Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Sunnudagurinn 30. október 2011

«
29. október

30. október 2011
»
31. október
Fréttir

Rússar breyttu ekki klukkunni

Rússar færðu klukkur sínar ekki aftur um eina klukkustund aðfaranótt sunnudags 30. október eins og Evrópu­þjóðir, aðrar en Íslendingar, gerðu. Verður því áfram fjögurra tíma munur milli Reykjavíkur og Moskvu. Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, tilkynnti í mars að Rússar mundu framvegis hætta að tak...

Yrðu Íslendingar að veita 80 milljarða króna ábyrgð til bjargar evrunni?

Egill Jóhannsson, for­stjóri Brimborgar, hefur bent á að væru Íslendingar aðilar að evru-svæðinu og þyrftu að ganga í ábyrgð vegna björgunar­sjóðs evrunnar kynni hún að nema 80 milljörðum króna miðað við núverandi stærð sjóðsins.

Trichet: Skuldakreppunni á evru-svæðinu er ekki lokið

Skuldakreppunni sem hefur lamað Evrópu undanfarna mánuði er ekki lokið þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir evru-leiðtoga segir Frakkinn Jean-Claude Trichet, 68 ára, fráfarandi seðlabanka­stjóri Evrópu, við Bild am Sonntag 30. október. Trichet lætur af störfum eftir átta ára forystu í Seðlabanka Evrópu hi...

Bill Clinton fær 40 milljónir króna fyrir hádegiserindi í Noregi

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja­forseti, verður á hraðferð til Noregs þriðjudaginn 1. nóvember til að safna fé í velgjörða­sjóð sinn Clinton Global Initiative. Hann heldur fyrirlestur á hádegisfundi sem 40 boðsgestir sitja að sögn norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV“. Að sögn greiðir hver þátttaka...

Spánn: Endurfjármögn banka kostar 26 milljarða evra

Fimm af stærstu bönkum Spánar þurfa endurfjármögnun, sem nemur 26,1 milljarði evra eða um fjórðungi af því fé, sem fer til endurfjármögnunar banka á evru­svæðinu öllu. Þetta kemur fram í spænska dagblaðinu El País. Bankarnir segja, að þeir geti útvegað þetta fjármagn án þess að leita til fjármála­markaða eða til ríkisins.

Horst Reichenback: Hagvöxtur í Grikklandi á ný 2014

Horst Reichenback, sem veitir forstöðu verkefna­stjórn ESB í Aþenu segir að hagvöxtur í Grikklandi muni aukast á ný árið 2014. Hann segir að umbætur á þjóð­félags­kerfinu í Grikklandi skili ekki árangri samstundis og margir Grikkir eigi eftir að verða ósáttir við þær. Forgangsverkefni sé að skapa jákvæ...

Soros: Aðgerðir evruríkja duga í 1 dag til 3 mánuði-50% afskriftir lækki skuldir Grikkja um 20%

Ungverski fjármálamaðurinn, Georg Soros, segir að aðgerðir ESB og evruríkjanna til bjargar Grikklandi og evru­svæðinu muni duga í 1 dag til 3 mánuði. Grundvallar­vandinn hafi ekki verið leystur. Afskriftir af skuldum við banka upp á 50% lækki skuldir Grikkja ekki nema um 20%, þar sem afskriftirnar nái bara til einkageirans.

Í pottinum

Af hverju sagði Steingrímur J. ekki eftirlaunasöguna alla?

Í setningarræðu sinni á landsfundi Vinstri grænna í fyrradag, föstudag, rakti Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins afrek hans í núverandi ríkis­stjórn og sagði m.a.: „Við höfum afnumið eftirlaunaforréttindi ráðherra og alþingis­manna....“ Það vantaði bara eitt í þennan þátt ræðu Steingrí...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS