Er draugur í Herning Museum? spyr safnstjórinn
Er draugur í Herning Museum? Um þetta spyr Charlotte Lindhardt, safnstjóri Herning Museum, í fréttatilkynningu. Svarið er óljóst en hún viðurkennir að hún hafi aldrei sent frá sér undarlegri fréttatilkynningu. Málið snýst um draugagang og af fréttatilkynningunni má ráða að tveimur körlum hafi í síðustu viku verið kastað út úr húsi Ane Marie Laursen.
Fyrsta lýsing lögreglumanns á handtöku Breiviks á Úteyju
Þegar sérsveitarmenn lögreglunnar gengu í áttina að Anders Behring Breivik til að handtaka hann á Úteyju síðdegis föstudaginn 22. júlí lyfti hann höndum til himins. Vopn hans voru 15 metra fyrir aftan hann. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Håvard Gåsbakk, lögreglumaður í Nordre Buskerud, efndi t...
Jens Stoltenberg: „22. júlí nefnd“ mun rannsaka alla þætti ódæðisverkanna
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir að skipuð verði „22. júlí nefnd“ til að rannsaka sprengjutilræðið föstudaginn 22. júlí og fjöldamorðin. Hann segir að allir stjórnmálaflokkar hafi samþykkt skipun nefndarinnar sem muni grandskoða alla þætti málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi S...
AGS: Frakkar verða að skera meira niður
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að Frakkar verði að skera meira niður til þess að ná markmiðum sínum um að fjárlagahallinn verði kominn í 3% af vergri landsframleiðslu á árinu 2013. Ástæðan er sú, að sjóðurinn telur að hagvöxtur í Frakklandi verði minni en stjórnvöld hafi gert ráð fyrir og skattte...
Ávöxtunarkrafan á spænsk og ítölsk skuldabréf nálgast hámark-hlutabréf í Evrópu lækka
Ávöxtunarkrafan á spænsk og ítölsk skuldabréf hélt áfram að hækka í dag og er nú að nálgast það hámark, sem krafan var komin í fyrir leiðtogafund evruríkjanna í síðustu viku.
ESB tekur að nýju upp þráðinn í umræðum um neteftirlit
Innan framkvæmdastjórnar ESB í Brussel búa menn sig undir að taka upp þráðinn að nýju í umræðum um eftirlit með færslum á netið í því skyni að draga úr líkum á ódæðisverkum illvirkja á borð við Anders Behring Breivik sem handtekinn hefur verið í Noregi vegna sprengjutilræðis og fjöldamorða.
Yfirmaður PST í Noregi: Breivik er algjört illmenni en ekki geðveikur
Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, Politiets Sikkerhetstjeneste (PST), ber ábyrgð á leyniþjónustu norsku lögreglunnar.
IHT: Áhrif leiðtogafundarins að fjara út á fjármálamörkuðum
International Herald Tribune (alþjóðaútgáfa New York Times) segir að áhrif ákvarðana leiðtogafundar evruríkjanna i síðustu viku, sem i fyrstu var vel tekið af mörkuðum séu að fjara út.
Tveir aðalbankastjórar við Deutsche Bank
Deutsche Bank verður undir stjórn tveggja jafnsettra aðalbankastjóra frá maí 2012 að sögn þýzka tímaritsins Der Spiegel. Þeir eru Anshu Jain, Indverji, sem talar litla þýzku og hefur engin pólitísk sambönd að sögn tímaritsins en leiðir nú fjárfestingarbankastarfsemi bankans. Hinn er Jurgen Fitschen, sem hefur verið yfirmaður Þýzkalandsdeildar bankans.
Bandaríkin: Peningamarkaðssjóðir safna lausafé
Peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum eru byrjaðir að safna lausafé vegna deilunnar í Washington um skuldaþak Bandaríkjanna. Þessi lausafjársöfnun er að sögn Financial Times bein afleiðing af deilunni og líkleg til að hækka það verð, sem bankar þurfa að borga fyrir peninga.
Átök í Íhaldsflokknum um efnahagsstefnuna
Lélegur og nánast enginn hagvöxtur í Bretlandi er að draga fram í dagsljósið átök innan Íhaldsflokksins. Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt til þess að skattar verði lækkaðir til þess að örva efnahagslífið.
Barátta almennings við yfirstéttir
Það verða alltaf til yfirstéttir í öllum samfélögum. Um skeið urðu þær til í gegnum erfðir og voru kallaðar aðalsmenn eða aðall. Fyrir rúmum 200 árum gerði almenningur eftirminnilega uppreisn gegn þeim í Frakklandi. Nú á okkar tímum verða þær annað hvort til vegna pólitískrar valdaaðstöðu eða yfirráða yfir peningum. Stundum tengist þetta tvennt.