Föstudagurinn 5. mars 2021

Laugardagurinn 27. ágúst 2011

«
26. ágúst

27. ágúst 2011
»
28. ágúst
Fréttir

Stjórnar­andstaðan gagnrýnir Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn fyrir mat á efnahagsstöðu Íslands

Formenn stjórnar­andstöðu­flokkanna gagnrýna Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn fyrir of hástemmdar yfirlýsingar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Markmið sem sett hafi verið séu enn fjarlæg, Sjóðurinn kunni að vera að sanna eigið ágæti með yfirlýsingu sinni. „Við erum enn með höft. Verðbólgan er miklu hærri heldur en til stóð.

Kvennaraunir DSK halda áfram í Frakklandi - ásakanir um tilraun til að þagga niður í vitni

Þegar sakamáli á hendur Dominique Strauss-Kahn (DSK), fyrrverandi for­stjóra Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, vegna kæru um nauðgun er lokið í New York með niðurfellingu málsins verður nýtt mál tengt kvennamálum DSK að fréttaefni í Frakklandi.

Venizelos: Grikkir eru í hreinsunareldinum

Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands lýsti stöðu Grikkja með eftirfarandi hætti í snörpum orðaskiptum í gríska þinginu í gær: „ Á milli helvítis og Paradísar er hreinsunareldurinn. Á þeim stað er von um, ef við högum okkur vel, að við komumst til himna. Við erum nú í hreinsunareldinum.“

Kosningar í Danmörku snúast um efnahagsmál

Financial Times segir að kosningarar í Danmörku um miðjan september muni snúast um efnahagsmál. Danmörk standi nú frammi fyrir efnahagslegum samdrætti og vandamálum í bankakerfinu. Nokkrir smærri bankar hafi farið á hausinn. Jafnaðarmenn segja, að án hagvaxtar geti Danir hvorki borgað skuldir sínar né haldið uppi velferðarkerfi. Lars Lökke Rasmussen, forsætis­ráðherra, kynnti sl.

DT: Bernanke sendi fjármála­markaði æpandi og matarlausa í rúmið

Ambrose Evans-Pritchard viðskiptaritstjori Daily Telegraph segir, að Bernanke, bandaríski seðlabanka­stjórinn hafi sent fjármála­markaði æpandi í rúmið án þess að fá kvöldverð með ræðu sinni á fundi seðlabanka­stjóra heimsins í Jackson Hole, Wyoming í gær. Þeir fengu ekkert af því, sem þeir höfðu gert sér vonir um og raunar kveðst Evans-Pritchard ekki skilja á hverju þeir hafi byggt þær væntingar.

Bankar hafa sagt upp 60425 starfsmönnum að undanförnu

Bankar hafa sagt upp eða tilkynnt áform um uppsagnir 60425 starfsmanna á undanförnum mánuðum. Þetta er um 5% bankastarfsmanna á heimsvísu. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á næstu mánuðum, misserum og árum. Frá þessu er sagt í Daily Telegraph í dag. Helztu bankar hafa tilkynnt um verulega tekjulækkun á fyrstu 6 mánuðum þessa árs.

Leiðarar

Stjórn norðurslóðamála í Reykjavík eða Brussel - valið er skýrt

Nú er sá tími árs sem ís er minnstur í Norður-Íshafi. BBC segir frá því í vikunni að á þessari stundu megi sigla bæði fyrir norðan Kanada á milli N-Atlantshafs og Kyrrahafs og einnig fyrir norðan Rússland. Þá berast fréttir um að í næstu viku leggi stærsta skipið til þessa með lausafarm, járngrýti, í siglingu norðurleiðina frá Múrmansk til Kína.

Í pottinum

Það má ekki minnast á ESB á flokksráðsfundi VG!

Í frétt í Morgunblaðinu í morgun af flokksráðsfundi VG, sem hófst í gær og lýkur í dag segir svo: „Óánægja var meðal nokkurra fundarmanna um að ekki væri minnst á aðildar­viðræður að Evrópu­sambandinu í þeim tillögum, sem lagðar voru fyrir fundinn. Einn fundargesta kvartaði undan því, að almennir flokksmenn í VG fengju ekki nægileg tækifæri til að fjalla um Evrópu­málin.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS