« 17. ágúst |
■ 18. ágúst 2011 |
» 19. ágúst |
Mikið fall á mörkuðum í dag-áhyggjur af stöðu evrópskra banka
Mikið fall hefur orðið á mörkuðum beggja vegna Atlantshafs í dag.
Danmörk: Seðlabanki Íslands liggur undir grun um skortsölu til að verjast vegna Pandoru-hrunsins
„Seðlabanki Íslands vill ekki neita því að hann hafi varið sig gegn tapi á Pandoru með skortsölu.
Danskir sérfræðingar: Tortryggni eykst í bankaviðskiptum - ekki ástæða til ofurviðbragða
Tortryggni eykst á alþjóðlegum peningamörkuðum og vart verður við vaxandi hik í viðskiptum sem getur fækkað leiðum til endurfjármögnunar á bönkum og minnkað handbært fé þeirra segir í Jyllands-Posten fimmtudaginn 18. ágúst. Þar er vitnað til Thomas Hovards, sem er helsti greiningarfræðingur hjá Dans...
Spænska þingið hefur verið kallað saman til fundar til þess að samþykkja nýjar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda, sem nema 5 milljörðum evra, að því er El Pais, hið þekkta spænska dagblað segir. Blaðið segir að kjarninn í þessum aðgerðum verði að færa fram skattgreiðslur stórfyrirtækja og draga úr greiðslum til lyfjafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að þingið afgreiði þessar aðgerðir á morgun, föstudag.
Þjóðareignir á brunaútsölu í Grikklandi
Áform grískra stjórnvalda um eignasölu eru óljós að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Hið eina sem er ljóst er að fyrir lok september verða 1,3 milljarður evra að vera komin í ríkissjóð vegna eignasölu og fyrir lok ársins aðrar 3,3 milljarðar evra. Lánardrottnar Grikklands leggja áherzlu á að þeir standa við gefnar yfirlýsingar í þessu efni.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks eykst í Skotlandi
Atvinnuleysi meðal ungs fólks fer vaxandi í Skotlandi að sögn TheScotsman í dag. Þar kemur fram að í júlímánuði voru 45 þúsund skozk ungmenni á aldrinum 18-24 ára á atvinnuleysisbótum og hafði fjölgað um 5000 frá mánuðinum áður.
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur áhyggjur af fjármögnun evrópskra banka vestan hafs
Fjármálamarkaðir víða um heim halda áfram að endurspegla áhyggjur fjárfesta vegna skorts á hagvexti á heimsvísu, vandamála Bandaríkjanna og erfiðleika evrusvæðisins. Markaðir lækkuðu í Asíu í nótt og í Evrópu í morgun. London hafði lækkað um 1,11%, Frankfurt um 1,45% og París svipað.
Hjálparlaus Samfylking í ESB-spólfarinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælir með því í grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 18. ágúst að umsókn Íslands að ESB verði lögð til hliðar. Færir hann meðal annars fyrir því þau rök að stuðningsmenn og andstæðingar Evrópusamrunans séu „orðnir sammála um að ESB geti ekki ...
Svona spyr fólk: Hver er forsætisráðherra á Íslandi og hvar heldur sá ráðherra sig!
Guðmundur Jón Guðmundsson, kennari, spyr tveggja spurninga í lok greinar i Fréttablaðinu í dag. Hann segir: „Getur einhver upplýst mig um hver sé forsætisráðherra á Íslandi og hvar sú manneskja heldur sig?“ Þetta eru athyglisverðar spurningar og segja töluverða sögu um hvernig fólkið í landinu upplifir forsætisráðherrann. Jóhanna Sigurðardóttir er horfin af vettvangi. Hún sést ekki.