Örlítið brot dóma í norskum dómstólum byggjast á EES-rétti
Á árunum 1994 til 2010 hefur EES-samningurinn aðeins haft áhrif á 252 dóma af 255.000 sem hafa fallið í norskum dómstólum á þessum árum. Þar af hefur Hæstiréttur Noregs aðeins dæmt 52 mál á grundvelli ESB-laga. 177 mál í lögmannsréttinum, norska millidómstiginu, hafa byggst á ESB-lögum og sé málum í...
Danir segja að Þjóðverjar stundi einnig landamæravörslu
Átta ESB-lönd halda úti samskonar landamæraeftirliti og Danir ætla að innleiða segir Peter Christensen, skattamálaráðherra Danmerkur. Hann segir að Þjóðverjar séu ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna áform Dana. Þýskaland sé eitt hinna átta landa þar sem landamæranna sé gætt. Ráðherrann segir þetta við þýska blaðið Der Nordschleswiger.
Svíakonungur gagnrýndur fyrir skýringar sínar vegna nektarstaða
Sænskir fjölmiðlar bregðast gagnrýnir við viðtali sem Karl Gústaf konungur veitti TT-fréttastofunni 30. maí þar sem hann neitar að hafa sótt nektarstaði eða vitneskju um meiðandi ljósmyndir af sjálfum sér. Almennt eru fjölmiðlamenn þeirrar skoðunar að viðtalið sýni að konungur skynji ekki strauma sa...
Ekki sannað að E.coligerlar í ágúrkum komi frá Spáni
Yfirvöld í Hamborg skýrðu frá því fimmtudaginn 31. maí að ekki hefði reynst að sanna að skemmdar agúrkur frá Spáni ættu sök á E.coligerla-eitrun í borginni og annars staðar í Norður-Þýskalandi. Nú hafa að minnsta kosti 16 manns látist vegna þessarar eitrunar. Rannsókn á tveimur ágúrkum leiddi í l...
Guðfríður Lilja: Viljum „nýtt hugarfar á heimsvísu“ með úrsögn úr NATO
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögu þingmanna vinstri-grænna um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu (NATO), höfðaði á alþingi að morgni þriðjudags 31. maí til gamalla skoðana framsóknarmanna um friðsamlegt framlag Íslendinga til heimsmála þegar hún svaraði fyrirspurnum ...
Tekist á um uppruna E.coligerils-eitrunar innan ESB - 16 látnir
Innan Evrópusambandsins saka menn hver annan eftir að 16 manns hafa látist í Þýskalandi af E.coligerils-eitrun við að borða skemmdar agúrkur. Hundruð manna liggja veikir vegna eitrunarinnar en deilt er um til hvers ber að rekja hana. Heilbrigðisstarfsmenn telja að fleiri eigi eftir að látast af þess...
Vandamál Grikkja: Kalt stríð á milli Þjóðverja og Seðlabanka Evrópu
Þúsundir mótmælenda voru á götum Aþenu í gær til þess að mótmæla efnahagsaðgerðum grískra stjórnvalda og er þetta sjötti dagurinn í röð, sem slík mótmæli standa þar yfir. Í fyrradag voru um 30 þúsund mótmælendur á götum úti og lítill hópur hafði sett upp tjaldbúðir á helzta torgi Aþenu.
Bretland: 300 þúsund heimili borga bara vexti
Um 300 þúsund heimili í Bretlandi hafa breytt fasteignalánum sínum á þann hátt að borga nú einungis vexti af þeim, sem að meðaltali sparar þessum heimilum um 230 pund í útgjöld á mánuði eða sem svarar um 45 þúsund íslenzkum krónum. Daily Telegraph segir frá þessu í dag en segir jafnframt að spurningar hafi vaknað um hvernig þessar fjölskyldur ætli að greiða lánin sjálf.
Framkvæmdastjórn ESB: Ekki má skerða sjálfstæði Grikklands
Framkvæmdastjórn ESB hefur snúizt gegn hugmyndum um að Evrópusambandið taki yfir stjórn á sölu ríkiseigna í Grikklandi og segir að það væri skerðing á sjálfstæði Grikkja.
Helsinki: Græningjar krefjast kjördæmaumbóta
Græningjar hótuðu að hætta þátttöku í stjórnarmyndunarviðræðum í Finnlandi sl. föstudag að sögn Helsingin Sanomat. Blaðið segir að deilurnar hafi snúizt um breytingar á kjördæmaskipan og kosningakerfi. Þar er um að ræða breytingar, sem mundu auðvelda minni flokkum að fá fulltrúa á finnska þingið.
Vinstri-grænir vilja úr NATO - þráðurinn til Brynjólfs
Ísland hefur verið í Atlantshafsbandalaginu (NATO) frá stofnun þess 1949. Kommúnistar voru þá andvígir aðildinni. Andstaðan hefur síðan verið rauður þráður í utanríkisstefnu arftaka þeirra á íslenskum stjórmálavettvangi. Á tíma kalda stríðsins átti Alþýðubandalagið, síðasti forveri vinstri-grænna, ...
Herferðin gegn Jóhönnu innan Samfylkingar-stendur sig illa-ræðan frá 1947!
Það er alveg ljóst að til er orðin skipulögð andstaða við Jóhönnu Sigurðardóttur innan Samfylkingarinnar.