« 28. ágúst |
■ 29. ágúst 2011 |
» 30. ágúst |
Tveir af stærstu bönkum Grikklands sameinast
Stjórnir tveggja grískra stórbanka Eurobank og Alpha hafa ákveðið að sameina bankana. Verði tillaga um sameiningu samþykkt á hluthafundum bankanna verður til stærsti banki í suðaustur Evrópu. Í sameiginlegri tilkynningu bankanna segir að þeir séu „hvor öðrum til styrktar“ og sameingin leiði þess vegna til góðra samlegðaráhrifa.
Fjármálaráðherra Póllands um evruna: Annaðhvort samstaða eða upplausn Evrópu!
Forystumenn innan ESB verða að ákveða hvort þeir vilji vinna saman og greiða hátt verð fyrir að halda evru-svæðinu á lífi eða undirbúa í alvöru „stýrða upplausn“ svæðisins segir Jacek Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, í Gazeta Wyborcza, helsta dagblaði Póllands, mánudaginn 29. ágúst. Hann telur...
Danski þjóðarflokkurinn: Hælisleitendur dveljist ekki í Danmörku við afgreiðslu mála
Danski þjóðarflokkurinn vill að settar verði reglur um að í framtíðinni verði flogið með hælisleitendur í Danmörku í búðir fyrir þá í nágrenni heimalands þeirra og þar bíði þeir á meðan tekin sé afstaða til óska þeirra um hæli. Flokkurinn vill að slíkar búðir fyrir hælisleitendur verði reistar í Norður-Afríku, Pakistan, Mið-Austurlöndum og á austurströnd Afríku.
Nordea fækkar um 2000 manns á árunum 2011 og 2012
Nordea-bankinn ætlar að fækka starfsmönnum ætlar að bankinn um 2000 manns á árunum 2011 og 2012: 500 til 650 í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og 200 til 300 manns í Noregi. Christian Clausen, forstjóri Nordea, segir að þetta verði ekki auðveld aðgerð en hún sé óhjákvæmileg til að tryggja arðbæran rekstur bankans og gott lánshæfismat hans.
Nöfn skattaskuldara birt í Grikklandi
Gríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að birta nöfn þeirra, sem skulda mest í skatta. Frá þessu sagði gríska dagblaðið Kathimerini í gær, sunnudag, að því er fram kemur á vefútgáfu blaðsins í dag.
Skotland þriðja heims ríki 2030?
Scotland gæti verið orðið þriðja heims ríki árið 2030, segir skozkur hagfræðingur, Douglas McWilliams, forstöðumaður Centre for Economics and Business Research vegna ofstjórnar og útgjaldamistaka, að því er fram kemur í skozka dagblaðinu The Scotsman í dag. Hann segir skv. frásögn blaðsins að mörg vandamál Skotlands stafi af skorti á frumkvöðlastarfi og of miklum afskiptum stjórnvalda.
Um 55 þúsund heimili á Írlandi í vanskilum með fasteignalán
Um 55 þúsund heimili á Írlandi eru í vanskilum með fasteignalán sín að því er fram kemur í Irish Times í dag. Þetta þýðir að um 7% af slíkum lánum eru í vanskilum.
FT:„Háttsettir embættismenn“ í Evrópu veitast að Lagarde
Christine Lagarde, forstjóri AGS hefur legið undir harðri gagnrýni frá háttsettum embættismönnum í Evrópu um helgina, eftir ræðu hennar i Jackson Hole á laugardag, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni. Frá þessu er sagt í Financial Times í morgun. Blaðið hefur eftir ónafngreindum seðlabankastjóra að ræða hennar hafi byggzt á rugli eða misskilningi.
„Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi“-Merkel aflýsir ferð til Rússlands
Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi, segir Klaus Regling, forstjóri EFSF (European Financial Stability Facility-neyðarsjóður ESB) í viðtali við Daily Telegraph.
Hvenær ætli þögnin um uppnámið í Evrópu verði rofin?
Það er ljóst af fréttum í morgun, að stórorusta er í aðsigi í þýzka þinginu um framtíð evrusvæðisins. Angela Merkel hefur gert samninga við leiðtoga annarra evruríkja um aðstoð við þau aðildarríki myntbandalagsins, sem eru í erfiðleikum, en vaxandi andstaða er við innan Bundestag.
Árni Þór var ekki á fundinum-það hlaut að vera
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður VG og formaður utanríkismálanefndar Aþingis var ekki á flokksráðsfundi VG, þegar ályktunin um Libýu var samþykkt og vissi ekki um tillöguna um rannsóknarnefnd, sem var samþykkt á fundinum, að því er hann upplýsir í Morgunblaðinu í dag. Það hlaut að vera.