Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 22. september 2011

«
21. september

22. september 2011
»
23. september
Fréttir

Svíar skyldaðir til að endurgreiða ESB landbúnaðarstyrki

Evrópu­sambandið hefur gefið Svíum fyrirmæli um að endurgreiða 870 milljónir sænskra króna (14,7 milljarða ISK) styrki til landbúnaðar, ber bændum að greiða þriðjung fjárhæðarinnar.

Jón Bjarnason undirbýr Brussel-ferð - titringur innan stjórnar­flokkanna

Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, undirbýr nú ferð til Brussel þar sem hann ætlar að óska skýringa á kröfum framkvæmda­stjórnar ESB um sérstaka, tímasetta áætlun af Íslands hálfu um aðlögun að skilyrðum vegna þeirra þátta landbúnaðarmála sem fjallað er um í 11. kafla viðræðuskjalsi...

Ný skýrsla í Finnlandi: Aukin áherzla Rússlands á hernaðaruppbyggingu-Finnar verða að efla varnir sínar

Í nýrri skýrslu fjögurra sér­fræðinga í Finnlandi er athygli vakin á breyttum áherzlum Rússa í hernaðaruppbyggingu og nauðsyn þess að Finnar efli svæðisbundnar varnir sínar og hafi yfir öflugu varaliði að ráða til þess að sýna trúverðugan varnarmátt. Þetta kemur fram í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat.

Sólarhrings verkfall í Aþenu-samgöngur stöðvast

Sólarhrings verkfall stendur yfir í Aþenu í dag. Almenningsvagnar og leigubílar hafa stöðvast svo og lestarferðir. Flugumferðar­stjórar eru í verkfalli, sem þýðir stöðvun á flugsamgöngum. Irish Times, sem segir frá þessu í morgun segir að verkalýðsfélögin í Grikklandi undirbúi frekari verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, sem verða sífellt harðari.

Rogozin hvetur til stuðnings við Pútín

Áhrifamikill fulltrúi þjóðernissinna í Rússlandi, Dmitri O. Rogozin, sem er sendiherra Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu, hefur lýst yfir stuðningi við Pútín, sem næsta forseta Rússlands. Þetta kemur fram í New York Times í dag. Rogozin gaf þessa yfirlýsingu á fundi lands­samtaka, sem styðja Rússa...

Markaðir lækka í þremur heimsálfum

Hkuta­bréf hafa lækkað á heimsvísu um 14% á þessu ári og um 20% í Evrópu sérstaklega að sögn Reuters í morgun. Markaðir í þremur heimsálfum hafa lækkað verulega síðasta sólarhring.

Leiðarar

ESB-viðræður í blindgötu - skynsemi bannorð hjá Jóhönnu

ESB heldur úti sérstöku sendiráði hér á landi. Þá starfa í Reykjavík sendiherrar frá sex ESB-ríkjum: Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Embættismenn framkvæmda­stjórnar ESB eru eins og gráir kettir í landinu. Þá koma hingað reglulega ESB-þingmanna­nefndir.

Í pottinum

Enn hleypur Fréttablaðið á sig í Icesave-málinu - flytur ranga forsíðufrétt

Fylgifiskur Icesave-málsins hefur frá upphafi verið illa ígrunduð upplýsinga­miðlun, hræðsluáróður og getsakir.

Hvers vegna talar Jóhanna ekki svona við Íslendinga milliliðalaust?

Af hverju talar Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, öðru vísi við útlendinga en Íslendinga?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS