Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 5. október 2011

«
4. október

5. október 2011
»
6. október
Fréttir

Merkel fer til Brussel til að efla traust á bankakerfi evru-svæðisins

Þýska ríkis­stjórnin hvatti Evrópu­ríki miðvikudaginn 5. október að endurfjármagna banka sína þar sem það teldist nauðsynlegt til að sporna gegn útbreiðslu skuldavandans á evru-svæðinu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn hvatti ESB til að staka sig saman í andlitinu til að komast hjá samdrætti. Angela Merk...

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna búa sig undir bankakreppu á evru-svæðinu

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna 27 ákváðu á fundi sínum í Lúxemborg þriðjudaginn 4. október að leggja sitt af mörkum til að endurfjármagna banka sem glíma nú við vaxandi vanda, ekki síst vegna lánveitinga liðinna ára til Grikklands. Jean-Claudei Trichet, fráfarandi seðlabanka­stjóri Evrópu, segir að e...

4,22 milljónir Spánverja án atvinnu

Nýjar tölur á Spáni sýna, að 4,22 milljónir Spánverja eru án atvinnu að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El País í dag.

Vandi evrópskra banka bein afleiðing af afskriftum á lánum til Grikklands

Vandamál evrópsku bankanna eru bein afleiðing af því, að þeir hafa samþykkt að afskrifa 21% af skuldum Grikkja við þá, að því er fram kemur í Spiegel í dag. Dexía, fransk-belgíski bankinn, sem komin var í þrot í gær hefur afskrifað á þessu ári 338 milljónir evra af skuldum Grikkja í samræmi við samkomulag sem gert var á milli lánardrottna Grikkja og evrópskra stjórnvalda.

Goldman Sachs: Stefnir í samdrátt í Þýzkalandi og Frakklandi

Evrópa er í miðpunkti alþjóða­kreppu sagði Jean Claude Trichet, banka­stjóri Seðlabanka Evrópu á Evrópu­þinginu í gær. Aðrir sér­fræðingar segja að sögn New York Times í dag að nú stefni í samdrátt í efnahagskerfi Evrópu­ríkjanna. Hag­fræðingur Commerzbank sagði í gær, að hann hefði talið að einungis væri um hægari hagvöxt að ræða en hann hefði nú skipt um skoðun.

Cameron: Borgið upp kreditkortaskuldir ykkar!

Daily Telegraph segir í dag að Cameron, forsætis­ráðherra, muni í ræðu sinni á flokksþingi Íhalds­flokksins staðfesta að Bretar eigi ekki við venjulegan efnahagsvanda að etja heldur alvarlega skuldakreppu og að til þess að leysa þann vanda verði að takast á við skuldirnar. Cameron muni hvetja brezk heimili til þess að greiða upp kreditkortaskuldir sínar og skuldir við verzlunarkeðjur.

Unnið að aðstoð við evrópska banka-markaðir hækka

Markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í gær og í Evrópu í morgun í kjölfar frétta um að fjármála­ráðherrar Evrópu­ríkjanna væru að undirbúa nýjar aðgerðir til þess að bjarga evrópskum bönkum. Hins vegar varð áframhaldandi lækkun í Asíu í nótt.

Leiðarar

Kreppan á evru­svæðinu dýpkar og breikkar

Fjármálakreppan á evru­svæðinu er að dýpka og myndin er að verða skýrari af því, sem er að gerast og jafnframt verða viðbrögð ýmissa fjármálamanna skýrari. Þetta má sjá í hnotskurn í vanda belgísk-franska bankans, Dexía, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni en bankinn hefur tæplega 33 þúsund starfsmenn í sinni þjónustu.

Í pottinum

Friðarsamningar náðust ekki á Bessastöðum sl. föstudag

Morgunblaðið upplýsir í dag, að Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, hafi fengið áheyrn hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands sl. föstudag og að þau hafi átt langt og hreinskiptið samtal. Það er gott til þess að vita að þau tvö skuli getað talað saman.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS