Papandreou sagður ganga erinda framkvæmdastjórnar ESB í viðræðum við aðra flokka
George Papanderou, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú að því, þrátt fyrir mikinn meirihluta að baki stjórn sinni á þingi, að skapa samstöðu meðal stjórnmálaflokka landsins um aðgerðir sem krafist er af framkvæmdastjórn ESB. Anonis Samaras, formaður Nýja lýðræðisflokksins, stærsta stjórnarandstöð...
Ágreiningur innan ESB um lyktir aðildarviðræðna við Króata
Ágreiningur er milli ESB-ríkja um það hvenær Króatía skuli bætast í hóp þeirra. Sum ríkjanna vilja að komið verði á fót sérstöku eftirlitskerfi til að tryggja að Króatar fullnægi þeim skilyrðum sem þeim verða sett við aðildina.
Kínverjar styðja Christine Lagarde, sem næsta forstjóra AGS. Þetta kom fram hjá fjárlagaráðherra Frakka, Francois Baroin og talsmanni frönsku ríkisstjórnarinnar í útvarpsviðtali. Samkvæmt því virðist orðin almenn samstaða meðal ríkja ESB og Kína um Lagarde sem eftirmann Strauss-Khan. Hins vegar ...
Kristilegir demókratar í Þýzkalandi fengu verstu útkomu í 50 ár í kosningum í Bremen, sem er hið minnsta þýzku „landanna“ um helgina. Þar hefur verið meirihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja en Kristilegir demókratar hafa verið næst stærsti flokkurinn þar. Eftir kosningarnar virðist sem þeir verði í þriðja sæti og að Græningjar séu orðnir stærri flokkur en þeir í Bremen.
Moody´s endurskoðar lánshæfismat brezkra banka
Moody´s hefur tilkynnt að lánshæfismat á þremur stærstu bönkunum í Bretlandi kunni að verða lækkað. Ástæðan, sem fyrirtækið gefur upp er sú, að brezka ríkisstjórnin hafi gefið til kynna, að bönkunum yrði ekki bjargað með fé úr almannasjóðum lendi þeir í erfiðleikum. Slík lækkun á lánshæfismati mundi auka lántökukostnað bankanna. Þetta kemur fram í Guardian í dag.
Spiegel: Þjóðverjar borga-aðrir fá stöðurnar
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands er harðlega gagnrýnd í grein í Spiegel fyrir vanmátt hennar í að tryggja Þjóðverjum toppstöður í alþjóða stofnunum. Tímaritið segir að til þess sé ætlast að Þjóðverjar borgi en aðrir fái stöðurnar.
Ódýr bjór brúar ekki tapið vegna ESB-aðildar í Leifsstöð
Hér á síðunni hefur verið lýst furðulegum fjármálaráðstöfunum á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar í rekstri komuverslana fríhafna ríkisins. Um áramótin ákvað Steingrímur J. að leggja áfengisgjald og tóbaksgjald á vörur í þessum komuverslunum, standa þær þar með ekki lengur undir því að teljast „fríha...
Andófsmenn gegn ESB meðal vinstri-grænna þétta raðirnar með vefsíðu
Einhverjar muna kannski eftir því að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkismálanefndar alþingis, veittist harkalega að Evrópuvaktinni á liðnum vetri og sakaði þá sem þar skrifa um öfgar og viðleitni til að koma illu af stað meðal vinstri grænna. Lesendur Evrópuvaktarinnar vita að þessi skoðun Árna Þórs stenst ekki.
Er RÚV að verða Pravda Steingríms J.?
Nú er komið í ljós, að fréttaflutningur RÚV af flokksráðsfundi Vinstri grænna sl. föstudag og laugardagsmorgun var villandi og í sumum tilvikum rangur. Hvernig stendur á því að RÚV lætur nota sig svona? Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamanni, hlýtur að líða illa yfir misnotkun af þessu tagi.