Moody's fellir Írland í ruslflokk
Matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði þriðjudaginn 12. júlí lánshæfismat á Írlandi og fellt það í ruslflokk. Moody‘s segir ákvörðun sína byggjast á „vaxandi líkum“ á að Írar þurfi á nýju neyðarláni að halda áður en þeir geti að nýju fjármagnað sig á almennum markaði. Núverandi stuðningsáætlun ESB og Alþj...
Eva Joly vann prófkjör græningja - forsetaframbjóðandi í Frakklandi
Eva Joly (f 1943) vann prófkjör hjá græningjum í Frakklandi og verður forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum 2012. Nicolas Hulot, keppninautur hennar í annarri umferð pófkjörsins, viðurkenndi ósigur sinn þriðjudaginn 12. júlí. Þar sem enginn frambjóðenda í prófkjörinu fékk meira en 50% atkvæða ...
Gífurleg reiði í Bretlandi vegna hakkaðra upplýsinga um veikindi og lát fyrsta barns Brown-hjónanna
Fjölmiðlahneykslið í Bretlandi verður stöðugt skuggalegra. New York Times og Daily Telegrap segja, að símar háttsettra lögreglumanna Scotland Yard, sem voru að rannsaka hlerunarmálin hafi líka verið hleraðir. Þingmenn hafa krafizt afsagnar þess lögreglumanns, sem tóku ákvörðun um það 2009 að halda ekki áfram frekari rannsókn málsins en hann hefur beðizt afsökunar á þeirri ákvörðun.
Auðvelt að nálgast heróín og kókaín í Danmörku
Könnun, sem gerð hefur verið á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sýnir að auðveldast er fyrir ungt fólk að nálgast heróín og kókaín í Danmörku, á Spáni og á Ítalíu, að sögn euobserver, en kannabísefni eru aðgengilegust í Tékklandi. Írland, Portúgal og Bretland voru ofarlega á blaði.
Papandreou: Kerfisvandi evrunnar-ekki bara heimatilbúinn vandi Grikkja
Vandamál Ítala hafa orðið til þess að styðja þann málflutning Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, að vandi Grikkja sé ekki eingöngu heimatilbúinn heldur að hluta til brotalöm í sjálfu evrukerfinu. Þetta kemur fram á gríska vefmiðlinum ekathimerini í dag, sem segir þessa framvindu mála styrkja stöðu forsætisráðherrans.
Áframhaldandi fall hlutabréfa í Evrópu í morgun
Hlutabréf héldu áfram að falla í verði í Evrópu og víðar í morgun í kjölfar vaxandi óróa á fjármálamörkuðum vegna Ítalíu.
Markmiðslaus Jóhanna ræðir samningsmarkmið við Merkel
Jóhanna Sigurðardóttir hitti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á fundi í Berlín 11. júlí. Eitt helsta markmið Jóhönnu var að kynna Merkel samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðunum við ESB ef marka má fréttir RÚV um fundinn. Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við að forsætisráðherra Íslands kynni...
Hvað um baneitrað bandalag Samfylkingar og „rammpólitískra viðskiptablokka“?
David Cameron, forsætisráðherra Breta, viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum vegna fjölmiðlahneykslisins í Bretlandi, að „við vorum allir í þessu“, eins og forsætisráðherrann komst að orði og vísaði þá til náinna samskipta leiðtoga bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins við Rupert Murdoch.