Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Mánudagurinn 26. september 2011

«
25. september

26. september 2011
»
27. september
Fréttir

Opinn fundur stjórnmálamanna um hvort skynsamlegt sé að leggja aðildarumsókn Íslands að ESB til hliðar

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðis­sinna í Evrópu­málum, og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild, standa fyrir opnum málfundi um hvort leggja skuli aðildarumsókn Íslands að ESB til hliðar.

Fjármála­ráðherra Rússa segir af sér eftir hótun frá Rússlandsforseta

Alexei Kudrin, fjármála­ráðherra Rússlands, sagði mánudaginn 26. september af sér embætti eftir að hafa fengið þungar ávítur fra Dmitri Medvedev Rússlandsforseta. Kudrin átti tveggja kosta völ samkvæmt orðsendingu frá Medvedev að segja af sér eða fylgja stefnu ríkis­stjórnar­innar. Kudrin sagði í Wash...

Gríska fjármála­ráðuneytið: Hefur aldrei rætt um 50% afskrift á skuldum

Grikkir „hafa aldrei rætt“ um að afskrifa risavaxnar skuldir sínar um 50%, segir talsmaður grísku ríkis­stjórnar­innar mánudaginn 26. september en fréttir um að svo há afskrift af skuldum Grikkja sé hluti af víðtækri björgunaraðgerð í þágu evrunnar bárust frá Washington um helgina þar sem fjármálaráðh...

Þýskir þingmenn búa sig undir erfiða evru-ákvörðun nk. fimmtudag

Þýskir þingmenn standa frammi fyrir því fimmtudaginn 29. september að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að auka framlag Þjóðverja til neyðar­sjóðs evrunnar (EFSF) ekki. Þess er farið á leit við Þjóðverja að þeir auki framlag sitt til sjóðsins í 211 milljarða evra úr 123 milljörðum og beri þannig ábyrg...

Sarkozy varð fyrir stóráfalli við að tapa meirihluta í öldunga­deild þingsins

Franskir sósíalistar unnu sögulegan kosningasigur sunnudaginn 25. september þegar þeir hlutu í fyrsta sinn í sögu V. franska lýðveldisins, eða síðan 1958, meirihluta í öldunga­deild franska þingsins. Jean-Pierre Bel, formaður þing­flokks sósíalista í öldunga­deildinni, gaf yfirlýsingu í Lúxemborgar...

Huang Nubo vill fjárfesta í Danmörku

Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn, sem hefur gert tilboð í Grímsstaði á Fjöllum vill nú kaupa land­svæði á öðrum Norðurlöndum og byggja upp ferðamanna­svæði að sögn Berlingske Tidende. Blaðið byggir frétt sína á Bloomberg-fréttastofunni en hún hefur eftir Huang Nubo að hann vilji nota Ísland sem stökkbretti til þess að fjárfesta í Danmörku og fleiri Norðurlöndum.

2/3 Grikkja vilja vera áfram í myntbandalaginu

Um tveir þriðju Grikkja vilja vera áfram innan evru­svæðisins að því er fram kemur í nýrri könnun, sem gríska dagblaðið Kathimerini hefur gert. Hins vegar telja 60% Grikkja, að landið verði gjaldþrota í nálægri framtíð. Þetta kemur fram á netútgáfu blaðsins, ekathimerini. Gríska þingið greiðir atkvæði í dag um nýjar aðhaldsaðgerðir grísku ríkis­stjórnar­innar.

Kuldrin er bandamaður Pútíns en greinir á við Medvedev

Brezka blaðið The Guardian segir í morgun, að Alex Kuldrin, fjármála­ráðherra Rússlands, sem vakti athygli í gær fyrir yfirlýsingu um að hann yrði ekki í ríkis­stjórn Medvedevs, eftir næstu forsetakosningar, sé í raun bandamaður Pútíns og gegni því þýðingarmikla hlutverki að skapa mótvægi við harðlínumenn innan Kremlar.

Bandaríkjamenn leggja hart að Þjóðverjum að fallast á tillögur Geithners um stóreflingu neyðar­sjóðs

Forráðamenn Evrópu­ríkjanna vinna nú að því að stórefla neyðar­sjóð ESB (EFSA) þannig að fjárhagslega geta hans aukist úr 440 milljörðum evra í 2 trilljónir evra. Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptarit­stjóri Daily Telegraph segir að þetta sé kjarninn í nýjum björgunarpakka, sem sé að mestu búinn til í Washington.

Leiðarar

Dregur til úrslita í málefnum evruríkjanna

Það er alveg ljóst að nú dregur til úrslita í málefnum evru­svæðisins. Ekki er nema rúm vika liðin frá því að fjármála­ráðherrar evruríkjanna gerðu lítið úr tillögum Timothy Geithners, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna um skuldsetningu neyðar­sjóðsins og höfðu orð um að Bandaríkjamenn ættu fremur að huga að lausn eigin vandamála en segja evruríkjunum fyrir verkum. Nú er komið annað hjóð í strokkinn.

Pistlar

ESB og Júgóslavía

Mér sagt að í Júgóslavíu hafi á sínum gilt lengsta stjórnar­skrá í veröldinni. Þegar á reyndi varð lítið gagn af henni. Engin rituð stjórnar­skrá er í Bretlandi; „stjórnar­skráin“ er hefðir sem rekja má langt aftur í aldir. Af þessu má ráða að auðvelt er að ofmeta gildi stjórnar­skrár fyrir stjórnmálastöðugleika.

Í pottinum

Líflegt á Austurvelli á laugardaginn kemur?

Svo virðist sem margir horfi til Austurvallar á laugardaginn kemur, þegar Alþingi kemur saman á ný. Ef marka má samtöl, sem birtast í Morgunblaðinu í dag við fólk á Suðurnesjum er ljóst að þar er allt á suðupunkti. "Þessi staða er óviðunandi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS