Föstudagurinn 5. mars 2021

Mánudagurinn 29. ágúst 2011

«
28. ágúst

29. ágúst 2011
»
30. ágúst
Fréttir

Tveir af stærstu bönkum Grikklands sameinast

Stjórnir tveggja grískra stórbanka Eurobank og Alpha hafa ákveðið að sameina bankana. Verði tillaga um sameiningu samþykkt á hluthafundum bankanna verður til stærsti banki í suðaustur Evrópu. Í sameiginlegri tilkynningu bankanna segir að þeir séu „hvor öðrum til styrktar“ og sameingin leiði þess vegna til góðra samlegðaráhrifa.

Fjármála­ráðherra Póllands um evruna: Annaðhvort samstaða eða upplausn Evrópu!

Forystumenn innan ESB verða að ákveða hvort þeir vilji vinna saman og greiða hátt verð fyrir að halda evru-svæðinu á lífi eða undirbúa í alvöru „stýrða upplausn“ svæðisins segir Jacek Rostowski, fjármála­ráðherra Póllands, í Gazeta Wyborcza, helsta dagblaði Póllands, mánudaginn 29. ágúst. Hann telur...

Danski þjóðar­flokkurinn: Hælisleitendur dveljist ekki í Danmörku við afgreiðslu mála

Danski þjóðar­flokkurinn vill að settar verði reglur um að í framtíðinni verði flogið með hælisleitendur í Danmörku í búðir fyrir þá í nágrenni heimalands þeirra og þar bíði þeir á meðan tekin sé afstaða til óska þeirra um hæli. Flokkurinn vill að slíkar búðir fyrir hælisleitendur verði reistar í Norður-Afríku, Pakistan, Mið-Austurlöndum og á austurströnd Afríku.

Nordea fækkar um 2000 manns á árunum 2011 og 2012

Nordea-bankinn ætlar að fækka starfsmönnum ætlar að bankinn um 2000 manns á árunum 2011 og 2012: 500 til 650 í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og 200 til 300 manns í Noregi. Christian Clausen, for­stjóri Nordea, segir að þetta verði ekki auðveld aðgerð en hún sé óhjákvæmileg til að tryggja arðbæran rekstur bankans og gott lánshæfismat hans.

Nöfn skattaskuldara birt í Grikklandi

Gríska ríkis­stjórnin hefur ákveðið að birta nöfn þeirra, sem skulda mest í skatta. Frá þessu sagði gríska dagblaðið Kathimerini í gær, sunnudag, að því er fram kemur á vefútgáfu blaðsins í dag.

Skotland þriðja heims ríki 2030?

Scotland gæti verið orðið þriðja heims ríki árið 2030, segir skozkur hag­fræðingur, Douglas McWilliams, forstöðumaður Centre for Economics and Business Research vegna ofstjórnar og útgjaldamistaka, að því er fram kemur í skozka dagblaðinu The Scotsman í dag. Hann segir skv. frásögn blaðsins að mörg vandamál Skotlands stafi af skorti á frumkvöðlastarfi og of miklum afskiptum stjórnvalda.

Um 55 þúsund heimili á Írlandi í vanskilum með fasteignalán

Um 55 þúsund heimili á Írlandi eru í vanskilum með fasteignalán sín að því er fram kemur í Irish Times í dag. Þetta þýðir að um 7% af slíkum lánum eru í vanskilum.

FT:„Háttsettir embættismenn“ í Evrópu veitast að Lagarde

Christine Lagarde, for­stjóri AGS hefur legið undir harðri gagnrýni frá háttsettum embættismönnum í Evrópu um helgina, eftir ræðu hennar i Jackson Hole á laugardag, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni. Frá þessu er sagt í Financial Times í morgun. Blaðið hefur eftir ónafngreindum seðlabanka­stjóra að ræða hennar hafi byggzt á rugli eða misskilningi.

„Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi“-Merkel aflýsir ferð til Rússlands

Það ríkir móðursýki í Þýzkalandi, segir Klaus Regling, for­stjóri EFSF (European Financial Stability Facility-neyðar­sjóður ESB) í viðtali við Daily Telegraph.

Leiðarar

Hvenær ætli þögnin um uppnámið í Evrópu verði rofin?

Það er ljóst af fréttum í morgun, að stórorusta er í aðsigi í þýzka þinginu um framtíð evru­svæðisins. Angela Merkel hefur gert samninga við leiðtoga annarra evruríkja um aðstoð við þau aðildarríki myntbandalagsins, sem eru í erfiðleikum, en vaxandi andstaða er við innan Bundestag.

Í pottinum

Árni Þór var ekki á fundinum-það hlaut að vera

Árni Þór Sigurðsson, alþingis­maður VG og formaður utanríkis­mála­nefndar Aþingis var ekki á flokksráðsfundi VG, þegar ályktunin um Libýu var samþykkt og vissi ekki um tillöguna um rannsóknar­nefnd, sem var samþykkt á fundinum, að því er hann upplýsir í Morgunblaðinu í dag. Það hlaut að vera.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS