Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Fimmtudagurinn 3. nóvember 2011

«
2. nóvember

3. nóvember 2011
»
4. nóvember
Fréttir

Papandreou dregur í land - vill utanþings­stjórn í stað þjóðar­atkvæðis

Miklar sviptingar hafa einkennt grísk stjórnmál fimmtudaginn 3. nóvember. Síðla dags lýsti George Papandreou forsætis­ráðherra að hann færi fús til að falla frá hugmynd sinni um þjóðar­atkvæða­greiðslu um evru-björgunaraðgerðirnar en framkvæmd hennar kynni að fella ríkis­stjórn hans. Hreyfði hann þess í...

Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti

Mario Draghi, hinn nýi seðlabanka­stjóri Evrópu, kom hag­fræðingum og fésýslumönnum á óvart fimmtudaginn 3. nóvember þegar hann tilkynnti að seðlabankinn hefði lækkað stýrivexti sína í 1,25% úr 1,5%. Le Monde segir að þetta hafi létt á spennu á aðþrengdum mörkuðum þótt ýmsir óttist að ákvörðunin ýti u...

Papandreou segist ekki á útleið - verður kosið til þings en ekki um evru-aðildina?

Gríska ríkissjónvarpið ber til baka fréttir um að George Pandreou, forsætis­ráðherra Grikkja, ætli að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni ráðherra í stjórn hans á ákvörðun hans um þjóðar­atkvæða­greiðslu.

NYTimes: Verður Ítalía næsta „Grikkland“?

New York Times segir í morgun að hættan fyrir evru­svæðið sé sú, að Ítalía verði næsta Grikkland. Skuldir Ítalíu nema 2,5 trilljónum evra og hver hækkun á lántökukostnaði Ítala sé mjög sársaukafull.

Nýi lýðræðis­flokkurinn: Papandreou er hættulegur-hann verður að fara

Papandreou er hættulegur og hann verður að fara. Þetta er í stuttu máli efni yfirlýsingar Nýja lýðræðis­flokksins, helzta stjórnar­andstöðu­flokksins í Grikklandi að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini í morgun.

Markaðir lækka í Evrópu og Asíu

Markaðir fara lækkandi í ljósi krísunnar á evru­svæðinu. London hafði lækkað skömmu eftir kl.

Ágreiningur milli Papandreou og Venizelos-Kína frestar skulda­bréfakaupum

Leiðtogar evruríkjanna, Merkel og Sarkozy, lögðu áherzlu á tvennt á fundi þeirra með Papandreou í Cannes í gær. Í fyrsta lagi að hann flýtti þjóðar­atkvæða­greiðslunni, sem nú er ákveðið að fari fram í byrjun desember og í öðru lagi að hún snúist um afstöðu Grikkja almennt til aðildar að evrunni en ekki um aðgerðapakkann sérstaklega. Þetta samþykkti Papandreou.

Grikkir ákveða, líklega 4. desember, hvort þeir verða áfram með evru

Grikkir taka afstöðu til þess í þjóðar­atkvæða­greiðslu, líklega 4. desember, hvort þeir haldi áfram á evru-svæðinu. Þetta var niðurstaða fundar sem George Papandreou, forsætis­ráðherra Grikkja, átti með Nikolai Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara miðvikudaginn 2. nóvember í C...

Leiðarar

Björgvin G. hefur Jón Bjarnason fyrir rangri sök vegna ESB-viðræðna

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar­innar, hefur Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, fyrir rangri sök þegar hann segir á alþingi miðvikudaginn 2. nóvember að andstaða Jóns tefji framgang aðildarviðræðna fulltrúa Íslands og Evrópu­sambandsins. Björgvin G. segir Jón koma í v...

Í pottinum

Bryndís Ísfold ESB-friðarspillir ræðst á Hönnu Birnu

Bryndís Ísfold Hlöðvers­dóttir er starfsmaður samtakanna Já Ísland sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB. Hún bloggar 3. nóvember um framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formennsku í Sjálfstæðis­flokknum og segir: „Í dag bauð kona sig fram sem formaður Sjálfstæðis­flokksins, hún segist vera k...

Framboð á vegum Lilju Mósesdóttur veldur óróa

Áform Lilju Mósesdóttur, alþingis­manns, um stofnun nýs stjórnmálaafls valda augljóslega óróa í ýmsum herbúðum. Þau valda áhyggjum hjá Vinstri grænum, sem sjá fram á fylgistap til slíks framboðs.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS