« 16. ágúst |
■ 17. ágúst 2011 |
» 18. ágúst |
Þýskur dómur breytist í þágu Samsung gegn Apple
Héraðsdómi í Düsseldorf í Þýskalandi sem í síðustu setti lögbann í ESB-löndum á sölu Galaxy Tab 10.1 spjaldtölvunnar frá Samsung að kröfu Apple var breytt þriðjudaginn 16. ágúst og nú er ekki lengur í gildi bann við sölu á Samsung-spjaldtölvum í ESB-ríkjunum utan Þýskalands. Þá hefur sérstakt lög...
Gorbatsjov harorður í garð Pútíns og Medvedevs - telur lýðræði ábótavant
Nú þegar þess er minnst að 20 ár eru liðin frá því að misheppnuð tilraun var gerð til að velta Mikhail Gorbatsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, úr stóli fagnar hann ekki þróun mála í Rússlandi. Hann varar við því að pólitíski hópurinn sem stjórnar landinu núna geri sömu mistök og Kremlverjar gerðu á tíma Sovétríkjanna og beiti einokun við stjórn landsins.
Þögn um samningsmarkmið Íslands eftir fund utanríkismálanefndar - formaðurinn áréttar þagnarskyldu
Utanríkismálanefnd alþingis kom saman til fundar þriðjudaginn 16. ágúst. Fyrr í sumar höfðu forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna krafist fundar í nefndinni til að þjóðin fengi upplýsingar um hvað byggi að baki yfirlýsingum utanríkisráðherra og forsætisráðherra í Brussel og Berlín. Eftir fund nefnda...
Obama óttast helst árás „einmana úlfs“ að hætti Breiviks
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, telur að árás „einmana úlfs“ að hætti Norðmannsins Anders Behrings Breiviks sé mesta hryðjuverkaógnin í Bandaríkjunum um þessar mundir. „Alvarlegasta tilvikið sem við eigum á hættu og verðum að vernda okkur gegn einmitt nú er aðgerð “einmana úlfs„ frekar en skipulögð, samhæfð árás margra manna,“ segir Obama við CNN-sjónvarpsstöðina.
Finnar segja sig frá aðild að neyðarláni II til Grikklands-Austurríki fylgir í kjölfarið
Gríski vefmiðillinn Ekathimerini segir að Finnar hafi í raun sagt sig frá þátttöku í björgunarláni II við Grikkland. Þetta hafi verið gert með samkomulagi á milli Evangelos Venizelos, efnahagsráðherra Grikklands og Juttu Urpilainen, fjármálaráðherra Finnlands. Samkomulagið feli í sér að í raun séu Finnar hættir þátttöku en þeir áttu að leggja fram einn milljarð evra.
Óánægja innan PASOK-„Erum að þurrka út grískt samfélag“
Óánægja er vaxandi innan PASOK, flokks Papandreou, forsætisráðherra Grikklands vegna aðhaldsaðgerða stjórnvalda, sérstaklega að því er varðar opinbera starfsmenn. Ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að einn af trúnaðarmönnum flokksins hafi sagt að ríkisstjórnin væri veruleikafirrt og væri að þurrka úr grískt samfélag.
Neikvæð viðbrögð fjármálamarkaða við niðurstöðum Merkel og Sarkozy
Viðbrögð við niðurstöðum fundar Angelu Merkel og Nicholas Sarkozy í gær eru almennt neikvæð. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu í morgun. Þeir eru á stöðugri hreyfingu en á tímabili hafði London lækkað um rúmlega 1%, Frankfurt heldur meira og París minna. Ambrose Evans-Pritchard segir í Daily Telegraph í morgun, að leiðtogarnir tveir hafi komið tómhentir frá fundinum.
Áhrifalaust útibú ESB í Atlantshafi
Nú er orðið alveg ljóst eftir fund Angelu Merkel og Nicholas Sarkozy í gær hvert Evrópusambandið og myntbandalag evruríkjanna stefnir. Nú á að koma á sameiginlegri efnahagsstjórn þessara ríkja. Á milli þeirra verður eins konar ríkisfjármálabandalag. Þau munu samræma skattastefnu sína. Þetta þýðir að öll efnahagsstjórn og stjórn ríkisfjármála verður á einni hendi.
Sjö röksemdum ESB-aðildarsinna svarað
Hið einkennilega við umræður aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er að enginn stjórnmálamaður gengur fram fyrir skjöldu og lýsir því afdráttarlaust hvers vegna Íslendingar skuli stíga þetta örlagaríka skref.
Hvers vegna þessi þrúgandi þögn um aðildarviðræðurnar? Hvað er verið að fela?
Í gær var haldinn lokaður fundur í utanríkismálanefnd Alþingis. Nefndarmenn eru bundnir trúnaði og mega ekkert segja.