« 14. október |
■ 15. október 2011 |
» 16. október |
Fjármálaráðherra G20 ríkjanna vænta skýrra svara frá ESB-leiðtogum vegna skuldavandans
François Baroin, fjármálaráðherra Frakka, sagði í lok fundar fjármálaráðherra G20 ríkjanna í París síðdegis laugardaginn 15. október að teknar yrðu ákvarðanir um „fastmótaðar“ aðgerðir til lausnar á skuldavanda evru-ríkjanna á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Brussel sunnudaginn 23. október. Þar fengjus...
OECD: Írum gengur vel-hvetur til hraðari niðurskurðar fjárlagahalla
Írlandi vegna betur en öðrum evruríkjum í efnahagslegri endurreisn að mati OECD, sem í nýrri skýrslu hvetur Íra til að hraða niðurskurði fjárlagahalla gefi aukinn hagvöxtur tilefni til. Stofnunin telur langtímahorfur Íra betri en margra annarra.
Heimssýn: Füle boðar aðgerðir í trássi við íslensk lög
Framkvæmdastjórn Heimssýnar verkur athygli á lögum nr.
ESB-dómstóllinn styrkir réttarstöðu farþega við tafir og truflanir á flugi
Dómstóll Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfarþegar eigi rétt á víðtækari bótum en áður hefur verið vegna tafa eða breytinga á flugi, þar á meðal vegna kostnaðar við leigubifreiðar og gæslu gæludýra.
Danir vilja samstarf við nágrannaþjóðir í varnarviðbúnaði-vísa til Íslands
Nick Hækkerup, nýr varnarmálaráðherra Dana vill tryggja lofthelgi Danmerkur með samningum við nágrannaríki og vísar í þeim efnum til þess, að Danir taki þátt í að verja lofthelgi Eystrasaltsríkjanna og Íslands. Hann vill ná fram 10-15% sparnaði í hernaðarútgjöldum Dana með því að taka upp það fyrirkomulag fyrir Dani sjálfa.
Mótmælafundir í 950 bæjum og borgum í 85 löndum í dag -líka á Austurvelli
Til mótmæla verður efnt víða um heim í dag af sama tagi og samtökin „Tökum Wall Street“ hafa staðið fyrir í Bandaríkjunum að undanförnu. Boðað hefur verið til þessara funda á Facebook og Twitter. Mótmælafundir verða haldnir í Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Asíulöndum og Ástralíu svo og í Bandaríkjunum.
Merkel: Við hreinsum til hjá okkur en þið verðið að samþykkja skatt á fjármagnstilfærslur
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, gerir kröfu til þess að Bretar og Bandaríkjamenn samþykki sérstakan skatt á fjármagnstilfærslur gegn því að evruríkin geri hreint fyrir sínum dyrum í efnahagsmálum. Hún segir að aðilar utan evrusvæðisins geti ekki gert kröfur til þeirra ríkja en verið stikkfrí sjálfir. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.
Sænsk rannsóknarskýrsla. Vér einir vitum! segja ráðherrar
Sænskir fræðimenn á sviði öryggis- og varnarmála sóttu Ísland heim í mars/apríl 2011 og kynntu sér stöðu mála á sérsviði sínu og rituðu síðan skýrslu um för sína.
Skrýtnar söguskýringar Steingríms J. í Hardtalk á BBC
Á vefsíðunni Eyjunni birtist 15. október endursögn á orðaskiptum í BBC-þættinum Hardtalk þegar Steigrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sat þar þriðjudaginn 11. október fyrir svörum. Þar segir: SS (Stephen Sackur): Hvers vegna er enn reiði og óánægja í landinu, þegar hægt er að halda því fram ...
Árni Þór staðfestir tengsl Icesave og ESB-umsóknar
Þegar Icesave-málið var á dagskrá voru sterkar vísbendingar um, að löngun núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokka til að láta Breta og Hollendinga kúga Íslendinga til að borga skuldir einkafyrirtækja byggðist á ótta þeirra við að ella stæði málið í vegi fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.