Tillaga vinstri-grænna á alþingi um úrsögn úr NATO - staðfestir klofning í ríkisstjórn
Þingmenn sem hlutu kjör á listum vinstri-grænna í kosningunum 25. apríl 2009 auk Þráins Bertelssonar sem var kjörinn á lista Borgarahreyfingarinnar fluttu 30. maí tillögu á alþingi um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu (NATO). Með tillögunni kljúfa þingmennirnir ríkisstjórnina í afstöðu til a...
Svíakonungur hafnar öllum sögusögnum um ósiðlegt athæfi
Karl Gústaf, konungur Svía, hafnar öllum ásökunum um að hafa heimsótt nektarstaði og að til séu ljósmyndir sem geti valdið honum álitshnekki.
Framkvæmdastjórn ESB heldur að sér höndum vegna fullveldis Grikklands
Framkvæmdastjórn ESB telur að verði alþjóðastofnun falið að annast sölu ríkiseigna í Grikklandi fyrir 50 milljarða evra yrði vegið að fullveldi landsins. Tillaga um slíka tilhögun hefur komið frá Hollandi og Lúxemborg.
Lagarde nýtur stuðnings G-8 ríkja
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka nýtur stuðnings allra G-8 ríkjanna til þess að verða næsti forstjóri AGS að sögn Alan Juppe, utanríkisráðherra Frakklands.
ESB vill bein afskipti af innheimtu skatta í Grikklandi
Evrópusambandið vill fá rétt til þess að hafa bein afskipti af gríska skattakerfinu til þess að tryggja betri innheimtu skatta þar í landi eigi Grikkir að fá næstu útborgun af björgunarláni ESB/AGS í júní, sem nemur 12 milljörðum evra. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Jafnt er krafizt mjög víðtækrar einkavæðingar og sölu ríkiseigna og enn frekari niðurskurðar útgjalda.
Þýska ríkisstjórnin boðar lokun allra kjarnorkuvera árið 2022
Þýska ríkisstjórnin hefur samþykkt að árið 2022 hætti öll raforkuframleiðsla í Þýskalandi í kjarnorkuverum.
Langt er síðan nokkur stuðningsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur orðið þann möguleika, að Ísland taki upp evru. Nú brá hins vegar svo við, að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setti málið á dagskrá í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingar um helgina. Getur verið að ráðherrann fylgist lítið með því, sem er að gerast í evruheimum?