Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Sunnudagurinn 14. ágúst 2011

«
13. ágúst

14. ágúst 2011
»
15. ágúst
Fréttir

Schäuble: Stefnum að pólitískum samruna í ESB skref fyrir skref

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, segir að aðeins verði unnt að leysa vaxandi skuldavanda evru-svæðisins „skref eftir skref“ og hann hvetur til aukinnar evróskrar samvinnu til að vinna að endurbótum í samtali við þýska vikuritið Der Spiegel laugardaginn 13, ágúst.

Bjarni Benediktsson: Hætta ber aðildarviðræðum við ESB - harkaleg viðbrögð ESB-aðildarsinna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, lýsti afdráttarlausri andstöðu við aðild Íslands að Evrópu­sambandinu í útvarpsviðtali á Bylgjunni 14. ágúst. Hann taldi einnig rangt að eiga aðildar­viðræður við ESB eins og málum væri háttað, þeim ætti að hætta. Vegna ummæla sinna hefur formaðurinn...

Danskur sér­fræðingur: Bandaríkin verða gjaldþrota

„Ég er sannfærður um að Bandaríkin verða gjaldþrota,“ segir Jørgen Ørstrøm Møller, fyrrverandi embættismaður í danska utanríkis­ráðuneytinu og sendiherra í mörgum löndum. Hann segir að það hafi verið hrikaleg mistök að hækka skuldaþak bandaríska ríkis­sjóðsins á dögunum.

Ný fistölva kemur á markað í haust - sameinar spjaldtölvu og snjallsíma

Boðað er að ný gerð af einkatölvu (PC) verði kynnt til sögunnar á rafeindasýningunni í Berlín í byrjun september. Þetta verði létt og hraðvirk tölva sem geti keppt við spjaldtölvur.

Rússar íhuga að hafa fallhlífarhermenn við norsku landamærin

Rússneskir fallhlífarhermenn kunna að verða í herfylki sem þjálfuð verður til aðgerða á norðurslóðum. Fallhlífarhermennirnir verða hluti af Spetnaz herfylki sem og mun hafa bækistöð í Pechenga (Petsamó) við landamæri Noregs.

Finnland: Lipponen vill verða forseti

Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætis­ráðherra Finnlands og núverandi forseti finnska þjóðþingsins, tilkynnti framboð sitt til forseta Finnlands sl. fimmtudag. Lipponen er jafnaðarmaður og var forsætis­ráðherra Finnlands í átta ár. Þegar Lipponen tilkynnti framboð sitt sagði hann að alþjóðlegur samdráttur í efnahagsmálum mundi valda miklu atvinnuleysi í Finnlandi.

Grikkland: Færri skilnaðir-færri kirkjubrúðkaup

Færri skilja í Grikklandi eftir að efnahagserfiðleikar fóru að hafa veruleg áhrif á líf fólks. Meginástæðan er sú, að erfitt er fyrir eitt foreldri að sjá um uppeldi og framfærslu barns eða barna. Þetta er þróun, sem er gagnstæð þeirri, sem búizt var við, að efnahagserfiðleikarnir mundu verða til þess að skilnuðum mundi fjölga.

Osborne: Lítið vit í sköttum, sem skila litlum tekjum

Georg Osborne, fjármála­ráðherra Breta segir lítið vit í sköttum, sem skili litlum tekjum. Ummæli hans eru talin gefa til kynna, að hann hafi áhuga á að afnema 50% skattþrep, sem nær til tekna yfir 150 þúsund pundum. Vandi Osborne er hins vegar sá að Frjálslyndi flokkurinn er andvígur afnámi skattþrepsins, sem Verkamanna­flokkurinn setti á.

Í pottinum

Verðhækkun á vatni með kveðju frá Villa og Gylfa

Þar sem vatnsverð var til umræðu á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum er rétt og skylt að geta þess, að nú hefur orðið umtalsverð hækkun á 2ja lítra Egils Kristal í verzlunum Krónunnar. Um skeið kostaði sú flaska 198 krónur, lækkaði svo í 196 krónur, hækkaði svo aftur í 198 krónur en nú hefur hún hækkað í 212 krónur, sem er ca. 7% hækkun.

„Stjórnar­skrárráð“-spennandi pólitísk framhaldssaga sýnd í haust

Hvað ætla ríkis­stjórn og Alþingi að gera við tillögur stjórnar­skrárráðs? Heitir nefndin, sem var skipuð annars ekki „stjórnar­skrárráð“? Eru tillögur nefndarinnar horfnar ofan í skúffu hjá forseta Alþingis? Hvernig stendur að nánast engar umræður hafa orðið um tillögur nefndarinnar nema þær umræður, sem nefndarmenn sjálfir hafa haldið uppi?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS