Verðlag í Evrópu hæst í Noregi, innan ESB í Danmörku - Ísland í lægra flokki
Miðað við heildarútgjöld er verðlag í Evrópu hæst í Sviss, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Lúxemborg og Svíþjóð, verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Á Íslandi reyndist verðlag 11% hærra en meðaltalið sem er svipað og í Frakklandi og Belgíu. Lægst er verðlagið í Makedóníu, Albaníu og Búlgaríu það er 44-51% undir meðaltalinu.
Meirihluti Breta vill úrsögn lands síns úr ESB
Skoðanakönnun á vegum YouGov@Cambridge sem birt er í breska blaðinu Mail 13. júlí sýnir að 50% kjósenda í Bretlandi mundu styðja úrsögn Bretlands úr ESB en 33% styðja aðildina áfram. Afstaðan ræðst mjög af efnahagskreppunni á evru-svæðinu. 34% segja að þeir séu hlynntari úrsögn ESB en áður vegna sk...
Framseljanlegir kvótar og bann við brottkasti kjarni nýrrar ESB-sjávarútvegsstefnu
Framkvæmdastjórn ESB kynnti miðvikudaginn 13. júlí tillögur sínar að nýrri sjávarútvegsstefnu ESB sem ætlunin er að taki gildi árið 2013. Samkvæmt henni fá útgerðir framseljanlegan kvóta til að minnsta kosti 15 ára. Brottkast verður bannað. Umhverfisverndarsinnar segja að verið sé að einkavæða höfin...
Ítalía: Niðurskurðar krafizt hjá pólitískri yfirstétt
Ítalskir þingmenn eru líklega hæstlaunuðu þingmenn á Vesturlöndum að því er fram kemur í Wall Street Journal í dag.
Ítalía: Ávöxtunarkrafan að verða óviðráðanleg
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvatt Ítalíu til þess að koma í framkvæmd afgerandi niðurskurði útgjalda til þess að draga úr skuldsetningu. Jafnframt hefur sjóðurinn lýst þeirri skoðun, að ítölsk stjórnvöld kunni að vera of bjartsýn í spám um hagvöxt.
Bretland: Allir flokkar sameinast gegn Murdoch
Sá óvenjulegi atburður gerist í brezka þinginu í dag að þingmenn allra flokka sameinast um ályktunartillögu, sem Verkamannaflokkurinn hefur lagt fram, þar sem Rupert Murdoch er hvattur til þess að falla frá áformum sínum um að eignast það 61%, sem hann á ekki í Sky-sjónvarpsstöðinni.
ESB: Nýjar tillögur í sjávarútvegsmálum kynntar í dag
Nýjar tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fiskveiðimál verða væntanlega kynntar í dag að sögn BBC í morgun. Gert er ráð fyrir að tillögurnar komi til framkvæmda á árinu 2013 og tryggi fiskiskipum kvóta í 15 ár. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB segir að ESB hafi mistekizt að ná markmiðum sínum um sjálfbærar fiskveiðar.
Almenningur og yfirstéttin-þjóðfélagsátök 21. aldar
Þau miklu átök, sem staðið hafa innan evrusvæðisins á undanförnum mánuðum og misserum hafa skýrt þær nýju víglínur, sem eru að verða til í þjóðfélagsátökum samtímans. Í hnotskurn hafa þær snúizt um það, hvort skattgreiðendur, almenningur, eigi að borga töp, sem fjármálafyrirtæki verða fyrir eða fyrirtækin sjálf og eigendur þeirra.
Þetta er ekki bara ljótt-heldur fyrirlitlegt
Nýjasti leikur aðildarsinna að Evrópusambandinu með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi er að halda því fram, að undanþágur frá rétti annarra ESB-ríkja til veiða í íslenzkri fiskveiðilögsögu skipti engu máli. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi, að skip frá öðrum ríkjum veiði ekki í íslenkri fiskveiðilögsögu.