« 12. október |
■ 13. október 2011 |
» 14. október |
Slóvakar samþykkja stækkun evru-sjóðs - Barroso hyllir Radicovu
Þing Slóvakíu samþykkti fimmtudaginn 13. október, síðast þjóðþinga evru-ríkjanna 17, að leggja fram fé til að stækka björgunarsjóð evrunnar í 440 milljarða evra. Deilur um stækkun sjóðsins leiddu til stjórnarslita. Af 150 þingmönnum tóku 146 þátt í atkvæðagreiðslunni og af þeim studdu 114 stækkun sj...
París: Felld niður rannsókn á hendur DSK vegna kæru um nauðgun
Fallið hefur verið frá sakamálarannsókn vegna kæru rithöfundarins Tristane Banon á hendur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir tilraun til nauðgunar.
Framkvæmdastjórn sátt við ríkisstjórn Íslands - mörg mál óleyst í ESB-aðlögunarferlinu
Framkvæmdastjórn ESB ber traust til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún hafi lifað af innri átök.
Finnland: Sorsa sakaður um tengsl við Stasi
Finnskur diplómat, Alpo Rusi, heldur því fram að nafn Kalevi Sorsa, fyrrum forsætisráðherra Finnlands og leiðtoga jafnaðarmanna þar í landi, sem dó 2004 hafi verið á svonefndum Tiitinen-lista, sem tekin var saman árið 1990 yfir finnska borgara, sem voru í tengslum við Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýzkalands.
Umhverfissamtök: Hætta á stórslysi norðvestur af Shetlandseyjum-olía gæti náð til Noregs
Umhverfisverndarsamtök auka nú mjög þrýsting á brezka olíufélagið BP að hætta við áform um að bora eftir olíu á svæði, sem er 80 mílur norðvestur af Shetlandseyjum. Telja þau að varúðaráætlanir félagsins sjálfs sýni, að á þessum slóðum gæti orðið umhverfisslys, sem yrði tvöfalt stærra að vöxtum en olíulekinn í Mexikóflóa.
Upplagssvindl afhjúpað hjá Evrópuútgáfu WSJ
Einn af æðstu stjórnendum Evrópuútgáfu Wall Street Journal hefur sagt af sér vegna þess að upp hefur komizt um upplagssvindl blaðsins. Blekkingin fólst i því að blaðið sjálft keypti upp töluverðan hluta upplags til þess að gefa til kynna hærri upplagstölur en raunverulega voru til staðar gagnvart auglýsendum. Það er brezka blaðið Guardian, sem með fyrirspurnum hefur knúið þessar upplýsingar fram.
Draghi: Ítalir verða að grípa til harðari aðhaldsaðgerða
Mario Draghi, fráfarandi bankastjóri Seðlabanka Ítalíu, sem tekur við sem aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu í næsta mánuði, segir skv. frásögn Daily Telegraph að Ítalía verði að grípa til enn harðari aðhaldsaðgerða, ef ekki eigi illa að fara. Þær aðhaldsaðgerðir, sem ríkisstjórn Berlusconi hafi gripið til dugi ekki. Ávöxtunarkrafan á ítölsk skuldabréf til 10 ára fór yfir 6% í ágúst.
Lækkun í Evrópu-hækkun í Asíu og í Bandaríkjunum
Markaðir í Evrópu opnuðu með lækkun í morgun þrátt fyrir hækkun vestan hafs í gær og í Asíu í nótt.
Raunir Slóvaka - gleði Össurar
Raunir stjórnmálamanna í Slóvakíu vegna þrýstings frá ESB um að þeir auki framlag í björgunarsjóð evrunnar um nokkra milljarði evra í 7,7 milljarða eru dæmigerðar fyrir þá starfshætti sem tíðkast innan Evrópusambandsins og nú er beitt af mestum þunga innan evru-svæðisins. Þjóðverjar og Frakkar ráða ferðinni þeir sem ekki fara að ráðum þeirra brjóta reglur klúbbsins.
Framvindumat ESB á viðræðunum við Ísland
Þegar umsögn starfsmanna ESB og niðurstaða framkvæmdastjórnar ESB um umsóknar- og aðildarferli Íslands frá 12. október 2011 er lesin vekur fyrst athygli hve mikil áhersla er lögð á að lýsa stjórnarfari íslenska lýðveldisins og baráttu gegn spillingu. Af skýrslunni mætti ráða að það hefði verið ráðam...
Af hverju er RÚV ekki búið að tilkynna um sýningu á Hard Talk þætti Steingríms J.?
Hvernig stendur á því, að RÚV hefur ekki þegar tilkynnt að viðtalsþáttur BBC, Hard Talk, þar sem fréttamaðurinn Stephen Sackur, talar við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verði sendur út í heild á sjónvarpi RÚV? Þjóðin má ekki missa af þessum þætti. Yfirleitt er það Steingrímur J. sjálfu...