Mánudagurinn 9. desember 2019

Föstudagurinn 14. október 2011

«
13. október

14. október 2011
»
15. október
Fréttir

Liam Fox segir af sér sem varnarmála­ráðherra Bretlands

Liam Fox, varnarmála­ráðherra Breta, sagði af sér embætti föstudaginn 14. október vegna tengsla sinna við Adam Verritty, vin ráðherrans og sjálfskipaðan ráðgjafa. Fox hefur átt í vök að verjast vegna þessa í nokkra daga og hafin var rannsókn á því hvort hann hefði brotið gegn starfs­reglum ráðherra. ...

ESB-þing­nefnd leitar álits á lögmæti tillagna að nýrri ESB-sjávar­útvegs­stefnu

- Struan Stevenson, ESB-þingmaður fyrir íhaldsmenn á Skotlandi, er talsmaður sjávar­útvegs­nefndar ESB-þingsins, um ýmsa lykilþætti í tillögu framkvæmda­stjórnar ESB um nýja sjávar­útvegs­stefnu sambandsins, Hann hefur sent lagaþjónustu ESB-þingsins skriflega fyrirspurnir til að fá svör við ýmsum lykilþáttum hinna nýju tillagna.

Pólverjar, Ungverjar og Tékkar ekki á neinni hraðferð inn á evru-svæðið

Pólverjar, Ungverjar og Tékkar eru ekki á neinni hraðferð inn á evru-svæðið þótt þeim beri að taka upp evru samkvæmt ESB-aðildarsamningum sínum frá 2004. Forsætis­ráðherrar landanna lýstu þessu yfir föstudaginn 14. október. „Myntbandalagið breytist smátt og smátt í millifærslu- og skuldabandalag, vi...

Finnar að verða gagnrýnni á ESB-samstarf?

Eru Finnar að verða gagnrýnni á Evrópu­sambandið? Blaðamaður Helsingin Sanomat veltir því fyrir sér og bendir á eftirfarandi: Finnar hafi með kröfu um tryggingar frá Grikkjum skapað sér í fyrsta sinn sérstöðu innan ESB frá því að þeir gerðust aðilar.

Kínverjar vilja hitta nýjan utanríkis­ráðherra Dana strax

Utanríkis­ráðherra Kína, Yang Jiechi, óskaði nánast strax eftir fundi með nýjum utanríkis­ráðherra Danmerkur, Villy Sövndal að sögn Berlingske Tidende í morgun. Kínverski utanríkis­ráðherrann er á leið til Bandaríkjanna og Berlingske segir, að Danmörk sé eina landið í Evrópu, sem hann heimsæki.

Salmond: Þetta er skozk olía og Skotar eiga að njóta auðlinda sinna

Þetta er skozk olía og tími til kominn að Skotar njóti auðlinda sinna.

Berlusconi leitar eftir trausti

Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu neyddist til að leita eftir traustsyfirlýsingu þingsins eftir að tapa atkvæða­greiðslu þar fyrir nokkrum dögum. Verða atkvæði greidd um þá traustsyfirlýsingu um hádegisbilið í dag.

AGS fær aukið fjárhagslegt bolmagn-Evrópa hækkar eftir lækkun í upphafi

Fjármála­markaði virðast skorta sannfæringu fyrir þeim aðgerðum, sem evruríkin eru að boða til að bjarga evrunni og evruríkjum. London opnaði í morgun með 0,10% lækkun, Frankfurt með 0,40% lækkun og París með 0,22% lækkun. Þegar leið á morgunin fóru viðskipti hins vegar að taka við sér og um kl.

Leiðarar

Hvenær tekur meirihluti flokksmanna VG ESB-málin í sínar hendur?

Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingis­maður og ráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag í tilefni af landsfundi Vinstri grænna, sem haldinn verður í lok mánaðarins. Hann segir af því tilefni um aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu: "Fari svo að til verði samningur á grundvelli yfirstandandi viðræðna bæri VG á honum fulla stjórnskipulega ábyrgð.

Pistlar

EES-samningurin lifir góðu lífi og dafnar

Undir lok tíunda áratugarins og við aldamótin heyrðist því oft haldið fram í umræðum um Evrópumál á Íslandi að við yrðum að hugsa okkur til hreyfings gagnvart Evrópu­sambandinu því að EES-samningur okkar við það væri að renna sitt skeið.

Í pottinum

Felum Steingrími J. að klára sjávar­útvegsmálin - en „kláraði“ hann Sackur?

Morgunblaðið hefur í dag eftir Steingrími J. Sigfússyni á fjármálaráð­stefnu sveitar­félaga í gær, að það væri ekki „óskaplega mikið mál“ að klára sjávar­útvegsmálin og að hann gæti klárað þau á þremur vikum fengi hann að ráða einn. Í ljósi þess, að þetta hefur ekki tekizt hvorki hjá Alþingi né ríki...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS