Mánudagurinn 16. desember 2019

Sunnudagurinn 23. október 2011

«
22. október

23. október 2011
»
24. október
Fréttir

Ragnar Arnalds: Jóhanna gerir ráðamönnum VG lítinn greiða með ESB-hrósi

Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og ráðherra, telur forystumönnum vinstri-grænna (VG) lítinn greiða gerðan þegar Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra klappar þeim á bakið og hrósar þeim glaðhlakkalega fyrir veittan stuðning í baráttu þeirra fyrir ESB-aðild.

Þýska leyniþjónustan vissi um felustað Gaddafis - líkamsleifar hans til sýnis í frystiklefa

Þýska leyniþjónustan, Bundesnachrichtendienst (BND), vissi fyrir mörgum vikum hvar Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, faldi sig að sögn Der Spiegel.

Bretland: Meiri háttar átök í Íhalds­flokknum vegna ESB

Meiri háttar átök hafa brotizt út í Íhalds­flokknum brezka vegna tillögu, sem atkvæði verða greidd um í þinginu á morgun þess efnis, að þjóðar­atkvæði skuli fara fram á næsta ári um hvort Bretar eigi að segja sig úr Evrópu­sambandinu eða gera róttækar breytingar á aðild sinni að því.

Leiðtogar ESB-ríkja á fundi í Brussel í dag

Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópu­sambandsins koma saman til fundar í Brussel nú á sunnudagsmorgni til þess að ræða vanda evruríkjanna. Síðdegis koma svo leiðtogar evruríkjanna 17 saman til sérstaks fundar, en annar fundur þeirra verður haldinn á miðvikudag eins og fram hefur komið.

Lög­regla leysir upp búðir mótmælenda í Ástralíu

Lög­reglan í Sydney í Ástralíu leysti upp búðir mótmælenda þar í borg, sem hafa haft upp mótmæli, sem rekja rætur til mótmælanna á Wall Street í New York, sem aftur leituðu fyrirmyndar í mótmælunum í Madrid á Spáni sl. sumar. Mótmælin beinast að græðgi og efnahagslegu ójafnvægi. Áður hafði lög­regla leyst upp búðir mótmælenda í Melborne.

Fjármála­ráðherrar ESB skella stórskuld á banka - heita ríkisaðstoð

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna komust að þeirri niðurstöðu í Brussel laugardaginn 22. október að lánardrottnar Grikkja yrðu að sætta sig við að fá ekki nema 50% af lánunum endurgreidd. Jafnframt var ákveðið að veita 107 til 108 milljörðum evra af opinberu fé til þess að endurfjármagna bankana þanni...

Í pottinum

Hinir sjálfkjörnu

Það var ógurleg samstaða í leiðtogakjöri á landsfundi Samfylkingar. Allir sjálfkjörnir nema einn ritari! Það má eiginlega segja, að þetta hafi verið ógnvænleg samstaða. Jafnvel í Sjálfstæðis­flokknum hefur aldrei verið svona mikil samstaða um leiðtogakjör. En það var að vísu alltaf svona mikil samstaða á fundum Kommúnista­flokks Sovétríkjanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS