Föstudagurinn 27. apríl 2018

Föstudagurinn 7. október 2011

«
6. október

7. október 2011
»
8. október
Fréttir

Norðmenn sekta rússneskan togara og sleppa honum

Norðmenn hafa leyft rússneska togaranum Sapphire II að sigla frá Tromsø eftir að skip­stjóri hans var sektaður um 450.000 NOK fyrir að fyrir að hafa losað sig við fisk í fiskverndar­svæðinu við Svalbarða. Norska strandgæslan stóð áhöfn togarans að verki 28. september og dró hann til Tromsø. Togaran...

Framkvæmda­stjórn ESB býr í haginn fyrir björgun banka með skattfé almennings

Framkvæmda­stjórn ESB gaf föstudaginn 7. október ríkis­stjórnum ESB-ríkjanna 10 daga frest til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um aðgerðir til að endurfjármagna lána­stofnanir sem hafa orðið fyrir barðinu á skuldavandanum á evru-svæðinu. Með þessu gengur framkvæmda­stjórnin þvert á fyrri yfirlýsin...

Störfum fjölgar meira í Bandaríkjunum en vænst var

Störfum hefur fjölgað um meira en 100.000 í Bandaríkjunum í september umfram fyrri spár. Fjölgunin er mun meiri en sér­fræðingar höfðu vænst. Þótt hlutfall atvinnulausra héldist hið sama og áður, 9,1%, juku fréttir um fjölgun starfa bjartsýni á fjármálamörkuðum. Í ágúst sýndu tölur enga fjölgun star...

NYT: Veitið Grikkjum andrými án þess að slaka á umbótakröfum

The New York Times (NYT) birtir föstudaginn 7. október leiðara undir fyrirsögininni: Vandinn vegna Grikklands. Þar er í senn brugðið ljósi á vandann í Grikklandi og í evrópska bankakerfinu sem skelfur nú vegna þess að Grikkir geta ekki staðið í skilum. Leiðarinn fer hér á eftir í heild, því að hann ...

NATO ekki á förum frá Líbíu - ræðst af mati á öryggi almennra borgara

NATO ætlar ekki að hætta hernaðaraðgerðum í Líbíu jafnvel þótt átökin í landinu séu að minnka, sagði Leon E. Panetta, varnarmála­ráðherra Bandaríkjanna, fimmtudaginn 6. október og benti máli sínu til stuðnings við langvinn átök við bæinn Surt, fæðingarborg Muammars Gaddafis, fráfarandi einræðisherra ...

Juncker: Skýrsla þríeykisins um Grikkland kemur 24. október

Jean-Claude Juncker, forsætis­ráðherra Lúxemborgar og leiðtogi evruhópsins svo­nefnda segir við ekathimerini, gríska vefmiðillinn, að hann reikni með skýrslu þríeykisins svo­nefnda um stöðu mála í Grikklandi hinn 24. október n.k. en sú skýrsla er forsenda þess, að leiðtogar evruríkjanna taki ákvörðun u...

Danmörk: Borgara­flokkar aftur í meirihluta í nýrri könnun

Danskir kjósendur eru ekki ánægðir með hina nýju vinstri stjórn í Danmörku, ef marka má nýja skoðanakönnun, sem gerð hefur verið á vegum Politiken/TV2. Samkvæmt þeirri könnun mundu borgara­flokkarnir fá meirihluta á danska þinginu væri kosið í dag eða 50,4% atkvæða og 89 þingsæti en rauða blokkin, se...

Sinn Fein orðinn annar stærsti flokkur Írlands

Sinn Fein er orðinn annar stærsti stjórnmála­flokkur á Írlandi skv.

Frakkland: Sósíalistar efna til prófskjörs á sunnudag

Franskir sósíalistar efna til opins prófkjörs á 9500 kjörstöðum um allt Frakkland á sunnudaginn kemur til þess að ákveða hver skuli vera frambjóðandi þeirra í forsetakosningum í Frakklandi á næsta ári. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum þeim, sem borga eina evru og lýsa yfir stuðningi við gildi vinstri manna.

Seðlabanki Evrópu tryggir lausafjárstöðu evrópskra banka-markaðir hækkuðu í morgun

Seðlabanki Evrópu tilkynnti í gær aðgerðir til þess að bæta lausafjárstöðu evrópskra banka en margir þeirra hafa ekki haft aðgang að almennum mörkuðum um skeið.

Leiðarar

Skammtímaaðgerðir-ekki varanlegar lausnir

Það er mikilvægt að átta sig á því, að aðgerðir yfirvalda í Evrópu síðustu daga eru ekki lausnir á þeim vandamálum, sem eru á ferðinni á evru­svæðinu, heldur aðgerðir til þess að róa markaði og skapa stjórnvöldum svigrúm til þess að takast á við vandann. Seðlabanki Evrópu hefur gripið til þess ráðs að tryggja evrópskum bönkum aðgang að lausafé.

Í pottinum

Uppnámið meðal stjórnar­sinna vegna for­stjóra bankasýslunnar nær inn í Háskóla Íslands

Sigurbjörg Sigurgeirs­dóttir var ráðin til starfa hjá Háskóla Íslands fyrir nokkrum mánuðum. Ástæðulaust er að ætla annað en það hafi átt að efla traust og tiltrú til skólans, þótt sumum þyki ef til vill ástæða til að ætla annað vegna framgöngu hennar í opinberum umræðum innan lands og utan.

ESB gerir úttekt á Suðurnesjum-Gera Kínverjar úttekt á norðausturhorninu?

Evrópu­sambandið er að „taka út“ samkeppnishæfi Suðurnesja. „Miklar vonir“ eru bundnar við þessa úttekt, segir ráðgjafi skv. fréttum Morgunblaðsins í dag. Þetta er athyglisvert. Má kannski búast við að Kínverska alþýðulýðveldið „taki út“ samkeppnishæfi norðausturhorns Íslands, sem Kínverjar hafa sýnt sérstakan áhuga á?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS