðja Christine Lagarde, sem næsta for­stjóra AGS. Þetta kom fram hjá fjárlaga­ráðherra Frakka, Francois Baroin og talsmanni frönsku ríkis­stjórnar­innar í útvarpsviðtali. Samkvæmt því virðist orðin almenn samstaða meðal ríkja ESB og Kína um Lagarde sem eftirmann Strauss-Khan. Hins vegar ...

Kristilegir tapa í Bremen

Kristilegir demókratar í Þýzkalandi fengu verstu útkomu í 50 ár í kosningum í Bremen, sem er hið minnsta þýzku „landanna“ um helgina. Þar hefur verið meirihluta­stjórn Jafnaðarmanna og Græningja en Kristilegir demókratar hafa verið næst stærsti flokkurinn þar. Eftir kosningarnar virðist sem þeir verði í þriðja sæti og að Græningjar séu orðnir stærri flokkur en þeir í Bremen.

Moody´s endurskoðar lánshæfismat brezkra banka

Moody´s hefur tilkynnt að lánshæfismat á þremur stærstu bönkunum í Bretlandi kunni að verða lækkað. Ástæðan, sem fyrirtækið gefur upp er sú, að brezka ríkis­stjórnin hafi gefið til kynna, að bönkunum yrði ekki bjargað með fé úr almanna­sjóðum lendi þeir í erfiðleikum. Slík lækkun á lánshæfismati mundi auka lántökukostnað bankanna. Þetta kemur fram í Guardian í dag.

Spiegel: Þjóðverjar borga-aðrir fá stöðurnar

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands er harðlega gagnrýnd í grein í Spiegel fyrir vanmátt hennar í að tryggja Þjóðverjum toppstöður í alþjóða stofnunum. Tímaritið segir að til þess sé ætlast að Þjóðverjar borgi en aðrir fái stöðurnar.

Leiðarar

Ódýr bjór brúar ekki tapið vegna ESB-aðildar í Leifsstöð

Hér á síðunni hefur verið lýst furðulegum fjármálaráðstöfunum á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar í rekstri komuverslana fríhafna ríkisins. Um áramótin ákvað Steingrímur J. að leggja áfengisgjald og tóbaksgjald á vörur í þessum komu­verslunum, standa þær þar með ekki lengur undir því að teljast „fríha...

Í pottinum

Andófsmenn gegn ESB meðal vinstri-grænna þétta raðirnar með vefsíðu

Einhverjar muna kannski eftir því að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkis­mála­nefndar alþingis, veittist harkalega að Evrópu­vaktinni á liðnum vetri og sakaði þá sem þar skrifa um öfgar og viðleitni til að koma illu af stað meðal vinstri grænna. Lesendur Evrópu­vaktarinnar vita að þessi skoðun Árna Þórs stenst ekki.

Er RÚV að verða Pravda Steingríms J.?

Nú er komið í ljós, að fréttaflutningur RÚV af flokksráðsfundi Vinstri grænna sl. föstudag og laugardagsmorgun var villandi og í sumum tilvikum rangur. Hvernig stendur á því að RÚV lætur nota sig svona? Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamanni, hlýtur að líða illa yfir misnotkun af þessu tagi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS