Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 21. september 2011

«
20. september

21. september 2011
»
22. september
Fréttir

Gríska ríkis­stjórnin boðar nýjar og harðari efnahagsaðgerðir að kröfu þríeykisins

Gríska ríkis­stjórnin ætlar að grípa til harðari efnahagsaðgerða til að þrýsta á alþjóðlega lánardrottna til að leggja meira fé í neyðaraðstoð til að bjarga fráhag Grikklands.

Jóhanna Sigurðar­dóttir við AFP: Vandræðin í Evrópu kunna að draga úr stuðningi Íslendinga við ESB-aðild

„Efnahags- og fjárhagsvandræði Evrópu kunna að draga úr stuðningi Íslendinga við að ganga í Evrópu­sambandið,“ segir Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra í samtali við AFP-fréttastofuna sem birt er miðvikudaginn 21. september. Minnt er á í fréttinni að eiginlegar samninga­viðræður Íslands og ESB ...

Hollendingar og Finnar segja nei við opnun landamæra Rúmeníu og Búlgaríu

Rúmenum og Búlgörum, um 30 milljónum manna, verður áfram bannað að ferðast til annarra ESB-ríkja án vega­bréfa eftir að Hollendingar og Finnar ákváðu á elleftu stundu miðvikudaginn 21. september að beita neitunarvaldi gegn tillögu um að Schengen-reglur tækju gildi á flugvöllum og í höfnum landanna. ...

Ingibjörg Sólrún: Langsótt að þjóðin samþykki ESB-aðild

Ingibjörg Sólrún Gísla­dóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar­innar og utanríkis­ráðherra, segir engan stjórnmálamann í raun berjast fyrir aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Þá skorti pólitíska forystu almennt í ESB-aðildarmálinu auk þess sem stefnan sé óljós.

Madrid: Þúsundir kennara, námsmanna og foreldra mótmæla niðurskurði til menntunar

Þúsundir kennara, foreldra og námsmanna streymdu út á götur Madridborgar á Spáni í gær, að sögn spænska dagblaðsins El País til þess að mótmæla niðurskurði á fjárframlögum til skóla.

Grikkland: stefnt að 50% launalækkun opinberra starfsmanna

Gríski vefmiðillinn Ekathimerini segir í morgun að nú sitji Grikkir og bíði eftir niðurstöðum þríveldisins, AGS-ESB-Seðlabanka Evrópu um örlög þeirra. Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands átti símafund með fulltrúum þríveldisins í gær.

WHO: Ungir Danir drekka helmingi meira en jafnaldrar í öðrum löndum

Alþjóða heilbrigðismála­stofnunin (WHO) hefur áhyggjur af drykkjuskap Dana og þá sérstaklega ungra Dana að því er kemur fram í Berlingske Tidende í morgun. Tölur sýna að dönsk ungmenni drekka nær helmingi meira af áfengum drykkjum en jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópu­löndum.

Skynsemi.is: 5615 undirskriftir komnar í morgun

Um kl. 7.30 í morgun höfðu 5615 skrifað undir áskorun á vegum skynsemi.is á Alþingi að leggja aðildarumsóknina að ESB til hliðar. Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessari undirskriftarsöfnun lið geta farið inn á heimasíðu skynsemi.is og skráð þafn sitt þar í þar til gert form.

Coelho: Fari Grikkland í gjaldþrot þarf Portúgal aukinn stuðning

Seðlabankar, sérstaklega Seðlabanki Bandaríkjanna, verða að hefja seðlaprentun á ný og halda vöxtum lágum til þess að halda hinu alþjóðlega skipi á floti. Þannig lýsir Daily Telegraph í morgun kjarna ráðlegginga Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins til heimsbyggðarinnar, sem kynntar voru í gær. AGS telur, að efnahagslíf umheimsins sé komið á mikið hættu­svæði.

Leiðarar

Ríkis­stjórnin frétti af fjármálakreppunni í Evrópu í gær

Þau tíðindi urðu í stjórnar­ráðinu í gær, að ríkis­stjórnin frétti af fjármálakreppunni í Evrópu og ræddi hana á fundi sínum. Már Guðmundsson, seðlabanka­stjóra var kallaður til ráðuneytis.

Í pottinum

Hvor er sambandslaus- Velferðarvaktin eða Jóhanna Sigurðar­dóttir?

Velferðarvaktin hefur gefið út skýrslu um atvinnuástandið á Suðurnesjum. Í skýrslunni kemur fram að 10,4% atvinnuleysi hafi verið þar í ágústmánuði. Af þeim séu um 40% yngri en 30 ára. Getur þetta verið rétt? Eru ekki bara tvær vikur liðnar frá því að Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, lofaði 7000 nýjum störfum á Íslandi?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS