Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Föstudagurinn 5. ágúst 2011

«
4. ágúst

5. ágúst 2011
»
6. ágúst
Fréttir

Olli Rehn hraðar sér til Brussel vegna vanda evrunnar

Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB, gerði hlé á sumarleyfi sínu í Finnlandi og hraðaði sér til Brussel þar sem hann efndi til blaðamannafundar föstudaginn 5. ágúst til upplýsa menn um að innan ESB ynnu menn „nótt og dag“ til að búa í haginn fyrir neyðaraðstoð í þágu evrunnar. Af fréttum má ráða skul...

Árni Páll: Evran mun veita okkur óendanlega meiri stöðugleika.

Florence Beaugé, blaðamaður franska blaðsins Le Monde, hitti Árna Pál Árnason, efnahags- og viðksipta­ráðherra, í Reykjavík á dögunum.

Berlingske: Fall markaða þýðir aukið atvinnuleysi og lækkandi fasteignaverð í Danmörku

Fall hlutabréfa­markaða þýðir á endanum aukið atvinnuleysi og lækkandi fasteignaverð í Danmörku, segir danskur sér­fræðingur í samtali við Berlingske Tidende í morgun. Hann bendir á að grunn vandinn sé skuldsetning, sem hafi verið færð frá bönkum yfir á ríkin. Þannig hafi ríkin bjargað bönkunum. Nú séu ríkin í vandræðum og þá spyr sér­fræðingurinn hver eigi að bjarga ríkjunum.

Um 2000 Skotar missa vinnuna

Um 2000 Skotar eiga á hættu að missa vinnuna eftir að tvö fyrirtæki, Choices Care og verzlunarkeðjan TJ Hughes lentu í erfiðleikum. Frá þessu er sagt í skozka dagblaðinu The Scotsman í dag. Fyrr­nefnda fyrirtækið er umönnunar­fyrirtæki, sem sér um þjónustu við um 800 aldraða á heimilum þeirra og hefur í sinni þjónustu 1400 starfsmenn.

Hluta­bréf í Aþenu féllu um 4,28% í morgun

Hlutabréfa­markaðurinn í Aþenu féll i morgun um 4,28% við opnun markaðar að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Þessi markaður er lítill og á honum er einungis nokkrir tugir félaga skráð. Vefmiðillinn segir, að staðan í kauphöllinni í Aþenu endurspegli þróunina á öðrum mörkuðum i Evrópu.

Minnkandi framleiðsla á Ítalíu

Framleiðsla á Ítalíu minnkaði í júní um 0,6% frá því í maí en spáð hafði verið 0,1% samdrætti á milli mánaða. Eftir sem áður var framleiðslan 0,2% meiri en í júní 2010 en spáð hafði verið að hún yrði 1,7% meiri. Nýjar tölur um verga landsframleiðslu Ítala á öðrum ársfjórðungi verða birtar í dag að sögn Wall Street Journal.

Hutabréfa­markaðir um allan heim féllu í gær, nótt og í morgun

Hlutabréfa­markaðir héldu áfram að falla í Evrópu við opnun markaða í morgun eftir fall um allan heim í gær og í nótt.

Leiðarar

Íslandi er hætta búin í fjármálaofviðri sem er skollið á

Þar til í gær freistuðust margir til að líta á vanda evruríkjanna, sem staðbundin vanda einstakra jaðarríkja evrusvæðanna og tímabundinn vanda. Í fyrradag skrifaði Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins hins vegar bréf til leiðtoga alllra ESB-ríkja, sem svo var birt í Brussel í gær. Í þvi bréfi tók Barroso af skarið og sagði að vandinn væri ekki lengur bundinn við jaðarríkin.

Í pottinum

Le Monde: Árni Páll játar evrunni aðdáun sína

Í franska blaðinu Le Monde dagsettu 4. ágúst birtist viðtal við Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskipta­ráðherra Íslands. Þar er meðal annars að finna þessar setningar um gildi ESB-aðildar fyrir Ísland: „Við mundum umfram allt annað hafa hag af sterkari mynt. Evran mundi veita okkur óendanlega meir...

Springur ríkis­stjórnin í Norðfjarðargöngum?!

Er að slitna upp úr stjórnar­samstarfinu í Norðfjarðargöngum?! Sjálfsagt finnst flestum að það sé fjarlægur möguleiki að orðaskakið á milli Kristjáns L. Möller, fyrrverandi samgöngu­ráðherra Samfylkingar og Ögmundar Jónassonar, núverandi samgöngu­ráðherra VG geti leitt til stjórnar­slita. En þetta...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS