« 10. október |
■ 11. október 2011 |
» 12. október |
Eftirlitsmenn þríeykisins mæla með útgreiðslu 8 milljarða evra til Grikkja
Alþjóðlegir eftirlitsmenn í þríeykinu frá ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Seðlabanka Evrópu segjast hafa náð samkomulagi við Grikki um endurbætur í efnahags- og ríkisfjármálum sem eigi að stuðla að því að efnahagsstjórnin komist á rétta braut.
Mikil fundarhöld hjá leiðtogum evruríkjanna
Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur boðað Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands á sinn fund síðar í vikunni til þess að ræða stöðuna innan myntbandalagsins að sögn Irish Times í morgun. Kenny er andvígur breytingum á Lissabon-sáttmálanum, sem mundu kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi.
Markaðir lækka á ný í Evrópu-Hækkun í Asíu í nótt
Markaðir í Evrópu lækkuðu á ný við opnun í morgun eftir umtalsverða hækkun í gær. Hækkun varð einnig í Asíu í nótt.
60% afskriftir af lánum Grikkja til umræðu
Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, staðfestir í blaði sínu í dag fréttir Financial Times Deutschland, sem sagt var frá hér á Evrópuvaktinni í gær um hugsanlegar 60% afskriftir af lánum Grikkja. Hann segir að háttsettir embættismenn í Berlín hafi staðfest við sig að frekari afskriftir kæmu til greina.
Þing Slóvakíu greiðir atkvæði síðar í dag
Þing Slóvakíu greiðir atkvæði síðar í dag um heimild til neyðarsjóðs ESB um að auka umsvif sín. Þing Möltu samþykkti þá breytingu á starfsreglum sjóðsins í gær og er Slóvakía eina landið, sem eftir er af aðildarríkum myntbandalagsins. Öll ríkin verða að samþykkja til þess að breytingar á starfsreglum nái fram að ganga. Iveta Radicova, forsætisráðherra Slóvakíu, segir skv.
Pólitíski vandinn á evru-svæðinu vex - leiðtogafundi frestað
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, tilkynnti mánudaginn 10. október að fundi leiðtogaráðsins sem átti að halda 17. október og fundi leiðtogaráðs evru-ríkjanna sem átti að halda 18. október hefði verið frestað til sunnudags 23. október. Þýska vikuritið Der Spiegel gefur til kynna að frestun...
Ráðherrar á flótta undan sjálfum sér
Yfirleitt telja þeir, sem gegna ráðherrastörfum það sjálfum sér og embættum sínum til framdráttar að vera sem mest í fjölmiðlum. Á þessu hefur orðið breyting. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru flestir horfnir af sjónarsviðinu. Þeir sjást lítið og helzt ekki nema þegar um er að ræða eitthvað, sem engu máli skiptir, svo sem það hvort ráðherra eigi að fara daglega í fótabað.