Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Þriðjudagurinn 14. júní 2011

«
13. júní

14. júní 2011
»
15. júní
Fréttir

Ótti við aukið smygl á fólki og fíknefnum komi Rúmenía og Búlgaría í Schengen

Með því að stækka Schengen-svæðið með aðild Búlgara og Rúmena mun ferðum ólöglegra innflytjenda um Tyrkland og Svarta haf fjölga sagði Jean-Dominique Nollet, sér­fræðingur Europol, evrópsku lög­reglunnar, þriðjudaginn 14. júní. Hann sagði að „heimurinn mundi ekki breytast“ við aðild Rúmena og Búlgara...

Obama óttast nýja fjármálakreppu fái hann ekki að taka meiri lán

Bandaríkjaþing verður að auka heimild ríkisins til skuldsetningar annars getur orðið ný fjármálakreppa segir Barack Obama Bandaríkja­forseti.

Metandstaða við ESB-aðild í Noregi - 77% yngri en 30 ára segja nei

Meðal Norðmanna sem eru yngri en 30 ára eru 77% andvígir aðild Noregs að Evrópu­sambandinu, aðeins 15% styðja ESB-aðild.

AGS: Fischer of gamall

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hefur vísað frá umsókn Stanley Fischer, banka­stjóra Seðlabanka Ísraels um for­stjórastöðu sjóðsins á þeirri forsendu, að hann sé orðinn of gamall. Fischer er 67 ára að aldri og hafði lýst þeirri skoðun, að 65 ára aldursmarkið, sem sjóðurinn setti fyrir nokkrum árum væri ekki raunhæft í dag.

Trichet: ekki meiri munur milli evruríkja en fylkja í Bandaríkjunum

Jean-Claude Trichet, aðalbanka­stjóri Seðlabanka Evrópu sagði í erindi á vegum London School of Economics í gær, að munurinn á efnahagslegum styrkleika á milli einstakra evruríkja væri ekki meiri en á milli einstakra fylkja í Bandaríkjunum og taldi að þeir, sem gagnrýndu evruna á þeirri forsendu, að svo mikill munur væri á innbyrðis stöðu aðildarríkja hennar væru á villigötum.

Fjármála­ráðherrar ESB funda um Grikkland í dag

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til sérstaks aukafundar í dag til þess að reyna að ná samkomulagi um nýjar aðgerðir i þágu Grikklands fyrir leiðtogafund ríkjanna síðar í þessum mánuði. Aðal markmið fundarins er að leysa úr ágreiningi á milli ríkjanna um aðkomu einkafjárfesta að lausn á vanda Grikkja.

Stjórnlagadómstóll Þýzkalands fjallar um björgunaraðgerðir ESB í byrjun júlí

Stjórnlagadómstóll Þýzkalands mun taka fyrir hinn 5. júlí n.k. mál, sem Peter Gauweiler, þingmaður fyrir CSU, systur­flokk Kristilegra demókrata og hópur sér­fræðinga undir forystu Karls Albrecht Schachtschneider, prófessors í stjórnskipunarrétti í Nuremberg hafa beint til dómstólsins og snýst um ...

Leiðarar

Rógurinn um EES-samninginn – blekkingar ESB-aðildarsinna

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Jean Monnet-prófessor, settist á alþingi sem varamaður Marðar Árnasonar samfylkingar­manns í nokkra daga undir þinglok.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS