Föstudagurinn 27. apríl 2018

Mánudagurinn 11. júlí 2011

«
10. júlí

11. júlí 2011
»
12. júlí
Fréttir

Víglundur Þorsteinsson segir „glópsku“ að reyna nú aðildarsamning við ESB

Víglundur Þorsteinsson sem um árabil gegndi forystuhlutverki meðal íslenskra iðnrekenda og var málsvari Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis­flokksins, þegar hann laut í lægra haldi fyrir Davíð Oddssyni í formannskjöri á landsfundi sjálfstæðis­manna árið 1991 segir í opnu bréfi til rit­stjóra Evró...

Evru-kreppan dýpkar hratt - rætt um „ofsahræðslu“ á evrópskum mörkuðum

Fjárfestar eru lagðir á flótta frá ríkisskulda­bréfum Ítalíu og Spána.

Jóhanna vekur máls á ESB-efasemdum Íslendinga á blaðamannafundi með Merkel

Á blaðamannafundi í Berlín að loknum um 60 mínútna löngum fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, lýsti Jóhanna Sigurða­dóttir forsætis­ráðherra yfir því að á Íslandi ríkti ekki einhugur um aðild að Evrópu­sambandinu.

Spiegel: Evrópskt mats­fyrirtæki?

Sterk hreyfing er nú fyrir því að sett verði upp evrópskt mats­fyrirtæki að sögn Der Spiegel til þess að brjóta á bak aftur einokun þeirra þriggja bandarísku matsfyrirtækja, sem ráða þeim markaði. Þýzkt ráðgjafa­fyrirtæki hefur lýst áhuga á að setja upp mats­fyrirtæki. Þýzkur ráðgjafi, Markus Krall að nafni, hefur náð saman 300 milljónum evra í þessu skyni.

Greiðslufall Grikklands viðurkennt að hluta?

Forsvarsmenn Evrópu­sambandsins eru að hverfa frá hugmyndum Frakka um mikla lánalengingu fyrir Grikkland vegna yfirlýsinga matsfyrirtækja um að þau muni líta á þá aðgerð sem greiðslufall. Þess í stað skoða þeir á ný upphaflegar hugmyndir Þjóðverja um skipti á skulda­bréfum.

Efnahagsvandi Ítala á dagskrá skyndifundar ESB í dag

Nú, snemma á mánudagsmorgni, er að hefjast í Brussel skyndifundur háttsettra embættismanna í Brussel, sem Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB kallaði saman á laugardag eftir mikið verðfall hluta­bréfa á Ítalíu á föstudag. ESB hefur miklar áhyggjur af að Ítalía verði næsta evruríkið, sem riði til falls og þurfi á aðstoð að halda.

Leiðarar

Talar Jóhanna við Angelu Merkel um þetta í dag?

Nánast í hverri viku berast fréttir af nýjum vandamálum innan evru­svæðisins. Fyrir og um þessa helgi gerðist tvennt: annars vegar fór athygli fjármála­markaða að beinast að Ítalíu og vandamálum þess evruríkis. Hins vegar datt botninn úr hinum frönsku hugmyndum um aðkomu lánardrottna í einkageiranum að björgunaraðgerðum númer II við Grikki. Mikið verðfall varð á hluta­bréfum á Ítalíu sl.

Pistlar

Utanríkis­stefna Íslendinga í víðara samhengi

Sælir Evrópu­vakt­stjórar: Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé orðið meir en tímabært að víkka umræðuna um Evrópu­málin út og fjalla um utanríkis­mála­stefnu okkar íslendinga á 21. öld í víðara samhengi. Nokkrir tilburðir hafa verið til þessa hjá ykkur með umræðum um norðurslóð...

Í pottinum

Guðmundur Andri og hið „óþrjótandi fjármagn“ aðildarsinna

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, sem stundum skrifar skynsamlega í Fréttablaðið á mánudögum, hefur greinilega ekki kynnt sér nógu vel þá baráttu, sem yfir stendur um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu, ef marka má grein hans í blaðinu í dag.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS