« 21. september |
■ 22. september 2011 |
» 23. september |
Svíar skyldaðir til að endurgreiða ESB landbúnaðarstyrki
Evrópusambandið hefur gefið Svíum fyrirmæli um að endurgreiða 870 milljónir sænskra króna (14,7 milljarða ISK) styrki til landbúnaðar, ber bændum að greiða þriðjung fjárhæðarinnar.
Jón Bjarnason undirbýr Brussel-ferð - titringur innan stjórnarflokkanna
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirbýr nú ferð til Brussel þar sem hann ætlar að óska skýringa á kröfum framkvæmdastjórnar ESB um sérstaka, tímasetta áætlun af Íslands hálfu um aðlögun að skilyrðum vegna þeirra þátta landbúnaðarmála sem fjallað er um í 11. kafla viðræðuskjalsi...
Í nýrri skýrslu fjögurra sérfræðinga í Finnlandi er athygli vakin á breyttum áherzlum Rússa í hernaðaruppbyggingu og nauðsyn þess að Finnar efli svæðisbundnar varnir sínar og hafi yfir öflugu varaliði að ráða til þess að sýna trúverðugan varnarmátt. Þetta kemur fram í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat.
Sólarhrings verkfall í Aþenu-samgöngur stöðvast
Sólarhrings verkfall stendur yfir í Aþenu í dag. Almenningsvagnar og leigubílar hafa stöðvast svo og lestarferðir. Flugumferðarstjórar eru í verkfalli, sem þýðir stöðvun á flugsamgöngum. Irish Times, sem segir frá þessu í morgun segir að verkalýðsfélögin í Grikklandi undirbúi frekari verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, sem verða sífellt harðari.
Rogozin hvetur til stuðnings við Pútín
Áhrifamikill fulltrúi þjóðernissinna í Rússlandi, Dmitri O. Rogozin, sem er sendiherra Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu, hefur lýst yfir stuðningi við Pútín, sem næsta forseta Rússlands. Þetta kemur fram í New York Times í dag. Rogozin gaf þessa yfirlýsingu á fundi landssamtaka, sem styðja Rússa...
Markaðir lækka í þremur heimsálfum
Hkutabréf hafa lækkað á heimsvísu um 14% á þessu ári og um 20% í Evrópu sérstaklega að sögn Reuters í morgun. Markaðir í þremur heimsálfum hafa lækkað verulega síðasta sólarhring.
ESB-viðræður í blindgötu - skynsemi bannorð hjá Jóhönnu
ESB heldur úti sérstöku sendiráði hér á landi. Þá starfa í Reykjavík sendiherrar frá sex ESB-ríkjum: Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Embættismenn framkvæmdastjórnar ESB eru eins og gráir kettir í landinu. Þá koma hingað reglulega ESB-þingmannanefndir.
Enn hleypur Fréttablaðið á sig í Icesave-málinu - flytur ranga forsíðufrétt
Fylgifiskur Icesave-málsins hefur frá upphafi verið illa ígrunduð upplýsingamiðlun, hræðsluáróður og getsakir.
Hvers vegna talar Jóhanna ekki svona við Íslendinga milliliðalaust?
Af hverju talar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, öðru vísi við útlendinga en Íslendinga?