Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Miðvikudagurinn 19. október 2011

«
18. október

19. október 2011
»
20. október
Fréttir

Miklar vonir bundar við þáttaskil til lausnar skuldavanda evrunnar á fundi leiðtoga í Brussel

Leiðtogar Evrópu­sambandsríkjanna koma saman í Brussel sunnudaginn 23. október. Viðmælendur í Brussel binda miklar vonir við að þar verði teknar ákvarðanir sem marki þáttaskil bæði varðandi skuldavanda Grikkja og framtíðar­stefnu evru-ríkjanna. Ekki verður ákveðið að ráðast í breytingar á sáttmálum ES...

Mikil mótmæli við þinghúsið í Aþenu-5000 lög­reglumenn á staðnum

Mótmælendur hafa verið að safnast saman fyrir framan þinghúsið í Aþenu en víðtæk verkföll eru í Grikklandi í dag. Reuters fréttastofan segir að búizt sé við miklum mannfjölda og andrúmsloftið sé fjandsamlegt. Um 5000 lög­reglumenn eru á staðnum og 2000 til viðbótar til vara. Gert er ráð fyrir að þingið greiði atkvæði síðar í dag um frekari aðhaldsaðgerðir, skattahækkanir og launalækkanir.

ESB-dómstóllinn bannar einkaleyfi á nýtingu stofnfruma til lækninga

Dómstóll Evrópu­sambandsins í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu þriðjudaginn 18. október að ekki mætti veita einkaleyfi við nýtingu á stofnfrumum þegar taka þeirra úr fósturvísi manns yrði vísinum að bana. Með þessu tók dómstólinn afstöðu í máli skotið hafði verið til hans eftir að þýskum vísinda...

Makríl­viðræður hefjast vegna 2012 - ESB ætlar að beita Íslendinga ofurþrýstingi

Fundur í leit að lausn á makríldeilunni hefst í London miðvikudaginn 19. okróber. Markmiðið er að reyna að ná samkomulagi um kvóta vegna veiða árið 2012. Fulltrúar framkvæmd­stjórnar Evrópu­sambandsins sögðu við Evrópu­vaktina í Brussel mánudaginn 17. október að Íslendingar yrðu að gjörbreyta um afstöð...

Yfirmaður frönsku leyniþjónustunnar í yfirheyrslu vegna ásakana um ólögmætar hleranir hjá Le Monde

Bernard Squarcini, yfirmaður frönsku leyniþjónustunnar, Direction Centrale du Renseignement Intérieur (DCRI), hefur verið yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi á ólögmætan hátt hlerað símtöl blaðamanna við Le Monde vegna máls sem teygir sig sífellt hærra innan franska valdakerfisins.

Markaðir hækka en ekkert samkomulag komið um stækkun neyðar­sjóðs ESB

Háttsettir embættismenn Evrópu­sambandsins í Brussel bera til baka frétt sem birtist í Guardian í gær þess efnis, að samkomulag væri komið milli Þjóðverja og Frakka um stækkun neyðar­sjóðsins. Svo sé ekki. Þrátt fyrir það hækkuðu markaðir um allan heim í gær, í nótt og við opnun í Evrópu í morgun.

Leiðarar

Af hverju sýna stórveldin okkur svona mikinn áhuga?

Það er athyglisvert og jafnframt umhugsunarefni hvað stórveldin sýna þessu litla landi okkar mikinn áhuga. Ekki fer á milli mála, að Evrópu­sambandið hefur mikinn áhuga á að fá Ísland inn í sínar raðir. Jafn augljóst er að það er ekki vegna þess að ESB telji það miklu skipta að bæta 318 þúsund manns við nær 500 milljónir sem eru innan vébanda þess.

Í pottinum

Jóhanna knúsar Füle - hvers vegna þessi leynd yfir ferðinni?

Ŝtefan Füle, stækkunar­stjóri ESB, kom óvænt í heimsókn til Íslands miðvikudaginn 19.október. Ég hafði verið skráður í viðtal hjá Füle fyrir viku en á síðustu stundu var fallið frá því að veita viðtalið vegna þess að stækkunar­stjórinn yrði á ferðalagi. Sama dag birtist hins vegar grein eftir han...

Forsætis­ráðherra verður að gera Alþingi grein fyrir sínum sjónarmiðum

Bréfaskipti forsætis­ráðherra og forseta Íslands í sumar, sem nú hefur verið upplýst um eru alvarlegt mál. Það er alltaf alvarlegt mál, ef upp koma deilur á milli þessara tveggja embætta, sem í raun snúast um stjórnskipulega stöðu þeirra beggja. Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, hlýtur að gera Alþingi grein fyrir sínum sjónarmiðum í þessari deilu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS