Mánudagurinn 8. mars 2021

Mánudagurinn 4. júlí 2011

«
3. júlí

4. júlí 2011
»
5. júlí
Fréttir

Össur segir mun á undanþágum og sérlausnum gagnvart sjávar­útvegs­stefnu ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra segir við mbl.is mánudaginn 4. júlí að það sé á „fullkomnum misskilningi byggt,“ telji einhver að í ummælum sem hann lét falla í viðtali við fréttastofu Euronews felist nýnæmi. Fréttasjónvarpsstöðin Euronews sagði frá því mánudaginn 27. júní að „eiginlegar s...

Þýski stjórnlagadómstóllinn fjallar um neyðarlánið til Grikkja

Stjórnlagadómstóll Þýskalands, æðsti dómstóll landsins, í Karlsruhe tekur þriðjudaginn 5. júlí til við að fjalla um kvörtun á hendur þýsku ríkis­stjórnin í þá veru að þátttaka hennar í neyðarláni til Grikkja á árinu 2010 hafi verið ólögmæt Meðferð málsins mun taka nokkrar vikur en dómarar kunna að k...

Kæra um nauðgun á hendur DSK boðuð í Frakklandi

Tristane Banon, blaðamaður og rithöfundur, mun „leggja fram kæru á hendur Dominique Strauss-Kahn (DSK) vegna þess að hann reyndi að nauðga henni,“ segir David Koubbi, lög­fræðingur Banon samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu franska vikuritsins L‘Express.

Talsmaður franskra sósíalista: forsetaframboð DSK ólíklegt

Ólíklegt er talið að Dominique Strauss-Kahn (DSK) bjóði sig fram í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári þótt kannanir sýni að hann njóti enn nokkurra vinsælda meðal almennings.

Hallar undan fæti hjá Ítölum

Óveðursskýin hrannast upp í efnahagsmálum Ítalíu að sögn Wall Street Journal um helgina. Atvinnuleysi jókst í maí. Nú eru meira en tvær milljónir manna atvinnulausar eða 8,1% og framleiðsla drógst saman. Útgjöld á fjárlögum verða skorin niður um 47 milljarða evra fram til ársins 2014, sem dregur úr möguleikum á hagvexti.

Grikkir bregðast illa við ummælum Junckers

Í Grikklandi bregðast menn illa við ummælum Jean-Claude Junckers, forsætis­ráðherra Lúxemborgar um takmörkun á sjálfstæði Grikklands sem sagt er frá í annarri frétt hér á Evrópu­vaktinni í dag.

S&P veldur nýjum vandamálum vegna Grikkja

Standard&Poor´s, lánshæfismats­fyrirtækið hefur sett strik í reikninginn í undirbúningi að nýjum björgunarpakka fyrir Grikkland með yfirlýsingu um að framlengi þýzkir og franskir bankar lán Grikkja verði litið á það sem vanskil af hálfu Grikkja. Sú aðgerð bankanna hefur verið skilyrt með því, að hún leiði ekki til slíkra viðbragða lánshæfismatsfyrirtækja.

Juncker: „Sjálfstæði Grikklands tak­markað með afgerandi hætti“

„Sjálfstæði Grikklands verður tak­markað með afgerandi hætti (massively limited)“, segir Jean-Claude Juncker, forsætis­ráðherra Lúxemborgar, í viðtali við þýzka tímaritið Focus, sem birt var í gær, sunnudag.

Leiðarar

Yfirlýsing Össurar og Græna bók ESB

Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ráðherra í samtali við Euronews þess efnis að Ísland þurfi engar sérstakar undanþágur vegna veiða annarra þjóða í íslenzkri fiskveiðilögsögu, hafa að vonum vakið mikið uppnám, eins og sjá má í Morgunblaðinu í dag.

Í pottinum

Össur á leið í forsætis­ráðuneytið?

Eftir því, sem Samfylkingar­menn styrkjast meira í þeirri trú, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, taki við formennsku flokkins á ný, aukast áhyggjur þeirra í innri kjarna flokksins, sem tóku þátt í að fella hann sem formann á sínum tíma, þegar svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísla­dóttir, bauð sig fram til formanns gegn honum og hafði sigur.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS