Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Föstudagurinn 23. september 2011

«
22. september

23. september 2011
»
24. september
Fréttir

Fjármála­ráðherra Breta: Evru-ríkin hafa sex vikur til að ná vopnum sínum

George Osborne, fjármála­ráðherra Breta, sagði föstudaginn 23. september í ræðu í Washington að forystumenn evru-svæðisins hefðu sex vikur til að binda enda á pólitískt þref sitt og leysa skuldavandann. Vísaði hann þar til leiðtogafundar G20 ríkjanna sem haldinn verður Cannes í Frakklandi eftir sex...

Ömurleiki er mestur í Venezúela samkvæmt alþjóðlegri vísitölu

Mál standa allra verst í Venezúela af löndum heims samkvæmt ömurleika-vísitölu sem Bloomberg News birtir árlega. Undrun vekur að landið stendur verr að vígi en Portúgal og Grikkland sem þó eru mest undir smásjánni á hluta­bréfamörkuðum um þessar mundir. Ömurleika-vísitalan tekur mið af verðbólgu og atvinnuleysi í viðkomandi landi.

Yfirgnæfandi meirihluti Þjóðverja andvígur neyðar­sjóði evrunnar

Skoðanakönnun á vegum ZDF-sjónvarpsstöðvarinnar í Þýskalandi sýnir að 75 aðspurðra Þjóðverja eru andvígir því að þýska þingið samþykki hinn 29. september nk. að veita nýtt neyðarlán til Grikkja og efla björgunar­sjóð evrunnar. Aðeins 19% sögðust sammála því að Þjóðverjar ykju ábyrgð sína vegna björgu...

Grikkland: Papandreou og Venizelos sitja yfir þingmönnum PASOK

Georg Papandreou, forsætis­ráðherra og Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra, sitja nú yfir einstökum þingmönnum PASOK, flokks sósíalista í Grikklandi til þess að sannfæra þá um að þeir verði að greiða atkvæði með nýjum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Aukin bjartsýni á Írlandi

Verg landsframleiðsla jókst á Írlandi á öðrum ársfjórðungi þessa árs um 1,6%. Útflutningur jókst um 1% og eftirspurn um 0,8%. Þetta er í fyrsta sinn, sem svo jákvæðar tölur sjást á Írlandi frá fjármálakreppunni haustið 2008. Engu að síður segir Irish Times, að ástandið á evru­svæðinu varpi skugga á þ...

Spánn: Lóðaverð lækkað um 30%-fasteignir um 22%-bankar í vandræðum

New York Times segir í dag að smærri bankar á Spáni séu í miklum vandræðum vegna lánveitinga til lóðakaupa, fasteignakaupa og bygginga á undanförnum árum og segir að þetta hafi verið staðfest af einum forsvarsmanna Seðlabanka Spánar, Jose Maria Roldan.

Cameron í forystu ríkja, sem krefjast aðgerða af evruríkjunum og Bandaríkjunum

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, hefur tekið forystu fyrir hópi ríkja innan G-20 hópsins, sem beinir spjótum sínum að evru­svæðinu og Bandaríkjunum og hvetur þessa tvo aðila til aðgerða til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi heimskreppu. Cameron sagði í ræðu á fundi kanadíska þingsins í gær, að efnahagskreppa á heimsvísu væri yfirvofandi væri ekkert að gert.

Hollenzki seðlabanka­stjórinn: Gjaldþrot Grikklands ekki útilokað

Klaas Knot, banka­stjóri Seðlabanka Hollands, sem sæti á í bankaráði Seðlabanka Evrópu segir í viðtali við hollenzka dagblaðið Het Financieele Dagblad, að ekki sé hægt að útiloka greiðslufall Grikklands. Í skýrslu, sem tekin hefur verið saman innan Seðlabanka Evrópu og Jurgen Stark er einn af höfundum að, segir að evran sem gjaldmiðill sé í hættu.

Leiðarar

ESB: Er að verða breyting á afstöðu Samfylkingar?

Er hugsanlegt að breyting sé að verða á afstöðu Samfylkingar til aðildarumsóknar Íslands að Evrópu­sambandinu? Það er ekki óhugsandi miðað við það, hvernig Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, talaði í samtali við AFP-fréttastofuna í fyrradag en þar viðurkenndi hún, að atburðirnir á evru­svæðinu gætu haft áhrif á stöðu málsins hér á Íslandi.

Pistlar

Rússar fjölga hersveitum við landamæri Eistlands og Finnlands

Samkvæmt nýrri skýrslu finnska hersins hafa Rússar að undanförnu fjölgað mjög hersveitum við landamæri Finnlands og Eistlands. Rússar halda nú úti rúmlega 200 orustuþotum og fjölmennum sveitum fótgönguliða og skriðdreka í stöðugum viðbúnaði við landamærin. Að auki hafa Rússar sett Iskander-eldflaugar nærri landamærunum. Þær geta flogið fimm hundruð kílómetra á nokkrum mínútum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS