« 3. september |
■ 4. september 2011 |
» 5. september |
Sendiherra Íslands í Kína á blaðamannafundi með Huang og fagnar kaupum hans á Grímsstöðum á Fjöllum
Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, sat blaðamannafund í Peking með Huang Nubo, kaupanda Grímsstaða á Fjöllum að fram kemur hjá þýsku fréttastofunni Deutsche Welle laugardaginn 3. september. Fundurinn var haldinn í Peking og fagnaði Kristín kaupunum. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir va...
Jafnaðarmenn unnu góðan sigur í Mecklenburg-Vorpommern
Jafnaðarmenn (SPD) unnu góðan sigur í kosningu til þings í þýska sambandslandinu Mecklenburg-Vorpommern við Eystrasalt sunnudaginn 4. september. Kosningaþátta var lítil. Þeir hlutu 36% í stað 30,2% í síðustu kosningum árið 2006. Fylgi kristilegra demókrata (CDU) flokks Angelu Merkel minnkaði hins ve...
Lars von Trier nýtur vinsælda í Berlín þrátt fyrir nasistaummæli í Cannes
„Ég vissi að ég hefði ekki átt að koma,“ sagði Lars von Trier, danski kvikmyndaleikstjórinn, þegar koma hans til Berlínar laugardaginn 3. september vakti mikla athygli og sterk viðbrögð aðdáenda hans í borginni. Að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende reyndu hundruð manna að troðast inn í Babylo...
Lögregla tekst á við hægriöfgamenn í London
Félagar í hægriöfgahópnum English Defence League (EDL) lentu laugardaginn 3. september í átökum við lögreglu í Aldgate-hverfinu í London. Um 60 mótmælenda voru handteknir en rúmlega 1.000 tóku þátt í mótmælagöngunni sem farin var þrátt fyrir bann lögreglunnar við slíkum mannamótum eftir uppþotin mik...
Darling lýsir stjórnarháttum Browns sem „djöfullegum“
Ítarleg lýsing á illdeilunum milli Gordons Browns, þáverandi forsætisráðherra Breta, og Alistairs Darlings, fjármálaráðherra hans, birtist í útdrætti úr nýrri bók eftir Darling í The Sunday Times 4. september. Darling sakar Brown um „vonlausa“ forystu og „forkastanlega framkomu“ sem forsætisráðherr...
Grænland: Atassuts hvetur til samstarfs við Venstre
Steen Lynge, frá Atassuts, sem er grænlenzkur stjórnmálaflokkur, hvetur nú til samstarfs þingmanna frá Grænlandi við Venstre flokkinn við stjórnarmyndun eftir þingkosningarnar í Danmörku um miðjan september. Steen Lyng er einn af 16 frambjóðendum á Grænlandi til danska þingsins. Hann segir að Grænlendingar hafi góða reynslu af Venstre.
Schauble vill aukið efnahagsvald til Brussel og nýjan ESB-sáttmála
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands vill ná fram svo víðtækum breytingum á valdi Evrópusambandsins til þess að stjórna efnahagsmálum aðildarríkjanna, að það mundi leiða til þess að gera yrði nýjan ESB-sáttmála. Þetta kemur fram í Spiegel, sem að einhverju leyti byggir á fréttum Bild Zeitung af fundi þingmanna CDU/CSU sl. fimmtudag.
Skotland: Áform um að leggja Íhaldsflokkinn niður valda titringi
Áform Murdo Fraser, sem sækist eftir því að verða kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi um að leggja flokkinn niður og stofna nýjan flokk, sem spannar miðju og hægri kant stjórnmálanna veldur David Cameron leiðtoga Íhaldsflokksins vandræðum að sögn Sunday Telegraph í dag en það blað hefur lengi verið talið endurspegla einna bezt sjónarmið forystusveitar Íhaldsflokksins í Bretlandi.
Einn fjölmennasti mótmælafundur í sögu Ísrael-krefjast þjóðfélagsumbóta
Í gær var haldin fjölmennasta mótmælaganga í Ísrael, sem sögur fara af fyrir utan útifundi vegna stríðsátaka. Mótmælin voru hátindur slíkra útifunda, sem haldnir hafa verið í allt sumar og hófust á vegum fámenns hóps námsmanna en hafa þróast upp í meiriháttar aðgerðir og kröfur um þjóðfélagsbreytingar, lægra vöruverð og bætt lifskjör.
Mikil atvinnusköpun á einum stað á Íslandi - í ræðustól Alþingis
Það er einn staður á Íslandi, þar sem reglulega verða til mikið af nýjum störfum.