Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 10. ágúst 2011

«
9. ágúst

10. ágúst 2011
»
11. ágúst
Fréttir

NyTimes: Vaxandi kröfur í Þýzkalandi um að Grikkir yfirgefi evruna

New York Times segir að þeim áhrifamönnum fjölgi í Þýzkalandi, sem hvetji til þess að Grikkland yfirgefi evru­svæðið, alla vega tímabundið. Það sé í þágu Grikkja sjálfra að þeir geri það og líka í þágu annarra meginlandsþjóða. Blaðið segir að sama sjónarmið komi fram gagnvart öðrum evruríkjum, jafnvel Portúgal og Ítalíu.

Apple bannar Samsung að selja nýja spjaldtölvu - stæling á iPad

Dómstóll í Düsseldorf í Þýskalandi hefur bannað Samsung að selja og markaðssetja spjaldtölvu sína í aðildarríkjum Evrópu­sambandsins. Apple fór fram á lögbann fyrir dómstólnum í baráttu sinni til að halda meginkeppinauti sínum í skefjum. Apple telur að Samsung hermi eftir iPad og misnoti hönnun sem njóti verndar sem eign Apple.

Wall Street féll við opnun-hrun í hluta­bréfum franskra bank-evrópskir markaðir féllu síðdegis

Wall Street féll við opnun í morgun af ótta við að alvarleg vandamál væru að skella á franska bankageirann en franskir bankar hafa lánað mikið m.a. til Grikklands. Einhver orðrómur er á kreiki í París um stöðu Societe General sem talskona bankans hefur neitað en hluta­bréf í bankanum féllu um 21% í ...

Danmörk: Leynileg 100 manna samtök gegn innflytjendum

Upplýst er í dönskum fjölmiðlum að leynileg samtök um 100 manna hafi að markmiði að „hreinsa“ Danmörku af innflytjendum. Samtökin hafi unnið að því í 20 ár að innflytjendur kæmu ekki til Danmerkur.

Noregur: Lög­regla gagnrýnd fyrir að nota ekki þyrlu til að ráðast gegn Breivik

Umræður í Noregi um ódæðisverkið á Úteyju 22. júlí beinast nú af meiri þunga en áður að viðbrögðum lög­reglunnar. Hún situr meðal annars undir gagnrýni fyrir að nýta sér ekki þyrlu til að bregðast við neyðarköllum frá eyjunni. Þyrla lög­reglunnar birtist á Úteyju tveimur klukkustundum eftir að ódæðis...

Grikkir telja sig geta notið góðs af evrukreppunni

Grikkir gera sér vonir um að þeir njóti góðs af evrukreppunni á þann veg, að neyðar­sjóður ESB verði stækkaður á næstu vikum og að hafin verði útgáfa evruskulda­bréfa, sem öll aðildarríkin beri ábyrgð á. Þetta kemur fram á ekathimerini, gríska vefmiðlinum í morgun, sem kveðst hafa heimildir innan grísku stjórnar­innar fyrir þessu sjónarmiði.

Edinborg: Tvö af hverjum þremur húsum seljast fyrir lægra verð en matsverð

Um tveir þriðju húsa í Edinborg, sem seld hafa verið á síðustu tveimur árum hafa ekki náð að seljast fyrir opinbert matsverð að því er fram kemur i skozka dagblaðinu The Scotsman í dag.

Fjárhagsstaða Þýzkalands og Frakklands að veikjast

Fjárhagsstaða Þýzkalands og Frakklands er að veikjast vegna þátttöku þeirra i björgunaraðgerðum innan evru­svæðisins að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Þannig hafa skuldatryggingar vegna þýzkra skulda­bréfa tvöfaldast í verði á einum mánuði og eru komnar í 85 punkta og þar með eru þær orðnar dýrari en vegna brezkra skulda­bréf. Þá er lántökukostnaður Svía nú lægri en Þjóðverja.

Markaðir hækkuðu í London og Frankfurt við opnun í morgun

Markaðir hækkuðu í Evrópu í morgun í kjölfar hækkunar í Asíu í nótt og á Wall Street í gær. Meginástæðan var yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna um að bankinn mundi halda óbreyttum stýrivöxtum út næsta ár.

Leiðarar

Undirliggjandi efnahagsvandi beggja vegna Atlantshafs óbreyttur

Yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna í gær þess efnis, að bankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum út næsta ár og ákvörðun Seðlabanka Evrópu í fyrradag um að kaupa ítölsk og spænsk ríkisskulda­bréf hafa róað fjármála­markaði um sinn. Hins vegar er ljóst að þessar aðgerðir seðlabankanna tveggja breyta engu um undirliggjandi vanda evruríkjanna og Bandaríkjanna, sem er of mikil skuldsetning.

Í pottinum

Betri þjónusta eða okursjoppur?

Sl. laugardag er talið að allt að 300 þúsund manns hafi gengið um götur Ísrael til þess að mótmæla versnandi lífskjörum þar í landi, háu verðlagi og samþjöppun í viðskiptalífi, þar sem í mesta lagi 10 viðskiptasamsteypur ráða nánast öllu viðskiptalífi landsins þar á meðal helztu fjölmiðlum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS