Framkvæmdastjórn ESB saumar að dönskum stjórnvöldum vegna eftirlits við landamæri
Framkvæmdastjórn ESB lýsti yfir því mánudaginn 18. júlí að Dönum hefði ekki tekist að færa haldbær rök fyrir ákvörðun sinni um að auka eftirlit á landamærum sínum gagnvart Þýskalandi og Svíþjóð. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar sagði að sérfræðingar hennar hefðu hitt fulltrúa danskra stjórnval...
Euobserver segir í dag að yfir helgina hafi óvissa aukizt um hvað gerast muni á fundi leiðtoga ESB-ríkja síðar í vikunni um Grikkland.
Cameron undir auknum þrýstingi-styttir Afríkuferð vegna hlerunarmáls
BBC segir að David Cameron hafi ákveðið að stytta fimm daga ferð um Afriku niður í tvo daga vegna hlerunarmálsins í Bretlandi. Þegar Sir Paul Stephenson sagði af sér embætti lögreglustjóra í gær sendi hann Cameron tóninn í leiðinni og taldi að ráðning Andy Coulson, sem blaðafulltrúa Camerons hefði valdið sér erfiðleikum.
Nick Clegg: Heimurinn á barmi nýrrar fjármálakreppu
Nick Cegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, sagði í viðtali við BBC um helgina að heimurinn stæði á barmi nýrrar alþjóðlegrar fjármálakreppu. Leiðtogar ESB-ríkja koma saman til fundar síðar í vikunni til þess að reyna að ná samkomulagi um nýjar björgunaraðgerðir fyrir Grikkland.
Fylgjast þingmenn ekki með því sem gerist í öðrum löndum?
Það má ekki mikið út af bera til þess, að evruríkin missi stjórn á atburðarásinni í aðildarríkjum evrunnar.
Ætlar forseti ASÍ að ákveða hvað annað fólk borðar?!
Kemur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands við hvað annað fólk borðar? Ætlar hann að taka að sér að hafa yfirumsjón með því, hvort Íslendingar borði lambakjöt eða ekki? Það mætti ætla miðað við yfirlýsingar hans um að þjóðin eigi að sniðganga lambakjöt vegna verðhækkana. Almenningur þarf engar leiðbeiningar í þessum efnum. Fólk bregzt við verðhækkunum með mismunandi hætti.